Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 11
ORKIDEU-RÆKT
121
sem drekka í sig raka loftsins, rétt eins og þær væru úr þerripappir.
Næringu sína fá þær fyrst og fremst úr kolsýru loftsins (plantas ae-
ras), en einnig úr driti fugla og dýra, sem úir af í skógunum, og
berast saurindi þeirra með hinum geisimiklu rigningum, sem eru
daglegt brauð í frumskógunum, þar sem apar, fiðrildi og fuglar halda
sig í efsta lagi skógarins, en þaðan skolast allur úrgangur niður í
neðri lögin, eða réttara sagt miðlagið, þar sem orkideurnar lifa. Við
gerum okkur litla grein fyrir því, hve stórkostlegar rigningarnar eru
í frumskógunum. En svo koma þurrkatímabilin og rignir ekki mán-
uðum saman þann tíma, sem við köllum vetur, en þar er hann líka
heitur. Þá hvíla orkideumar sig, hætta að vaxa og lifa á næringar-
forða sínum, sem þær á rigningatímabiliniu hafa safnað sér. Svo
þegar rigningamar hefjast á ný, vakna þær til lífsins, og áður en
varir brjótast blómin alls staðar út.
3. Cypripedium (Paphiopedilum) eru allt öðmvísi útlits en þess-
ar orkideur, sem nú hefur verið getið. Á þeim eru krónublöðin tvö
vaxin þannig saman, að þau mynda sérkennilega vör, sem lítur út
eins og framparturinn af morgunskó. Englendingar kalla þessa teg-
und líka oft í daglegu tali ladyslipper.
Cypripedium eiga heima í Asíu, einkum Austur-Indlandi, Burma
og Indónesísku eyjunum. Þau em jarðarplöntur, vaxa í mold, eink-
um mýrum og rökum jarðvegi, þar sem mikið rígnir.
Mikill sægur er til af tegundum, sem ræktaðar eru af Cypripe-
dium, ekki sízt vegna þess, hve tiltölulega auðvelt er að rækta þær
og hve mikið þau gefa af sér af blómum, sem t. d. í Þýzkalandi og
Ameríku eru mjög eftirsótt.
Cyprípedium eru sennilega sú ætt orkidea, sem bezt er fallin
til ræktunar í heimahúsum. Þær tegundir, sem hafa dröfnótt blöð,
þurfa meiri hita en hinar, sem em með jafngrænum blöðum og dafna
vel við vanalegan stofuhita, ef þess er gætt að láta plöntuna aldrei
þorna upp. Með góðri ræktun stækkar plantan tiltölulega fljótt og
ber mikið af mjög sérkennilegum og fallegum blómum.
4. Odontoglossum vilja sumir telja fallegasta allra orkideuteg-
unda. Mörg hundruð afbrigði eru til af þessari tegund, sem á heima
hátt uppi í Andesfjöllunum, í Columbia og Perú aðallega. Þar er
svo kalt, að oft stappar nærri frosti á næturnar, en á daginn er hit-
inn um 12—15 stig og afarmikið um þokur, rigningar og storma.
Odontoglossum crispum er frægt fyrir fegurð, svo að það skákar flest-
um öðrum orkideutegundum, en margar aðrar skipa þar einnig háan
sess. Sem dæmi þess, hve mikils virði þessar plöntur eru á markaðin-