Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 22
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN . Gróður í Viðey, Engey og Effersey. Inn um Kollafjörð sunnanverðan eru sex eyjar. Hefi ég skoðað gróður í þremur þeirra, nefnilega Viðey, Engey og Effersey. Eff- ersey er langminnst, lág og óbyggð, með lítilli tjörn í miðju. Vest- ur-hafnargarður Reykjavíkur tengir hana nú við land. Hafið hef- ur mætt allmjög á eynni, en nú er hafizt handa að verja hana fyr- ir ágangi sjávar. Úti fyrir Reykjavíkurhöfn, næst fyrir innan Effersey, er Engey og þá Viðey, báðar byggðar og frjósamar. Viðey er langstærst eyjanna, hólótt og mishæðótt. Þar er mesta hæð yfir sjó 32 metrar. Hamrar eru sumstaðar með sjó fram. 1 þeim vex talsvert af sæhvönn (Haloscias scoticum). Vesturhluti eyjarinnar er nærri skilinn frá þeim eystri og tengir þá aðeins mjótt eiði. Þar og víðar í fjörusandinum vex mikið af blálilju til mikillar prýði. Af fremur fágætum jurtum má auk sæhvannar- innar nefna strandsauðlauk (Triglochin maritima), gulbrá (Mat- ricaria suaveolens), kattarjurt (Rorippa islandica), laugabrúðu (Callitriche stagnalis), þistil (Cirsium arvense), Icrossgras (Se- necio vulgaris) og akur-tvítönn (Lamium purpureum), sem virð- ist orðin algerlega ílend. Gulbráin nemur stöðugt nýtt land. 1 Reykjavík er hún mjög algeng, t. d. á Melunum. Einnig er hún komin til Grindavíkur, Eyrarbakka, Stokkseyrar, Vestmanna- eyja, Borgarness og Akureyrar. Varp er ennþá í Viðey og Engey og auka fuglarnir gróðurmagn moldarinnar. Eyjarnar eru al- grónar og ber mest á túngróðri, mólendisjurtum og mýrgresi. Strandgróður er töluverður, en kvistlendi vantar algerlega. Gróð- ur er eðlilega fjölbreyttastur í Viðey, þar sem hún er breytileg- ust að landslagi. Þar fann ég 125 tegundir jurta. Samtals sá ég 132 tegundir í öllum eyjunum, og má vera að fleiri finnist, ef vel er athugað. í gróðurskránni, sem hér fer á eftir, verða nú fyrst taldar þær tegundir, sem vaxa bæði í Engey og Viðey, og er x sett aftan við nafn tegundarinnar hafi ég einnig fundið hana í Effersey. Gróðurskrá. Tungljurt (Botrychium lunaria). Mosajafni (Selaginella selaginoides)x Klóelfting (Equisetum arvense).x Mýrasauðlaukur (Trig-lochin palu- Mýrelfting (Equisetum palustre). stris).x Vallelfting (Equisetum pratense). Lindasef (Juncus bufonius).x

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.