Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 30
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN m dýpi. Nánari rannsókn þessarar undirtegundar gæti e£ til vill leitt til þess, að réttmætast teldist að skoða hana sem sjálfstæða tegund. Nökkvar Loricata Flekkunökkvaætt Lepidochitonidae Lepidochiton cinereus (L.) Víkurnökkvi. 1970 fékk ég til ákvörðunar nökkva, sem talið var að fundizt hefði í innanverðum Eyjafirði. Við athugun kom í ljós, að tegund þessi hafði ekki áður fundizt hér við „ —land. Hið fundna eintak (þurrkað) er 10 mm á lengd og 6 mm á breidd. Skeljarnar eru fremur rislitlar og lítið gljáandi, og virðist yfirborðið (án stækkunar) vera slétt. En sé það stækk- að 12—25 sinnum, kemur í ljós, að það er sett þéttstæðum kornum, að mæninum undanskildum, en hann er alveg sléttur. Mænihorn eru lítið áber- andi. Þakhyrnur ógreinilegar. Litur- inn rauðgulur á íslenzka eintakinu. Annars er litur tegundarinnar breyti- legur — er oft blendingur af gulu, rauðbrúnu og grænu. Möttulfaldur í breiðara lagi, fínkornóttur. Tegundin hefur fundizt við strend- ur Noregs, við Færeyjar og við Bret- landseyjar, svo og við austurströnd Norður-Ameríku. Annars hefur víkur- 2 mrn nökkvanum oft verið ruglað saman 9. mynd. Vikurnökkvi (5). við breiðnökkva (Lepidopleurus asella Spengler), svo að sumir uppgefnir fundarstaðir þessarar nýju tegundar geta orkað tvímælis. Umrætt eintak er varðveitt í Náttúrugripasafninu á Akureyri. - », | 1 --...............- - ---

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.