Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 21
náttúrufræðíngurínn 179
illiiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
að nema mundi mörgum tugum eða hundruðum þúsunda, svo
að varla sá í leirurnar, er þær höfðu setzt þar. Kvökuðu þær
lítið eitt, líkt og þær hjöluðust við, ólíkt söng þeirra að sumrinu.
I vor sá ég 1 ó u þ r æ 1 fyrst 30. apríl og s a n d 1 ó u 20. maí,1)
en ekki tók ég eftir hvenær þau sáust síðast í haust.
Rauðbrystingur kom 23. maí og voru þeir margir sam-
an að trítla um fjöruna nokkra næstu daga, unz þeir héldu
áfram norður til varpstöðva sinna. Ekki varð ég hans var í
haust, er hans var von á suðurleið.
Tjaldur er algengur hér og heldur sig mjög á leirunum
þegar lágsjávað er og gerir sér þá gott af sandmaðkinum. Hélt
hann hér til í allan fyrravetur, en fáir þó. Heyrðust þeir oft
glymja á nóttunni, einkum ef þíðviðri var, en á daginn voru
þeir að jafnaði þögulli. 1 haust var aftur á móti hv.er einasti
tjaldur horfinn í byrjun nóvember, hvað sem því kann að valda,
en ekki getur það verið vegna tíðarfarsins, því að ekki hefir það
verið lakara nú en á sama tíma í fyrra.
Æðarvarp var hér dálítið áður fyrr, en hefir líklega
aldrei verið neinn sómi sýndur. Vorið 1937 fundust hér í kring
um 30 hreiður og var eitt þeirra í vor svo sem í 100 m fjarlægð
frá hælinu. Vorið eftir fundust aðeins fjögur og síðastliðið vor
(1939) ekkert. Stafar þessi öra fækkun af auknum mannaferð-
um og ónæði frá sumarbústöðum Reykvíkinga.
Að lokum er svo kannske rétt að geta hrafns eins, sem
hér hefir hfeyrzt til öðruhvoru síðastliðin þrjú ár, og hefir það
til síns ágætis að hann geltir eins og .lundur, en krunkar ekki
eins og hrafna er siður. Geltið er líkast og í hvolpi á gelgju-
skeiði, en að öðru leyti er ekki hægt að greina að hann sé neitt
frábrugðinn öðrum hröfnum í háttum sínum, og mun hann hafa
byrjað þetta sem eftirhermur, sem hann heldur svo áfram. Á
næstu bæjum hefir og heyrzt til hans öðruhvoru, t. d. Vífils-
stöðum, og sagt er mér, að einn vetur hafi hann mjög haldið
sig á háskólalóðinni í Reykjavík, hvort sem nú hefir verið til
að líta eftir byggingunni eða ætlað að sækja um upptöku í
skólann! — Annars væri gaman að vita hve víða hefði heyrzt
til þessa geltandi hrafns.
Kópavogi, 30. des. 1939.
Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.
1) Sandlóan kemur vanalega um mánuði fyrr.
Á. F.
12*