Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 28
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllltlllll
Hér er því sennilega um verkefni að ræða, sem líklegt væri til
að geta borgað þá fyrirhöfn, er sá þyrfti að leggja á sig, sem
fyrstur byrjaði á því að rækta rjúpur á íslandi.
Skúli Pálsson.
Randafluga.
1 2. hefti Náttúrufræðingsins þetta ár er lítil grein um „randa-
flugubú“ á Reykjum í Hjaltadal. Það er auðséð á frásögninni,
að skordýrið, sem talað er um, er sú býfluga, sem á dönsku er
kölluð ,,Humlebi“, en á íslenzku villibýfluga eða hunangsfluga
(Bombus jonellus), og þess vegna bætir útgefandinn þessu við:
„Þetta hefir ekki verið randafluga, heldur villibýfluga“. En
það er nú svona og svona með þessi nöfn. Satt er það, að B o m -
bus jonellus er eina skordýrategundin af býflugnaættum,
sem til er á íslandi, og er því leyfilegt að kalla hana villibý-
flugu, eins og útgefandinn gerir, eða hunangsflugu (sbr. „Fíf-
ill og hunangsfluga“ hjá Jónasi Hallgrímssyni), en þó fyndist
mér síðara nafnið betra, þar sem hér er að ræða um einu „flug-
una“ á íslandi, sem framleiðir hunang og vegna þess að hún
er lítið skyld býflugunni, sem ræktuð er í útlöndum. Á hinn
bóginn er það ekki skakkt að kalla hana randaflugu, því að
þannig er hún nefnd í sveitum landsins, t. d. í Skagafirði, þar
sem ég hefi heyrt það nafn á henni hvað eftir annað. Þess er
einnig að gæta, að sú flugutegund, sem bezt ætti að verðskulda
heitið ,,randafluga“ (Helophilus pendulus. Sbr. Lindroth: In-
sektenfauna Islands), er lítið þekkt í landinu. Hún er sjaldgæf
og sést rétt við og við, helzt nálægt laugum, og mætti því telja
frekar ólíklegt að íslenzka nafnið hefði einmitt festzt við hana
einnig, þegar tekið er tillit til þess, að einungis fá íslenzk skor-
dýr eiga nöfn á málinu. Sjálfur hefi eg aldrei heyrt þá tegund
nefnda randaflugu. Lindroth virðist vera sá fyrsti, sem festir
það nafn á henni á prenti, en Mohr (1786) notar nafnið um
aðra tegund, þó skylda þessari. Flugur þessar eru báðar rönd-
óttar, ,eins og líka hunangsflugan, en vegna þess að hún er miklu
algengari en hinar báðar finnst mér hún eiga þetta nafn til
skiptis við „hunangsfluga", enda er það siður að kalla hana