Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 4
4 25. maí 2009 MÁNUDAGUR LÖGREGLAN Innbrotstilfelli voru 22 um helgina hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Brotist var inn í bíla, fyrirtæki og heimahús. Ekki var um nein stórinnbrot að ræða. Mikið hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Meðal annars var brotist inn í menningarmiðstöðina Gerðu- berg í Breiðholti og flatskjá stolið aðfaranótt laugardags um klukk- an þrjú. Einnig var brotist inn í Aktu taktu í Garðabæ, í fyrirtæki á Krókhálsi og í heimahús í Mið- hrauni, Hafnarfirði. - vsp 22 innbrot um helgina: Flatskjá stolið í Gerðubergi SRI LANKA Uppreisnarher Tamíl- tígra viðurkenndi í gær að leið- togi þeirra, Velupillai Prabhak- aran, væri látinn. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að nú syrgi uppreisnarherinn leiðtoga sinn í viku. Eftir það munu þeir beita ofbeldislausum leiðum til að ná fram rétti Tamíltígra. Stjórnarher Srí Lanka sýndi myndir í síðustu viku af líki Prabhakarans. Tamíltígrar neituðu hins vegar að viðurkenna dauða hans fyrr en í gær. - vsp Tígrar játa dauða leiðtoga: Vika í sorg hjá Tamíltígrum VELUPILLAI PRABHAKARAN Myndin er af fyrrverandi leiðtoga Tamíltígra að flytja ávarp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MATUR Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus hafnar alfarið þeirri fullyrðingu Sverris Guðjónsson- ar söngvara, sem fram kom í Rök- stólum Fréttablaðsins á laugardag, að Síríus Konsúm-súkkulaði hafi breyst úr því að vera gæðasúkku- laði í dýrafitubökunarsúkkulaði. Í tilkynningu frá Nóa Síríus segir að Síríus Konsúm-súkku- laðið hafi ekkert breyst í nærri heila öld. Nói Síríus hafi aldrei notað dýrafitu í sínar framleiðslu- vörur. Konsúm-súkkulaðið sé helsta stolt Nóa Síríus og aldrei kæmi til greina af hálfu fyrirtæk- isins að gera tilraunir með sam- setningu þess. - kg Nói Siríus hafnar fullyrðingu: Ekki breyst í heila öld VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 33° 27° 19° 25° 32° 31° 18° 18° 20° 24° 28° 26° 31° 21° 27° 20° 18° Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt. MIÐVIKUDAGUR Hægur vindur um allt land. 9 6 4 5 6 5 10 8 7 8 3 9 9 12 3 3 7 7 11 5 8 9 9 2 4 7 7 4 4 5 8 KÓLNAR HELDUR Ný vinnuvika heilsar með vætu í fl estum lands- hlutum en síðan dregur heldur úr úrkomunni þó vænta megi einhverrar vætu á hverjum degi. Það kólnar lítillega en hlýnar er líður að næstu helgi. Vindur verður fremur hæg- ur næstu daga. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður VIRKJANIR Arðsemismat eigin fjár vegna Kárahnjúkavirkjunar verð- ur ekki endurskoðað þrátt fyrir að forsendur hafi breyst gríðar- lega undanfarið með lækkandi álverði. Matinu var breytt í jan- úar í fyrra þar sem álverð hafði hækkað umtalsvert. Í desember sagði Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið ekki ólík- legt að matið yrði endurskoðað. Það verður ekki. „Við ákváðum að gera ekkert sérstakt í þessu. Arðsemismat- ið var til að taka ákvarðanir um fjárfestingar, en nú erum við að reka mannvirkið,“ segir Þorsteinn. Hann segir ársreikninga rétta tækið til að leggja mat á rekstur- inn. Einn besti mælikvarði sem þar sjáist sé handbært fé frá rekstri og á síðastliðnu ári hafi fyrirtækið skilað tæplega 185 milljónum doll- ara til að greiða niður skuldir. Í febrúar fór álverð í um 1.260 dollara og hafði ekki verið lægra síðan árið 2002. Það hækkaði í um 1.500 dollara í mars, en hefur tekið dýfu síðustu daga. Í endur skoðuðu arðsemismati Landsvirkjunar í janúar 2008 var gert ráð fyrir að álverð væri nú í 2.600 krónum á tonnið. Þar segir: „Álverð og lang- tímaþróun þess er ein mikilvæg- asta forsendan í arðsemismat- inu.“ Þorsteinn segir lágt álverð vissulega koma fyrirtækinu illa og það þýði lægri tekjur. Á móti komi þó lægri vaxtagjöld. Hann segir áætlanir hafa gert ráð fyrir að álverð sveiflaðist og samning- arnir við Alcoa væru til 40 ára. Í umræddu endurskoðuðu mati sést hins vegar að gert er ráð fyrir að álverð hækki allt til ársins 2021, að minnsta kosti, verði þá yfir 3.000 dollurum á tonnið. Sigurður Jóhannesson, hag- fræðingur við Hagfræðistofnun Íslands, segir að samkvæmt mat- inu frá í janúar 2008, hafi verið gert ráð fyrir um 10 milljarða króna arði af framkvæmdinni. Ljóst sé að þær forsendur hafi breyst. Án endurskoðaðs arðsem- ismats sé ekki hægt að leggja mat á framkvæmdina. Sigurður segir að í í skýrslu eig- endanefndar um áramót 2003, hafi kostnaður við virkjun verið metinn á 95 milljarða króna, eða rúman milljarð Bandaríkjadala á geng- inu 87,5. Í skýrslu iðnaðarráðherra í fyrra hafi kostnaður verið metinn 133 milljarðar króna og miðað við gengið 69. Það þýði kostnað í doll- urum upp á 1.930 milljónir. Kostn- aðaráætlunin hafi því farið langt fram úr áætlun í dollurum. kolbeinn@frettabladid.is Arðsemismat stendur þótt aðstæður breytist Arðsemismati Kárahnjúkavirkjunar verður ekki breytt þrátt fyrir breyttar for- sendur. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur segir nauðsynlegt að meta fram- kvæmdina í heild og telur hana hafa farið langt fram úr áætlunum. SIGURÐUR JÓHANNESSON ÞORSTEINN HILMARSSON STÍFLAN VIÐ KÁRAHNJÚKA Þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur með lækkandi álverði verður arðsemismati eigin fjár ekki breytt við virkjunina. Hagfræðingur segir það þó nauðsynlegt til að meta framkvæmdina í heild sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR „Áform stjórn- valda um fyrningarleið valda óvissu um starfsgrundvöll sjávar- útvegsins til framtíðar og leggst bæjarráð Fjarðabyggðar því ein- dregið gegn þeim,“ segir í ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar sem segir það vera hlutverk stjórn- valda að hlúa að starfsumhverfi sjávarútvegs og sníða annmarka af fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Sátt verður ekki náð með umbyltingu eins og þeirri sem boðuð er með fyrningarleið,“ segir bæjarráðið og varar við aðgerðum sem „veikt geta starfsgrundvöll sjávarútvegsins og stefnt búsetu í óvissu.“ - gar Bæjarráð Fjarðabyggðar: Fyrningarleið ógnar búsetu Á NORÐFIRÐI Sátt næst ekki með fyrn- ingarleið segir bæjarráð Fjarðabyggðar. DÓMSMÁL „Allar athuganir okkar af þessu tagi eru reistar á grun um brot á samkeppnislögum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, sem á miðvikudag í síðustu viku aflaði gagna með húsleitarheim- ild á skrifstofum þriggja hótel- rekanda. Hótelfyrirtækin sem um ræðir eru Flugleiðahótelin, Grand Hótel og Hótel Saga. Grunur leikur á um að þau hafi brotið tíundu grein samkeppnislaga sem bannar sam- ráð. Aðspurður segir Páll að ekk- ert fyrirtækjanna hafi gengið til samstarfs við Samkeppniseftir- litið til að upplýsa málið. Eins og kunnugt er fá fyrirtæki sem það gera lægri sekt i r fyr i r slíka samvinnu. Búast má við háum sektum komi á daginn að hótelin hafi haft með sér ólöglegt sam- ráð. Hámarks- sekt er tíu prósent af veltu brot- legs fyrirtækis. Páll segir gagnaöflunina nú gerða í framhaldi og vera lið í stærri athugun sem snýr að ferða- þjónustunni. „Upphaflega athug- unin hófst árið 2007 með húsleit hjá Samtökum aðila í ferðaþjón- ustunni, sem flest svið ferðaþjón- ustunnar eiga aðild að. Þá var jafnframt aflað gagna hjá ferða- skrifstofum,“ segir Páll sem kveð- ur heildarathugunina vel á veg komna. „Nú verður unnið úr þessum nýju gögnum. Athuguninni verð- ur vonandi lokið sem fyrst en það er ekki hægt að tímasetja það. Meðal þeirra hótela sem heyra undir ofangreind fyrirtæki eru Icelandair-hótelin, Eddu hótelin og Fosshótel og Hilton Reykja- vik Nordica, Hótel Saga og Hótel Ísland. - gar Samkeppniseftirlitið sótti gögn hjá hótelkeðjum sem grunaðar eru um samráð: Ekkert hótelfyrirtæki boðið samstarf PÁLL GUNNAR PÁLSSON LÖGREGLUMÁL Starfsmanni á með- ferðarheimli fyrir unglinga á Norðurlandi, sem kærður hefur verið fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn þremur stúlkum, hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við Vísi.is í gær. Stúlkurnar þrjár voru vist- menn á heimilinu sem maðurinn starfaði á. Honum var vikið tíma- bundið úr starfi fyrir rúmlega ári vegna rannsóknar á brotum af svipuðum toga. Sú kæra var felld niður. Maðurinn var færður til í starfi en ráðinn aftur til meðferð- arheimilisins. - kg Rannsókn á kynferðisbroti: Rekinn af með- ferðarheimilinu GENGIÐ 22.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0312 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,47 127,07 200,59 201,57 176,63 177,61 23,721 23,859 19,814 19,930 16,858 16,956 1,3442 1,3520 195,12 196,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.