Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 10
120
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
stærst af öllum, og C. Dowiana, sem er einna allra fegurst, eru báSar
upprunnar frá Costa Rica. C. labiata, C. Warneri og C. Trianae, sem
hafa verið einna mest eftirsóttar, vegna fegurðar, eru allar frá Bras-
ilíu. C. Mendeli á heima í Columbíu og C. Mossiae og C. Gaskelliana
í Venezuela. Aðrar tegundir eru minni, en líka fallegar, hver upp á
sinn máta, svo sem C. Bowringeana, C. bicolor, C. citrina, C. Skin-
neri„ C. Schröderae o. fl.
Allar þessar tegundir eru frá hitabeltislöndum og vaxa bezt við
20—30 stiga hita á daginn og 15—20 stig að nóttunni.
2. Laelia. Þessi tegund er mjög lík Cattleya, svo að sumt, sem nú
er kallað Laelia, var áður nefnt Cattleya. Það, sem skilur á milli
flokkanna, er það, að Cattleyae hafa 4 pollenkorn, en Laeliae 8.
Laeliae eiga aðallega heima í Brasilíu og Mexico. Þær hafa lengi
verið notaðar til skrauts, og þegar Cortez réðst inn í Mexico, dáð-
ust menn hans að blómaskrauti landsmanna, því að svo fagra garða
höfðu þeir aldrei séð. Af lýsingum þeirra á blómunum má kenna
ýmsar Laeliutegundir.
Fyrst verður að telja Laelia purpurata, sem á heima í Brasiliu.
Þar er hún talin drottning allra blóma. Hún er ræktuð í mörg hundr-
uð afbrigðum í Brasilíu, og verður flestum að orði, er þeir sjá fallega
Laelia purpurata, að fegurra blóm hafi þeir aldrei séð. Krónublöðin
eru venjulega mjallahvít, vörin mjög stór, purpurarauð. Falleg L. pur-
purata er svo falleg, að engin orð og engin mynd, ekki einu sinni
litmynd, getur gefið þeim, sem ekki hafa séð hana, rétta hugmynd
um fegurð hennar.
önnur tegund, sem líka vex i Brasilíu, er L. tenebrosa, með brún-
leitum blöðum og dökkrauðri vör og er blómið álíka stórt og á L.
purpurata, ca. 8—10 cm í þvermál. Af mexíkönsku tegundunum má
sérstaklega nefna L. majalis, L. Gouldiana, L. anceps og L. pumila.
Sameiginlegt með öllum Cattleyae og Laeliae er það, að í náttúr-
unni vaxa þær einlægt uppi í trjám og oft á trjástofnum, sem eru
fallnir og dauðir. 1 skógunum er erfitt að ná til þeirra vegna þess,
að þær sitja oft hátt uppi í trjánum, þar sem greinarnar kvíslast,
og teygja sig þar upp í sólina. En trén í frumskógunum eru stór og
fyrir ofan þær er venjulega mikið lauf, sem gefur þeim skugga með-
an sólin er hæst á lofti. Rætur þeirra eru því ekki í neinni mold,
heldur grípa þær utan rnn börk trésins og halda plöntunni þannig
fastri, en margar lafa niður og út í loftið og geta orðið einn til
fleiri metrar á lengd. Ræturnar eru hvítar og gljáandi, gildar eins
og snæri. Að utan eru þær þaktar sérstökum vatnssólgnum frumum,