Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 18
176 NÁTTÚRUFRÆÐÍNGtJRINN
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|l
stelkum, sem voru aS flækjast hér í fjörunum fram eftir
haustinu.
Spóar. Þeir munu að mestu hafa verið farnir um þann 10.
september, en síðast sá ég tvo spóa á flugi þann 15. september.
Lóur. Þann 11. september komu lóur í stórum hópum út á
leirurnar, eins og þær gera venjulega á haustin, þegar þær eru
farnar að hópa sig, en þ. 9. október sá ég hér síðast lóuhóp.
Sandlóur. Um þann 20. júlí fóru sandlóurnar fyrst að
koma út á leirurnar. 24. ágúst var þeim farið að fækka og þann
25. ágúst sá ég varla nokkura sandlóu á leirunum og munu þær
þá að mestu hafa verið farnar. Þann 27. ágúst sá ég þó aftur
nokkurar sandlóur, sem voru síðan hér á leirunum, þangað til
þ. 11. september, er aðeins voru fjórar eftir, en þ. 17. septem-
ber voru eftir 2 og voru þær síðustu sandlóurnar, sem ég sá um
haustið.
Tildrur. Þann 20. ágúst sá ég fimm tildrur fljúga hér yf-
ir og sá ég þær ekki aftur, en þ. 29. ágúst var ein tiidra hér á
fjörunum, en síðar varð ég ekki var við þær.
Kríur. Þær fóru að fara héðan þann 10. ágúst. 24. ágúst
voru þær horfnar úr hólmunum, en voru í allstórum hópum hér
á leirunum. Geldfuglar munu þá alveg hafa verið farnir. Frá
24.—27. ágúst fækkaði kríunum mikið og þann 30. ágúst voi'u
aðeins örfáar eftir og það voru þær síðustu, sem ég sá um
sumarið.
Kjóar. Um þann 27. ágúst fannst mér að kjóunum væri
farið að fækka, þó að töluvert væri ennþá eftir af þeim þann
30. ágúst. Þann 2. september sá ég nokkura kjóa, en þann 3.
og 4. septemb'er munu þeir flestir hafa farið héðan.
Hr. Kristján Geirmundsson hefir lofað mér því, að senda
mér áframhald af þessum athugunum sínum, sem ég tel hik-
laust meðal þess bezta, sem mér hefir borizt af þessu tagi. Ef-
ast ég ekki um, að lesendur ,,Náttúrufræðingsins“ munu ekki
telja eftir það rúm, sem fer til birtingar þessara athugana; en
svona athuganir, áreiðanlegra og fuglglöggra manna eins og
hr. Kristján er, eru afar þýðingarmiklar fyrir íslenzka fugla-
fræði. Næst munu því verða birtar athuganir hans á árunum
1938 og 1939. M. B.