Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 12
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
.llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
tegundum jarðarinnar væru komnar á Marz, gætu þær ekki lif-
að þar vegna loftleysis.
Aftur á móti hefi ég þegar tekið fram, að nær því áreiðanlega
má telja, að þar sé einhverskonar gróður, og eru um leið miklar
líkur til, að þar sé dýralíf á lágu stigi. — En í raun réttri vitum
við svo lítið um lífið. Við getum aðeins sagt eitthvað um hvort
á Marz séu lífsskilyrði fyrir þær tegundir lífs, sem hér þekkjast
á jörðunni — en enginn getur sagt hve miklir möguleikar eru
fyrir öðrum lífverum, sem geta þróazt við allt önnur lífsskilyrði
en líf það, sem við þekkjum. Ef farið er út í þá sálma, getum
við í raun réttri ekkert sagt um líf á Marz. Gætu þar alveg eins
verið verur, sem standa okkur mikið fremra að öllu leyti. En
lífsskilyrði þar eru svo frábrugðin því, sem er hér, að ólíklegt
mætti teljast, að þær v.erur gætu lifað hér og sízt af öllu að hér
væri svo lífvænlegt fyrir þær, að þær færu að leggja í það að
herja á okkur jarðarbúa, enda þótt þær hefðu bolmagn til þess.
— Ég ætla líka að benda á annað atriði, sem frekar bendir til
þess, að ekki séu verur á Marz, sem standi okkur verulega
framar, nema þá að þær séu margfalt minni en við mennirnir,
eða þá að þær hafi mikið annan hugsanagang en við.
Við skulum bara hugsa okkur, að við hefðum tækifæri til
þess að komast með hægu móti til Marz — og enda þótt við
gætum ekki lifað þar, gætum við verið innilokuð í vélinni, sem
bæri okkur þangað. Væri þá ekki hugsanlegt, að menn myndu
bregða sér þangað öðru hvoru til þess að litast um? Ég tel lít-
inn vafa á, að svo mundi vera, ekki sízt ef við vissum að þar
væri eitthvað líf.
Nú er þekking okkar og tækni ekki enn orðin það mikil, að
slíkt ferðalag sé mögulegt, en allar líkur eru á, að slíkt ferða-
lag verði ekki ómögulegt um margar aldir enn, ef tækni okkar
fer vaxandi eins og undanfarið. Það, sem í rauninni strandar
á, er orkan. Þyrfti annaðhvort að vera hægt að leysa hana úr
efniseindunum sjálfum eða þá að senda hana þráðlaust frá
jörðinni til farartækisins. Verur, sem stæðu okkur aðeins að
tiltölulega litlu leyti framar í tækni, ættu auðveldlega að geta
yfirstigið fjarlægðina frá Marz til jarðar, enda þótt hún sé mjög
mikil, en engar ábyggilegar sögur eru til um slíkar heimsóknir
— og hafa þær áreiðanlega ekki átt sér stað í hinum svonefnda
menntaða heimi nú á síðustu öldum.