Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 9
ORKIDEU-RÆKT 119 Sérkennilegt fyrir orkideumar er það, að þær hafa 3 bikarblöð, og aðeins 3 krónublöð, en eitt þeirra er öðmvísi í laginu en hin, mynda vör, sem venjulega er dekkri á litinn en hin blöðin. Á öllum orkideum er fræni og stíll vaxið saman, svo að stílsúla (columna) myndast, en frjókornin (pollen) loða saman í lítilli hirslu, venjulega fremst eða til hliðar á súlunni. Stundum framlengist vörin aftur á við, þannig að eins konar spori myndast, sem myndar poka, sem hunang safnast í. Á Angraecum sesquipedale, sem vex á Madagaskar, verður þessi spori yfir fet á lengd, allt upp í 40 cm. Til er saga um sporann á þessari orkideu og Charles Darwin, sem ekki má gleymast, því að hún sýnir, hve glöggur maður Darwin hefur verið. Eins og kunnugt er, skrifaði Darwin mjög merkilegt verk um frjóvgun orkideanna (On the ferti- lization of Orchids). Þegar hann sá Angraecum Sesquipedale, með sín- um feiknalanga spora, sagði hann, að á þeim slóðum, þar sem þessi planta vex, hlyti að vera til melfluga, sem hefði svo langa tungu, að hún næði niður í botn á sporanum. Þetta fannst mönnum býsna fjarstætt, að til gæti verið melfluga með allt að 40 cm langri tungu. Enginn þekkti slíkt dýr þá, og fáir trúðu því, að það gæti verið til. En mörgum árum seinna fannst það. Darwin hafði réttilega séð, að blómið gat ekki frjóvgazt með öðru móti en þessu. Helztu tegundir Af öllum þeim mikla fjölda tegunda, sem til eru af orkideum, eru tiltölulega fáar ræktaðar sem verzlunarvara, en margar aðrar eru mjög fallegar og eftirsóttar af þeim, sem rækta orkideur sér til gamans. Hér verður aðeins getið helztu og þekktustu tegundanna, aðallega þeirra, sem mest eru ræktaðar til sölu. 1. Cattleya. Þegar almenningur talar um orkideur eiga flestir við þessa tegund. Hún er af mörgum talin fegurst allra blóma. Krónu- blöðin geta verið hvít, bleik eða rauðbleik, en vörin sker sig venju- lega úr með dekkri lit, oft rauð og gul eða dökkrauð-bláleit. Þessi blóm geta orðið 10—12 cm í þvermál. Oft tindra krónublöðin eins og þau væru samsett af örlitlum kristöllum, margir mundu segja gimsteinum. Yfirleitt halda blómin sér lengi eftir að þau eru sprung- in út, svo að kona, sem fær fallega Cattleyu í barminn, getur oft notað hana meira en eitt skipti. Þessi tegund á heima í Suður-Ameríku, aðallega í Brasilíu, Colum- bíu og Venezuela, en einnig í Mið-Ameríku. Cattleya gigas, sem er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.