Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 26
18 25. maí 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FYLKIR 3-1 BREIÐABLIK
0-1 Alfreð Finnbogason (12.)
1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (38.)
2-1 Valur Fannar Gíslason (41.)
3-1 Halldór Arnar Hilmisson (71.)
Fylkisvöllur, áhorf.: 1.357
Örvar Sær Gíslason (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–7 (4–5)
Varin skot Fjalar 4 – Ingvar 1
Horn 4–9
Aukaspyrnur fengnar 12–13
Rangstöður 4–9
Fylkir 4–4–2 Fjalar Þorgeirsson 6 – Andrés Már
Jóhannesson 6, Kristján Valdimarsson 7, Einar
Pétursson 7, Tómas Þorsteinsson 5 – Ingimundur
Níels Óskarson 7 (89. Theódór Óskarsson -), Ásgeir
Börkur Ásgeirsson 5 (79. Ólafur Ingi Stígsson -),
Valur Fannar Gíslason 7, *Kjartan Ágúst Breiðdal
8 – Pape Mamadou Faye 5, Halldór Arnar Hilmisson
6 (83. Þórir Hannesson -).
Breiðablik 4–3–3 Ingvar Þór Kale 5 – Árni Gunn-
arsson 3 (46. Guðjón Gunnarsson 4), Guðmann
Þórisson 4, Kári Ársælsson 5, Kristinn Jónsson 4 (85.
Aron Smáras -) – Finnur O. Margeirsson 4, Guð-
mundur Kristjánsson 4, Arnór Sveinn Aðalsteinsson
5 – Kristinn Steindórsson 4, Alfreð Finnbogason 4,
Olgeir Sigurgeirsson 2 (80. Arnar Sigurðsson -).
Söfnum kröftum
Breytum vandamálum í verkefni
Líf og sál býður upp á fjögurra vikna námskeið þar sem
fjallað verður um:
• Að efl a sjálfstraustið
• Árangursríkar leiðir í samskiptum
• Jákvæðni og uppbyggileg viðhorf
• Að setja sér markmið og vinna að þeim
• Viðbrögð við áföllum og breytingum
• Að gefa daglega lífi nu jákvætt innihald
6 skipti á fjórum vikum, samtals 12 klst. Takmarkaður þátttakend-
afjöldi, persónulegur stuðningur og jákvætt andrúmsloft.
Samhliða námskeiðinu bjóðast þátttakendum einstaklingsviðtöl.
Leiðbeinendur eru sálfræðingar Lífs og sálar:
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Áslaug Kristinsdóttir
og Rakel Davíðsdóttir.
Fyrsta námskeið hefst 3. júní
Nánari upplýsingar og skráning í 511 5508 og lifogsal@lifogsal.is
Við bendum þér á leiðina og styðjum þig í að feta hana.
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla á
laugardaginn og bar þar helst til tíðinda að
KR kom sér á toppinn með sínum fyrsta
sigri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Þar skoraði
Baldur Sigurðsson eina mark leiksins á
87. mínútu. Það dugði til að koma KR á
topp deildarinnar þar sem Stjarnan tapaði
sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið mætti
Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika.
FH komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks
en Stjarnan náði að minnka muninn aðeins
tveimur mínútum síðar. Eftir það var nokkuð
jafnræði með liðunum en það breyttist allt
þegar Bjarni Þórður Halldórsson, markvörð-
ur Stjörnunnar, fékk rautt fyrir að brjóta á
Atla Guðnasyni sem var sloppinn í gegn. Víti
var dæmt og FH komst í 3-1.
„Mér fannst þetta vera skýrt og skólabók-
ardæmi um rautt spjald,“ sagði Atli Viðar
Björnsson, besti leikmaður FH í leiknum,
eftir leikinn. „Hann átti bara eftir að rúlla
boltanum í markið. Eftir að við komumst
í 3-1 var þetta aldrei spurning og
sigurinn hefði þess vegna
getað orðið stærri.“
Keflavík vann sinn
þriðja heimaleik
í röð er Jóhann
Birnir Guð-
mundsson tryggði liðinu 1-0 sigur á
Fram. Þar með hefur Keflavík unnið
FH, Val og Fram á heimavelli sínum
og því óhætt að segja að liðið hafi
byrjað vel.
Þá gerðu Þróttur og Fjölnir 1-1
jafntefli þar sem tveir leikmenn
Þróttar fengu að líta rauða
spjaldið. Andrés Vilhjálmsson
fyrir brot og Hjörtur Hjartarson fékk
tvær áminningar fyrir að brúka kjaft,
báðar eftir að honum hafði verið skipt
út af velli.
Stórleikur næstu umferðar verður
viðureign KR og FH á fimmtudags-
kvöldið. Atli Viðar bíður í það
minnsta spenntur eftir þeim
leik.
„Okkur hefur gengið vel
með KR í gegnum tíðina
og viljum halda því taki
sem við höfum á þeim.
Bæði þessi lið ætla sér að
vera ofarlega og því mikil-
vægur leikur upp á toppbar-
áttuna að gera. Það er alltaf
gaman að koma í Frostaskjólið
og ekki verra að skora.“
PEPSI-DEILD KARLA: FJÓRIR LEIKIR FÓRU FRAM Á LAUGARDAGINN
KR á toppinn og FH skaut Stjörnuna niður
KÖRFUBOLTI U-18 landslið karla
varð í gær Norðurlandameistari
í körfubolta eftir sigur á Finnum
í úrslitaleik, 78-69. Haukur Bald-
vinsson var kjörinn besti leik-
maður mótsins.
U-16 lið karla hlaut bronsið
eftir sigur á Finnum í leik um
þriðja sætið. En U-16 lið kvenna
tapaði hins vegar sínum brons-
leik, fyrir Dönum.
U-18 lið kvenna keppti ekki
í gær og varð liðið í fimmta og
neðsta sæti í sínum flokki. - esá
Glæsilegur árangur á Norðurlandamóti í Svíþjóð:
U-18 lið karla meistari
> Allt á Vísi
Fréttablaðið minnir á að umfjöllun um alla
leiki Pepsi-deildar karla má finna á íþróttavef
Vísis. Fréttablaðið mun sem fyrr sinna leikj-
um deildarinnar af fremstu getu en á Vísi má
finna umfjöllun, viðtöl, tölfræði og einkunn-
ir leikmanna og dómara úr hverjum leik,
skömmu eftir að þeim lýkur hverju sinni.
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er einnig
á Vísi en þar er öllum leikjum deildarinnar
lýst með beinni texta- og atburðarlýsingu.
HANDBOLTI Lærisveinar Alfreðs
Gíslasonar standa þokkalega að
vígi fyrir síðari úrslitaleikinn í
Meistaradeild Evrópu en þeim
fyrri lauk með fimm marka sigri
Kiel á Ciudad Real í Þýskalandi
í gær, 39-34. Ólafur Stefánsson
var sem fyrr í lykilhlutverki í liði
Spánarmeistara Ciudad Real og
skoraði alls sex mörk í leiknum,
þar af eitt úr víti.
Staðan í hálfleik var 18-12, Þjóð-
verjunum í vil. Ciudad Real náði þó
að minnka muninn hægt og rólega
og jafna metin í stöðunni 32-32. En
þeir spænsku fóru illa að ráði sínu
á lokamínútunum og Kiel breytti
stöðunni úr 34-33 í 39-33.
Kiel á möguleika á að vinna þre-
falt í ár og það í annað sinn í sögu
félagsins. - esá
Fyrri úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í handbolta fór fram í gær:
Fimm marka forysta Alfreðs
ÓLAFUR Í HAM
Ólafur Stefánsson sækir hér að marki
Kiel. Hann skoraði alls sex mörk.
NORID PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI Fylkir er komið í annað
sæti Pepsi-deildarinnar með jafn-
mörg stig og topplið KR eftir góðan,
3-1 sigur á Breiðablik á heimavelli
gær.
Blikar komust yfir snemma leiks
en Fylkismenn svöruðu því með
tveimur mörkum á þremur mínút-
um þegar skammt var eftir af fyrri
hálfleik.
„Þetta er eitthvað sem við höfum
verið að gera í leikjunum hingað til
og það gekk upp núna,“ sagði Valur
Fannar Gíslason um tvö mörk
Fylkis í fyrri hálfleik sem bæði
komu eftir aukaspyrnu á miðjum
vellinum.
„Við vorum grimmir og upp-
skárum tvö mörk. Það þarf að skora
eftir föst leikatriði líka, það telur
jafn mikið og önnur mörk.“
Fylkir var mun betri aðilinn í síð-
ari hálfleik og bætti einu marki við
og var liðið mun líklegra að skora
fleiri mörk en Blikar að minnka
muninn.
„Við vorum klárlega grimmari
og vildum þetta meira. Við vorum
2-1 yfir og biðum átekta. Þeir komu
eins og við vissum að þeir myndu
gera og þá settum við eitt á þá og þá
reyndum við að vera skynsamir og
drepa leikinn og það tókst,“ sagði
Valur Fannar fyrirliði Fylkis.
„Þeir áttu varla færi. Þeir áttu
fullt af hornspyrnum og aukaspyrn-
um sem gáfu ekki neitt. Við drápum
leikinn niður í leiðindi í stöðunni 3-
1 og það er hluti af þessu, að sigla
leiknum í land.“
„Það er frábær árangur en við
vinnum eftir okkar markmiðum.
Þetta var skref í þá átt og við vinn-
um eftir því, að gera betur en sjö-
unda sætið á síðustu leiktíð,“ sagði
Valur Fannar.
Alfreð Finnbogason skoraði í
fjórða leiknum í röð fyrir Breiða-
blik. „Það er jákvæði punkturinn í
[gær]. Ég fer inn í hvern leik til að
skora mark en það er númer eitt,
tvö og þrjú að vinna leikinn og það
tókst ekki sem er grautfúlt,“ sagði
markaskorarinn.
„Mér fannst við vera með leik-
inn í okkar höndum þegar við
voru 1-0 yfir en þá gefum við tvær
klaufalegar aukaspyrnur og erum
steinsofandi í þeim. Við grófum
okkur í einhverju holu og kom-
umst ekki upp úr henni aftur.“
„Menn voru ákveðnir í að rífa
sig upp úr þess en það er erfitt
að útskýra hvað gerist á vellin-
um. Við fengum einhver hálffæri
en nýttum þau ekki og svo þegar
þriðja markið kemur þá drepa þeir
leikinn. Við getum sjálfum okkur
um kennt að hafa ekki klárað
hann þegar við vorum yfir,“ sagði
Alfreð. - gmi
Sigur grimmra Fylkismanna
Það voru grimmir Fylkismenn sem fóru létt með Breiðablik í Árbænum í gær
en það voru vel heppnuð föst leikatriði í fyrri hálfleik sem lögðu grunninn að
sigrinum. Fylkir er nú við topp Pepsi-deildarinnar með tíu stig, rétt eins og KR.
MAÐUR LEIKSINS Fylkismaðurinn Kjartan Ágúst Breiðdal í baráttu um knöttinn við
Finn Orra Margeirsson, leikmann Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN