Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 5
Ndttúrufr. - 41. árgangur - 3.-4. hefti - 129—192. siöa - Reykjavik, april 1972
P. Locher og A. Binder:
Hitakærir þelingar í hverum á Islandi
Andrés Binder og Peter Locher eru svissneskir stúdentar við tækniháskólann
í Zúrich. Námsgrein þeirra er líffræði, nánar tiltekið „Molekularbiologie und
Biophysik". Þeir kornu til íslands til þess að rannsaka gróður í hverum, aðal-
lega blágræna þörunga og sérstaklega frá lífefnafræðilegu sjónarmiði. Nú hafa
þeir, A. Binder og P. Locher, samið ítarlega skýrslu á þýzku um þessar rann-
sóknir sínar, og er það útdráttur úr lienni, sem hér birtist. ILefur skýrslan svo
mikinn fróðleik að geyma unr íslenzka liveri, að sjálfsagt þótti að kynna helztu
niðurstöður hennar liér á landi. Uppdrætti og ljósmyndir gerðu höfundarnir.
Útdráttinn gerði dr. Sigurður Pétursson.
Tilgangur rannsóknanna
Verkefnið, sem hér er um að ræða, er fólgið í rannsóknum á
hitakærum lífverum í hverum á íslandi, í þeim tilgangi að vinna
úr þessum lífverum hitaþolin eggjahvítuefni (Prótein) og hitaþolna
gerhvata (Enzym). Vitað er, að í hverum á íslandi finnast bæði
hitakærir blágrænir þörungar og hitakærir gerlar. Skyldi nú rann-
sakað undir hvers konar kringunrstæðum þessar lífverur vaxa þarna
og tímgast, vatnið í lrverunum rannsakað og gerð hveranna, og
rakin áhrif lrinna ýmsu þátta á lifnaðarhætti þessa gróðurs.
G. H. Schwabe (1) befur greint frá blágrænum þörungi (Mastigo-
cladus laminosus), sem vex í hverum á íslandi við 60°C svo að
segja hreinræktaður. Telur liann þessa tegund hafa grundvallar-
stöðu í kerfi blágrænna þörunga. Er hún ein af þeirn fáu hitakæru
blágrænu þörungum, sem tillífa óbundið köfnunarefni. Þar sem
ennþá er ekki þekkt nein aðferð til þess að rækta þennan þörung
í rannsóknastofum í verulegu magni, var nú gerð tilraun með að
rækta hann úti í náttúrunni, þ. e. við hver á íslandi.
Bott og Brock (2) hafa lýst þráðlaga gerlum (Flexibacteria), sem
vaxa í Yellowstone-Park við allt að suðuhita. Rannsakað var nú,
hvort á íslandi fyndust lífverur við svo háan hita.
9