Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 20

Fréttablaðið - 19.05.2009, Síða 20
16 19. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Allt u m músa - gildru r Jæja. Nú verð- um við að setja reglur hérna. Koma hlutunum í fastar skorður! Ekki veitir af! Við förum að sofa klukkan sjö. Á mínút- unni! Gott plan. Þá er hann kominn í koju. Við heyrum í honum ef hann fer að gráta. Barnið fer að sofa klukkan sjö, Jói! Ó! Þegar við leggjum upp í langferðina okkar ættum við að halda okkur mest á litlum sveitavegum. Rétt. Þá sjáum við lands- lagið... og náum sambandi við fólkið, ekki satt. Rétt. Auk þess held ég að þessi bíll nái aldrei hraðanum sem þarf á þjóðveginn. Hárrétt. Jæja Lalli, hvernig gekk í hunda- skólanum? Illa. Það gerði enginn það sem ég sagði þeim að gera. Fjárinn! Hvað? Ég man ekki hvernig maður stafar „hundur“. Prófaðu E-I-E-O-I. Stafar þú „hund- ur“ þannig?? Þannig stafa ég allt. Árangur Jóhönnu Guðrúnar í Moskvu var endanleg sönnun fyrir því að íslenska þjóðin þarf á afrekssafni að halda. Þar yrði safnað saman minningum um helstu sigra þjóðarinnar á erlendri grundu. Í and- dyrinu væri platti þar sem á stæði „Stórasta land í heimi: Velkominn á Silfursafn íslensku þjóðarinnar“. Þegar gestirnir gengju inn væri fyrsta álman tileinkuð „we almost won“-sigrunum. Þar væri auð- vitað að finna hápunkta úr leik Frakka og Íslendinga á Stade de France þar sem íslenska landsliðinu tókst næstum því að leggja heimsmeist- arana að velli. Auðvitað væru líka myndir af Magna Ásgeirssyni og nokkur brot frá frammistöðu hans í Rock Star: Supernova. Svo tæki við „bronsdeildin“ en þar væru meðal annars myndir af Bjarna Friðriks frá Ólympíuleik- unum í Los Angels og Völu Flosa. Stærsta álman, og sú sem við værum langsamlega stoltust af væri „Silfurdeildin“. Þar væri upptaka með þrístökki Vilhjálms Einarssonar í Melbourne árið 1956, mynd- band með söng Selmu Björns frá árinu 1999, klæðnaður hennar yrði kirfilega varðveittur og svo gætu safngestir lært sporin sem frakkaklæddu mennirnir stigu í Jerúsalem. Svo yrði auðvitað glæsilegur safnskápur með Silfurdrengjunum frá Peking, menn gætu mátað búning af Sigfúsi Sigurðssyni og fleira í þeim dúr. Kjóll Jóhönnu Guðrúnar yrði síðan auðvitað á áberandi stað. Síðasta álman væri auðvitað tileinkuð einum glæsi- legasta og eftirminnilegasta sigri íslensku þjóðarinnar; þar væri nefnilega Bermúda- skálin geymd og þar gætu menn lært bros- hernaðartaktana. Íslenska afrekssafnið NOKKUR ORÐ Freyr Gígja Gunnarsson ıwww.itr.is sími 411 5000 Góð hreyfing er lykillinn að góðri heilsu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.