Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 24
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
III1111111111111111111111111111111111111111II111111111111111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIIII
Allar þær tegundir, sem nú hafa verið taldar, 89 að tölu, vaxa
bæði í Viðey og Engey, og 61 þeirra einnig í Effersey. En í Eff-
ersey vex þar að auki strandsauðlaukur (Triglochin maritima),
en hann hef ég ekki fundið í hinum eyjunum. Tvær tegundir:
vatnsnál (Scirpus palustris) og kattarjurt (Rorippa islandica)
vaxa bæði í Engey og Effersey, en ekki í Viðey. Þá fann ég fjór-
ar tegundir aðeins í Engey, en þær eru þessar: Vatnsnarfagras
(Catabrosa aquatica), brenninetla (Urtica urens), lónasóley (Ba-
trachium trichofyllum) og þistill (Cirsium arvense). Verða þá
alls 95 tegundir í Engey, en 64 í Effersey. Loks fann ég 36 eftir-
taldar tegundir aðeins í Viðey:
Tóugras (Cystopteris fragilis).
Móasef (Juncus trifidus).
Hrossanál (Juncus balticus).
Hrafnafífa (Eriophorum Scheuch-
zeri).
Klófífa (Eriophorum polystachium).
Mýrafinnungur (Scirpus cæspitosus).
Þursaskegg (Kobresia Bellardi).
Slíðrastör (Carex sparsiflora).
Hárleggjastör (Carex capillaris).
Blásveifgras (Poa glauca).
Háliðagras (Alopecurus pratensis).
Fjallafoxgras (Phleum alpinum).
Melur (Elymus arenarius).
Hálmgresi (Calamagrostis neglecta).
Brönugrös (Orchis maculatus).
Barnarót (Habenaria viridis).
Hundasúra (Rumex acetosella).
Naflagras (Koenigia islandica).
Ólafssúra (Oxyria digyna).
Músareyra (Cerastium alpinum).
Holurt (Silene maritima).
Lambagras (Silene acaulis).
Laugabrúða (Callitriche stagnalis).
Helluhnoðri (Sedum acre).
Þúfusteinbrjótur (Saxifraga groen-
landica).
Hrútaberjalyng (Rubus saxatilis).
Mjaðurt (Filipendula ulmaria).
Ljónslappi (Alchemilla alpina).
Sæhvönn (Haloscias scoticum).
Blóðberg (Thymus serpyllum).
Blókolla (Brunella vulgaris).
Akurtvítönn (Lamium purpureum).
Gullvöndur (Gentiana aurea).
Horblaðka (Menyanthes trifoliata).
Vallhumall (Achillea millefolium).
Krossgras (Senecio vulgaris).
Hér eru þá taldar 125 tegundir, sem vaxa í Viðey, en 132 í öll-
um eyjunum þremur. Til samanburðar má geta þess, að á Sel-
tjarnarnesi, talið að Fossvogslæk, vaxa um 180 tegundir. Er eink-
um mýrargróðurinn fjölskrúðugri þar en í eyjunum. Annars má
gera ráð fyrir því, að gróðurinn á þessum slóðum taki miklum
breytingum í náinni framtíð vegna vaxandi ræktunar landsins.
Ingólfur Davíðsson.