Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 30
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiimHimimiiiiiiiiiiuiiiiimiiii!
til sölu, væru falar. Einnig hefir sá sami ritað auglýsingar um
rjúpnaveiði, og látið frá sér fara ýmislegt annað skemmtilegt.
Væri vel, að ríkið heiðraði þennan mann á viðeigandi hátt fyrir
óvenjuleg ritstörf, t. d. með ókeypis húsnæði og fæði, og hefir
margur síður unnið til. Á. F.
Fiðrildi.
Hr. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi sendi mér vængi af stóru
fiðrildi, og gat þess til að þarna væri um erlendan flæking að
ræða. Lýsir hann því þannig:
„Það var allstórt fiðrildi, um 22 mm á lengd, og fannst um
mánaðamótin ágúst—september (1939) í einni af norðlægustu
sveitum landsins, Núpasveit í N.-Þingeyjarsýslu. Grunnlitur
vængjanna var gulur, framvængirnir dökkgulir, en afturvæng-
irnir ljósgulir. Á miðjum framvængjunum var svartur, nýrlaga
blettur, en á faldi (afturrönd) afturvængjanna svört ræma, og
sáust vængtaugarnar í gegnum hana. Kögrar vængjanna voru
rauðleitir og framvængirnir mjórri en afturvængirnir. Fiðrildi
þetta var hið glæsilegasta að útliti og vakti strax á sér athygli
vegna sterkra lita afturvængjanna og stærðar sinnar. Það var
með afbrigðum vel fleygt“.
Fiðrildi þetta, sem á latínu nefnist Agrostis pronuba, er íslenzkt
að ætt og uppruna, þótt stórt og lögulegt sé, en margir, sem finna
það, halda að það sé útlent. Á. F.