Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 28
148 N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN við halarótina. Yfirborð kuðungsins með grófum þvergárum og eru gárarnir á þrem- ur neðri vindingunum misgildir þannig, að annar livor gári er mjög grannur og lítt áberandi með berum augum séð. Tvö eintök þessarar tegundar komu í botnvörpu á rannsóknaskipinu Bjarna S;e- mundssyni 6. apríl 1971. Annað eintakið var stórlega gallað, en á hinu var aðeins brotið ofurlítið tir útrönd munnans. Hvor- ugur kuðungurinn var með dýrinu í, en skelin þó fersk að útliti. Hæð meira gall- aða eintaksins var 47 mm og breiddin 21 mm, hitt var 58 mm á hæð og 25 mm á breidd. Staðurinn þar sem tegundin veidd- ist var á 63°00' N 23°37' V, dýpi 780- 840 m. Bleikikóngur hefur áður fundizt við Sval- barða á 2—255 metra dýpi og á líku dýpi við Labrador, við St. Lawrence-flóann og í Juan de Fuca-sundi, sem gengur inn úr Kyrrahafi. 5. mynd. Bleikikóngur (6). Sipho hirsutus (Jeffreys). Hærukóngur. Tegund þessi er fremur lítið þekkt. Svipar henni mest til bárðar- kóngs (S. togatus), en vindingarnir eru flatari og þverrákirnar á yfirborði kuðungsins hvassari og meira samkynja að titliti. Langrákir greinilegar, svo að skel kuð- ungsins verður rúðumynstruð. Hýðið trefjað, gulbrúnt að lit með þéttstæðum stinnum hár- um. Yfirborð lokunnar með fellingum. Eitt lifandi eintak hærukóngs veiddist í botn- vörpu á b/v Hafþóri við Langanes 13. júní 1968 á 66°40' N 13°50' V, dýpi 146—165 m. Hæð kuðungsins 5,9 cm og breidd 2,5 cm. Tegundin var áður kunn lrá Svalbarða og af 1112 m dýpi í grennd við Færeyjar. fi. mynd. Hœrukóngur (I).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.