Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 25. maí 2009 17 Það var fullur salur fólks mætt- ur á Nasa á laugardagskvöldið til að hlusta á bandarísk-mexíkósku söngkonuna Lhasa de Sela. Hún var að senda frá sér sína þriðju plötu og fylgir henni eftir með tónleika- ferðalagi í haust, en tók forskot á sæluna til að spila á Listahátíð í Reykjavík. Dagskrá tónleikanna hófst á upphafslagi nýju plötunn- ar, Is Anything Wrong, næst kom Bells af sömu plötu og svo nýja smáskífulagið Rising. Með söng- konunni spilaði fjögurra manna hljómsveit skipuð hörpuleikara, kontrabassaleikara, trommuleik- ara og gítarleikara sem einnig greip í stálgítar og banjó. Það sem einkennir tónlist Lhasa er röddin og söngurinn hennar og svo þessi frekar óvenjulega blanda af poppi og amerískri og evrópskri þjóðlagatónlist. Hún syngur líka á þremur tungumálum, spænsku, frönsku og ensku, en nýja plat- an hennar er öll á ensku. Af átján lögum sem flutt voru á tónleikun- um á laugardagskvöldið voru ell- efu af nýju plötunni. Hún hljómar ekki alveg jafn spennandi og fyrri plöturnar tvær við fyrstu hlustun, en vinnur á og maður fékk sterk- ari tengingu við lögin með því að sjá og heyra þau flutt á tónleikum. Það heyrðist að hljómsveitin var að spila þessi lög í fyrsta sinn opin- berlega, en smá hik hér og þar kom ekki að sök, Lhasa gaf sig að fullu í tónleikana, spjallaði á milli laga og skilaði fínum og innilegum tón- leikum. Hljómburðurinn var líka góður. Það er alltaf svolítið öðruvísi stemning á Listahátíðartónleik- um heldur en öðrum tónleikum. Það vakti t.d. athygli mína á laug- ardagskvöldið að þrátt fyrir að tónlistin væri mjög lágstemmd á köflum þá var hið alræmda Nasa- skvaldur ekki að trufla. Tónleika- gestir höfðu bara hljótt. Eftir fimmtán lög og mikið uppklapp kom sveitin aftur á svið. Fyrst sungu þau fimm saman lagið Small Song af The Living Road, svo kom Sam Cooke-lagið A Change Is Gonna Come í ágætri útgáfu og loks lokalag nýju plötunnar, Anyone and Every one. Trausti Júlíusson Innileg stund á Nasa LHASA DE SELA Á NASA Listahátíð í Reykjavík Nasa við Austurvöll ★★★★ Bandarísk-mexíkóska söngkonan Lhasa de Sela olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum á Nasa á laugar- dagskvöldið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.