Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 12
12 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hinn 1. febrúar sl. var í fyrsta sinn í sögu Íslands skipuð ríkisstjórn þar sem fjöldi karla og kvenna var jafn, fimm konur og fimm karlar. Ríkisstjórnin reyndist enda svo vinsæl að eftir þingkosningar 25. apríl sl. var hún orðin meirihluta- stjórn. Því miður urðu úrslit stólaleiksins eftir kosningar þau að ráðherrum var fjölgað og af einhverjum ástæðum þurfti að finna sæti handa fleiri karlmönn- um en konum, þannig að núna eru sjö ráðherrar karlar en fimm konur. Þetta verða að teljast nokkur vonbrigði. Í sjálfu sér ætti að vera aug- ljóst hvers vegna jafnréttis- sinnar eru vonsviknir en eigi að síður er rétt að segja það fullu fetum: Jafnréttissinnar trúa vissulega ekki á samfélag þar sem alltaf og alls staðar er sami fjöldi karla og kvenna í öllum störfum. Þar verður að láta sér nægja lágmarks hlutfall, t.d. 40% af hvoru kyni um sig. Á hinn bóginn var skipun ríkisstjórnar þar sem hlutföll kynjanna voru 50% táknræn aðgerð og slíkar aðgerðir skipta máli þegar verið að endurreisa Ísland úr rústum ójafnaðar stefnunnar. Það er jafn- framt táknrænt að þetta skyldi ekki ganga nema í þrjá mánuði og bendir til þess að vegurinn fram undan sé langur. Í febrúar sendu stjórnarflokkarnir skýr skilaboð í jafnréttismálum en í maí eru skilaboðin orðin hálfvolg. Það er ekki breyting til batnaðar. Á 21. öld ætti umræða um kynjakvóta að vera óþörf og úrelt en hún er það ekki; hin sorg- lega staðreynd er sú að alls stað- ar í íslensku samfélagi hallar á konur. Þær hafa minni atvinnu- tekjur, rétt rúmlega 60% af tekj- um karla, og í kapítalísku sam- félagi merkir það að völd þeirra eru jafnframt minni en völd karla. Stjórnmálin eru einungis eitt svið þessa misréttis; það er ennþá meira innan fyrirtækja og þá sérstaklega stærri fyrirtækja. Útrásarvíkingarnir voru upp til hópa karlkyns á meðan íhalds- stjórnirnar sem hvöttu þá áfram höfðu þó eina og eina konu innan raða sinna. Núna er komin til valda ríkisstjórn sem vill útrýma meinsemdum hins gjaldþrota ójafnaðarsamfélags. Leiðrétting á misjafnri stöðu kynjanna er afar mikilvægur hluti af því ferli þótt það séu mun fleiri hlutir sem einnig þarf að breyta. Auðvitað mun leiðrétting kynjahalla vekja andstöðu. Orð- ræða þenslu- og veltiáranna lifir enn, að einhverju leyti innan stjórnarandstöðunnar á Alþingi en þó enn frekar í heimi fjöl- og margmiðla. Þar viðgengst ennþá að tala um öfgafeminista, talibana og for- ræðishyggju þegar reynt er að leiðrétta valdahlutföll kynjanna í samfélaginu. Umræða um öfga- feminisma er þó ekki rökrétt því að jafnrétti getur aldrei verið of mikið. Feminismi og aðrar jafnréttisstefnur snúast ekki um öfgar heldur réttlæti. En í sam- félagi þar sem misrétti viðgengst er auðvelt að stimpla allra jafn- réttisbaráttu sem öfgar. Þannig er hægt að gera réttlæti að frá- viki en varðstöðu um ríkjandi ástand að viðmiði. Því miður má ennþá sjá því haldið fram sem rökum gegn kynjakvótum að „hæfustu ein- staklingarnir“ eigi að vera við völd. En það er einmitt hið kerfis- bundna kynjamisrétti sem kemur í veg fyrir að svo sé. Ef fólki væri ekki mismunað vegna kyn- ferðis í íslensku samfélagi væru jöfn hlutföll kynjanna í ríkis- stjórn og á öllum öðrum sviðum. Sú staðreynd að svo hefur ekki verið bendir til þess að ójafnvægi ríki í samfélaginu sem kemur í veg fyrir að hæfileikar allra fái að njóta sín. Núna er orðræða íhaldsstefnu og nýfrjálshyggju á undanhaldi og komin til valda öflug umbóta- og framfarastjórn. Stjórn sem hefur vilja til að breyta og það langtímamarkmið að útrýma misrétti í samfélaginu. Það gefur auga leið að slíkri stjórn ber beinlínis skylda til að beita til þess að markvissum aðgerð- um og vinna jafnframt hratt og örugglega. Það þarf ekki ein- ungis að leiðrétta stöðu kynj- anna hjá ríkinu heldur á öllum sviðum samfélagsins. Sérstak- lega er mikilvægt að leiðrétta hallann innan viðskiptalífsins og þar þarf að senda skýr skilaboð. Einhver staðar þarf að byrja og það hefði verið kjörið tækifæri að gera það við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það væru röng skilaboð af nýjum stjórnarmeiri- hluta að segja að jafnréttið eigi að koma á morgun. Þvert á móti er tími jafnréttis kominn núna. Ekki á morgun heldur í dag. Ríkisstjórn jafnaðar? SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Jafnréttismál Feminismi og aðrar jafnréttis- stefnur snúast ekki um öfgar heldur réttlæti. En í samfélagi þar sem misrétti viðgengst er auðvelt að stimpla alla jafn- réttisbaráttu sem öfgar. G osskattur heilbrigðisráðherrans hefur valdið mörg- um hugarangri. Í þessari litlu skattlagningu á sæt- meti sem framleitt er í verksmiðjum og á heimilum landsins felst að viti margra mikilvæg skerðing á lýðréttindum. Þar sé seilst enn í átt til forræðis- hyggjunnar og spurt er eðlilega hversu langt löggjafarvaldið sem aumur þjónn framkvæmdarvaldsins á nú að ganga í því sem samkvæmt pólitískum kokkabókum er kallað að hafa vit fyrir fólkinu. Og mörgu er saman að jafna: hertri og mjúkri fitu, tóbaki og áfengi; allskyns vörur sem fólk leggur sér til munns eru sannarlega samkvæmt vestrænni þekkingu, víðtæk- um rannsóknum, óhollusta. Og því miður er regluverk okkar ekki í fullu samræmi: margt sem er óhollt er leyft, annað bann- að eða takmarkað. Ef litið er á björtu hliðarnar og umræðan skoðuð í ljósi vax- andi birtu og sumargleðinnar sem nú fer heit um allt þjóðfélagið, má spyrja: er auðfengið sætmeti sem ekki má skattleggja nú ekki frestun á skattheimtu sem um síðir verður að fylgja fram? Sá sem gúffar sig út í dag á skattlausu sætmeti mun um síðir leggjast með fullum þunga á samfélagið sem sjúklingur og þá verður að greiða niður þann kostnað sem sætamaukið hefur valdið honum. Að ekki sé talað um félagslega kostnaðinn. Um öll Vesturlönd fitnar fólk meira en góðu hófi gegnir. Við þurfum ekki að líta til Noregs þar sem sykurskatturinn er gildur: í Bretlandi ræddu stjórnvöld fyrr á þessu ári í alvöru hvernig spyrna mætti gegn yfirvofandi samfélagslegri hættu af ofáti fitu og sykurs sem mun valda ómældum þjáningum neytenda og vaxandi samfélagslegum kostnaði. Frelsið til að éta sykur er á kostnað annarra – á endanum. Sykurvæðing í manneldi er allsráðandi: ekki þarf annað en líta til innlendra mjólkurafurða sem eru fáar án sætuefna. Mjólkursamsalan er enda sögð mesti sykurinnflytjandi í land- inu og hafa menn haft á orði að einkennisstafir hennar, MS, standi í raun fyrir mjólk – og sykur. Meðalhófið er best en því miður hefur langvinnur áróður fyrir hollari matarvenjum, víðtæk kynning á því hvað sykur og fita er mikil óhollusta, ekki komið í veg fyrir að offita er vaxandi vandamál hér eins og víðar. Sykuruppnámið nú og gosskatturinn komast í fréttir og umræðu nú fyrir viðvaranir tannlækna vegna vaxandi skemmda í tönnum barna sem vilja ná samningi við ríkið um tanneftirlit og viðgerðir á orðnum skemmdum. Og hvað svo: byrjendanámskeið fyrir foreldra í tannþrifum, endurmennt- un fyrir þá sem bera ábyrgð á tannskemmdum barna sinna, ókeypis dreifing á tannburstum, tannþráðum og tannkremi? Og hvað myndu andstæðingar forræðishyggjunnar segja þá? Menn geta ekki í einu orði þusað yfir gosskatti og í hinu litið hjá skaðanum sem sykur veldur – og skattfénu sem eytt verður í náinni framtíð til að bæta þann skaða. Það er ábyrgðarlaust og vanhugsað lýðskrum. Gosið í sykurumræðunni hefur þann kost að það gefur okkur í fásinni sumarsins tækifæri til að skoða og spjalla um hættur þeirrar velmegunar sem við höfum vanist um langt skeið og reynist okkur á endanum svo hættusöm. Sykrar þú rjómann, maður! Mjólk og sykur PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Er velferð barna í borginni tryggð? UMRÆÐAN Þorleifur Gunnlaugsson skrifar um hag barna Upplýsingar frá Barnaverndarstofu um að Barnavernd Reykjavíkur sé vanhald- in í stöðugildum og standi að því leyti senni- lega verr en barnaverndarnefndir annarra sveitarfélaga veldur þungum áhyggjum. Finnar sem horfa sakbitnir um öxl þegar rætt er um barnaverndarmál geta þó státað af því að hafa um áratuga skeið veitt gjald- frjálsar skólamáltíðir. Fram hefur komið að þeim börnum fjölgar í Reykjavík sem sökum efna- hags geta ekki greitt fyrir skólamáltíðir. Tannlækningar og forvarnir tengdar þeim eru gjaldfrjálsar á Norðurlöndum fyrir öll börn. Skóla- tannlækningar lögðust smám saman af á Íslandi frá 1992 til 2002. Fram hefur komið að tannheilsa fjölda barna er mjög slæm en langar biðraðir eru þegar Tannlæknafélagið býður upp á gjaldfrjálsa þjónustu á neyðarvakt sinni og lítill vafi er á að þarna kemur fátækt við sögu. Í kreppu sem þeirri sem við horfum nú upp á eru því miður auknar líkur á upplausn heimila og vandamála sem fylgja fátækt, vonleysi og uppgjöf. Börn frá þessum heimilum er það nauðsynlegt að fá að njóta veru í leikskólum og á frístundaheimilum en eðli málsins sam- kvæmt er þeim þó hættast við að missa af þessu vegna efnahags foreldranna. Undritaður hefur í tvígang fengið þetta mál rætt í borgarráði og bókaði á síðasta fundi ráðsins að „í ljósi þessara upplýsinga telur fulltrúi VG í borgarráði það einboðið að auk almennra aðgerða til aðstoðar verst settu heimilunum verði þegar fjölgað stöðu- gildum í Barnavernd Reykjavíkur, hafið eftirlit með tannheilsu barna í skólum og það tryggt að öll börn fái notið skólamáltíða án tillits til efna- hags“. Í þessu skyni leggja fulltrúar VG fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn í dag: „Borgarstjórn samþykkir að skipa aðgerðahóp sem hafi það hlutverk að gera aðgerðaáætlun sem tryggi velferð barna í borginni eins og kostur er. Hópinn skipi fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Höfundur er borgarfulltrúi VG. ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Málamyndamessa Unnur Brá Konráðsdóttir, nýbakaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar pistil á vefritið AMX um þá þingmenn sem mættu ekki í messu í Dóm- kirkjunni, eins og venja er í upphafi þings. Unni Brá þykir þetta snautleg framganga af hálfu þingmannanna, það sé öllum hollt að eiga kyrrláta stund í sameiningu áður en þingstörf hefjast enda hafi messan ekkert með trúarskoðanir þingmanna að gera. „Athöfnin snýst einmitt ekki um sannfæringu þingmanna eða sérhagsmuni heldur virðingu Alþingis,“ skrifar Unnur Brá. Með því að mæta í messu við þingsetningu sýni maður sögu íslensku þjóðarinnar virðingu. Biblían og sannfæringin Virðing Unnar Brár fyrir sögu þjóðar- innar er sannarlega til fyrirmyndar en ekki er víst að heitum trúmönnum þyki viðhorf Unnar til marks um mikla virðingu við trúna. Þeir gætu til dæmis flett upp í Biblíunni og minnt hana á hvað stendur þar um sannfæringuna, til dæmis í Síraksbók: „Haltu fast við sannfæringu þína, ver sjálfum þér samkvæmur í orðum.“ Eða rifjað upp hvað Jesús sagði um hræsnarana: „Þessir menn heiðra mig með vörunum en hjarta þeirra er langt frá mér.“ Kaup kaups Bloggarar og fésbóka- haldarar rýna í úrslit Eurovision-söngva- keppninnar frá ýmsum sjónarhorn- um, til dæmis hvaða ályktanir megi draga af þeirri staðreynd að meðan ESB-þjóðir vermdu sex neðstu sætin tróndu lönd utan ESB-í þeim fjórum efstu, þar á meðal Ísland. Er það ekki til þess fallið að styrkja samnings- stöðu Íslands í fyrirhuguðum aðildar- viðræðum við ESB? Við gætum til dæmis komist að niðurstöðu um að Ísland haldi yfirráðum sínum yfir auðlindum sjávar gegn því að við sjáum öðrum aðildar- ríkjum ESB fyrir pottþéttum Eurovision-slögurum á hverju ári. Með öðrum orðum höldum við hafsbotninum en hin ESB-ríkin halda sig frá botnslagnum. bergsteinn@frettabladid.is ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.