Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.05.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BLÁTT ÁFRAM samtökin standa fyrir ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin í Háskólanum í Reykjavík 19. og 20. maí. Þar verða skoðaðar leiðir sem samfélagið getur farið í til að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Sjá www.blattafram.is. Ásdís Halldórsdóttir byrjaði í fimleikum sex ára, í djassballett upp úr fermingu og síðan hefur hreyfing af ýmsu tagi átt hug hennar allan. Hún fór að kenna leikfimi, eða eróbikk eins og það var kallað, sextán ára og hefur upp frá því kennt á hinum ýmsu námskeiðum, bæði hér heima og erlendis. „Ég starfaði sem einkaþjálfari og leikfimikennari á skemmti- ferðaskipum á árunum 2001 til 2004 og má því segja að ég hafi kennt úti um allan heim,“ segir hún og hlær. „Þegar ég kom heim varð ég mér svo úti um Body Jam- kennararéttindi og fór að kenna í Baðhúsinu.“ Body Jam, sem er upprunnið á Nýja-Sjálandi, er eitt af átta lík- amsræktarkerfum Les Mills og byggir á fjölbreyttum dansrút- ínum í takt við nýja danstónlist. Kerfin hafa náð mikilli útbreiðslu og eru kennd í 12.000 líkamsrækt- arstöðvum í sjötíu löndum. Í tím- unum mætast Broadway-dansar, salsa, latin, hip hop, old school, afró, djass, popp og margt fleira, og hafa þeir að sögn Ásdísar verið afar vinsælir. „Ég fæ senda nýja rútínu á þriggja mánaða fresti en sömu dansar eru kenndir á sama tíma úti um allan heim. Ég er alltaf jafn spennt að fá nýtt prógramm og dansa eins og vitleysingur fyrir framan sjónvarpið í stof- unni til að ná sporunum áður en ég frumflyt þau í tíma. Rútínuna kenni ég svo í nokkrar vikur til að þátttakendur, sem eru á öllum aldri, nái góðum tökum á spor- unum og geti sett í þau meiri kraft.“ Í dag kennir Ásdís Body Jam í Hreyfingu en auk þess átaks- námskeið, pilates og strive. Hún lætur þó ekki þar við sitja og er dugleg að fara út að skokka og þá sérstaklega yfir vor- og sumar- tímann. „Svo er ég alltaf með annan fótinn í afró í Kramhúsinu en ég kynntist afródansi í Gíneu í Afríku árið 2000 og hef verið háð honum síðan.“ vera@frettabladid.is Ekki stoppað frá unga aldri Ásdís Halldórsdóttir byrjaði að kenna leikfimi ung að árum og hefur kennt og þjálfað úti um allan heim. Í dag kennir hún Body Jam og fleira frá morgni til kvölds ásamt því að skokka og dansa afró. Ásdís er nánast alltaf á hreyfingu. Hún kennir fjölbreytta líkamsræktartíma og fer auk þess í afró og út að skokka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval 15% verðlækkun NICOTINELL Mintutyggjó – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út maí 2009 15% verðlækkun LAMISIL ONCE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.