Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173
IIIIIIIIIIIIUIIIIIIII||||MIMIIIIIIIIIIIIIIIIII(IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|lllll|llllllllllll,lill1l"
ekki fjölga neitt að ráði, fyrr en þann 22. apríl. Þá fjölgaði
þeim mikið og held ég að þeir hafi þá verið alkomnir.
St.eindepla sá ég fyrst þ. 3. maí.
Fyrstu gæsirnar sáég fljúga hér yfir þ. 16. apríl.
Helsingjar. Helsingjahóp sá ég á flugi þ. 2. maí.
Urtendur, þær fyrstu sá ég hér á leirunum þ. 13. apríl.
Þær voru fjórar í hóp. 17. apríl var þeim farið að fjölga eitt-
hvað.
Grafendur. Sá þær fyrstu hér þann 15. apríl, en daginn
eftir fjölgaði þeim nokkuð.
Rauðhöfðaendur. Sá fyrstu enduxmar af þessu tagi hér
á leirunum þann 21. apríl.
Skúfendur. Þann 24. apríl sáust hér á höfninni tveir
skúfandablikar.
Duggendur. Sáust fyrst hér á höfninni þann 28. apríl.
Straumendur. Vai'ð fyi'st var við þær hér þann 23. apríl.
H ú s e n d u r. Þær fyrstu komu þann 4. api’íl.
Litlu-toppendur. Sáust fyrst hér á höfninni þ. 28. apríl.
Óðinshanar. Þann fyrsta sá ég hér á leix'unum þ. 19. maí.
Hrossagaukar. Þeir fyrstu sáust hér í hólmunum þann
28. apríl.
Rauðbrystingar. Sá tvo rauðbrystinga hér á leirunum
þann 30. apríl.
Sendlingar. Þeim fór að fjölga eftir þann 15. apríl og
voru alkomnir fyrstu dagana í maí, svipað og venjulega er af
þeim hér á voi’in. 16. maí fór þeim svo að fækka, og þann 2. júní
voru þeir að mestu horfnir.
Lóuþrælar. Þá fyrstu sá ég á leirunum þann 1. maí.
Sanderlur. Sá eina fulloi’ðna sandei'lu hér á leii'unum
þann 2. júní.
Stelkar. Að morgni þess 13. apríl voru komnir 33 stelkar
hingað á leii’urnar. 15. apríl voru þeir orðnir um 125, þann 16.
munu þeir ekki hafa verið færri en um 200 og daginn þar á eft-
ir um 350. Dagana 18. og 19. apríl fjölgaði stelkunum mikið,
og dagana 20.—21. apríl hlutfallslega jafnmikið. Fór svo fram
þangað til um þann 27. apríl, að ég held að þeir hafi að mestu
leyti verið alkomnir.
Spóar. Fyrstu spóana sá ég þann 3. maí.