Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 26
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimt
Að loknum þessum tilraunum var fengin vissa fyrir því, að
hægt er að hafa rjúpur í búrum og rækta þær sem aðra alifugla.
Rjúpurnar virtust strax á fyrsta ári una vel hag sínum og tímg-
ast, en rjúpan er gæfur fugl að eðlisfari, svo sem kunnugt er.
Tilraunir með útungun á eggjum voru gerðar með þremur
mismunandi aðferðum:
1. Eðlileg útungun á 49 eggjum. Af þeim urðu 45 frjó, en
ungarnir 40, eða 88,9 af hundraði af þeim eggjafjölda, sem
látinn var útungast á þennan hátt.
2. Einnig voru gerðar tilraunir með að láta hænur unga út
á mismunandi hátt; ungafjöldinn úr eggjunum, þar sem þessi
aðferð var notuð, var að meðaltali 60—80,2 af hundraði.
3. Enn fremur voru eggin látin útungast í venjulegum út-
ungunarvélum, sem upphitaðar voru. Mismunandi hitastig og
loftraki var hafður í öllum vélunum meðan verið var að unga út.
— Þessi síðastnefnda útungunaraðferð reyndist mjög misjöfn.
Bezta útkoman varð 52,2 af hundraði. Með þessari aðferð kom
skýrt í ljós, hvernig meðferð þarf að hafa á eggjunum þann tíma,
sem þau liggja í útungunarvélinni, t. d. hitastig og loftraki. Ann-
ars virðist það ekki vera erfiðleikum háð, að unga út rjúpna-
eggjum á þennan hátt.
Mestir erfiðleikar hafa verið í því f ólgnir, að leysa þann vanda,
hvaða fæðutegund væri heppilegust fyrir ungana fyrsta hálfa
mánuðinn, þó sérstaklega fyrstu vikuna, eftir að þeir komu úr
egginu. Eftir þann tíma eru mestu erfiðleikarnir yfirunnir, og
ungarnir vaxa þá vel og verða hraustir. Mestur dauði á ungum
varð fyrstu vikuna, en orsök þess var óheppileg fóðurnotkun,
sem nánar kom í ljós þegar rannsökuð voru meltingarfærin.
Sérstaklega er því lögð mikil rækt við að rannsaka hvaða fóður
og fóðrunaraðferðir muni vera æskilegust fyrstu vikuna, sem
fuglinn lifir. Þegar þetta verkefni hefir verið leyst, en það virð-
ist nú vera langt komið, eru miklir möguleikar til þess, að hægt
sé að ala upp rjúpur í stórum stíl.
Fóðrun og meðferð á fullvöxnum rjúpum virðist ekki vera
neinum vandkvæðum bundin lengur. Þau búr, sem notuð voru í
fyrstu, reyndust ekki að öllu leyti heppileg, en nú hefir þeim
verið breytt þannig, að fuglinum virðist líða betur, og starfið
auðveldara fyrir þann, sem vinnur að þessu. Eftir þær breyting-
ar, sem gerðar voru frá því á fyrsta ári tilraunanna, er búið nú
að mörgu leyti líkt nýtízku hænsnabúi.