Fréttablaðið - 25.05.2009, Blaðsíða 8
8 25. maí 2009 MÁNUDAGUR
15% verðlækkun
NICOTINELL Mintutyggjó
– Lifið heil Lægra
verð
í Lyfju
www.lyfja.is
Gildir út maí 2009
15%
verðlækkun
LAMISIL ONCE
Kaupþing býður til fræðslufundar um lífeyrissparnað,
fimmtudaginn 28. maí í Borgartúni 19, klukkan 17:30.
Fræðsla á mannamáli. Gott tækifæri til að öðlast betri skilning
á lífeyrismálum. Fróðleikur og veitingar.
Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í klukkutíma.
Allir velkomnir.
Skráðu þig á www.kaupthing.is
eða hafðu samband við Ráðgjöf
Kaupþings í síma 444 7000.
LÉTT SPJALL
UM LÍFEYRISSPARNAÐ
– 60 mínútur af framtíð þinni um framtíð þína.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
NOREGUR Norskir hvítasunnumenn
aðstoða íslenska hvítasunnumenn
með fjárstuðningi. Norðmenn-
irnir hafa safnað um 250 þúsund
norskum krónum frá því fyrir jól
og sent jafnvirði þriggja milljóna
íslenskra króna til Hvítasunnu-
safnaðarins Fíladelfíu í vetur og
vor til að styrkja söfnuðinn og
íslenskar fjölskyldur sem þurfa á
aðstoð að halda í kreppunni.
Hvítasunnuhreyfingin hefur átt
við fjárhagserfiðleika að etja eftir
bankahrunið, meðal annars vegna
myntkörfuláns sem upprunalega
var 10 milljónir króna, og hefur
þurft að skera niður í rekstri áður
en stefndi í óefni. Vörður Leví
Traustason, forstöðumaður Hvíta-
sunnusafnaðarins, segir að rekst-
urinn hafi verið mánaðarlega í
mínus upp á 800 þúsund krónur og
því hafi verið farið í endurskipu-
lagningu.
Liður í endurskipulagningu og
niðurskurði Hvítasunnusafnað-
arins er að þremur starfsmönn-
um hafi verið sagt upp en Vörð-
ur segir að þeir hafi samþykkt
að starfa áfram launalaust. Til
umræðu hafi verið að segja upp
fleirum en horfið hafi verið frá
því. Laun starfsmanna séu á bil-
inu 200-300 þúsund á mánuði og
sé hann sjálfur launahæstur með
300 þúsund.
Velta safnaðarins nemur 30
milljónum á ári en tekjur af árleg-
um jólatónleikum renna beint í
hjálparstarf.
„Um leið og við skerum niður í
starfseminni sækir fólk um aðstoð
til okkar. Við þyrftum að eiga nóg
að gefa,“ segir hann.
Hvítasunnusöfnuðurinn hefur
notað norska féð í að rétta af rekst-
urinn, til að halda úti súpueldhús-
inu á vegum Samhjálpar og svo til
að styðja þurfandi með gjafakort-
um fyrir mat. Meira en eitt hundr-
að fjölskyldur hafa fengið gjafa-
kort upp á 10-20 þúsund krónur en
samkvæmt reglunum má hver fjöl-
skylda aðeins fá fjögur kort á ári
svo takist að hjálpa sem flestum.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðu-
maður Krossins, segir að Kross-
inn finni fyrir kreppunni eins og
venjulegar fjölskyldur. „Við þurf-
um að taka vel á um mánaðamót
til að ná endum saman og stundum
beita töluverðu afli. Við erum búin
að skera niður allt sem hægt er en
tekjur standa í stað eða minnka,“
segir hann.
Högni Valsson, forstöðumaður
Vegarins, segir að þegar laun fólks
lækki þá minnki tekjur safnaðar-
ins. Vegurinn hafi dregið saman
í kostnaði til að mæta minnkandi
tekjum en ekki hafi þurft að grípa
til uppsagna.
ghs@frettabladid.is
Norskir styðja
trúbræður hér
Norskir hvítasunnumenn styrkja trúbræður sína á
Íslandi. Þeir hafa safnað peningum í allan vetur og
sent nokkrrar milljónir króna til Íslands.
STARFA ÁFRAM LAUNALAUST Vörður
Leví Traustason, forstöðumaður Hvíta-
sunnusafnaðarins, segir að þrír menn
starfi áfram launalaust hjá Hvítasunnu-
söfnuðinum.
FÉLÖG Almannaheill, samtök þriðja
geirans, er nýtt nafn á regnhlífar-
samtökum almannaheillasamtaka,
sem samþykkt var á aðalfundi sam-
takanna 19. maí síðastliðinn. Þau
hétu áður Samtökin almannaheill.
Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra ávarpaði fundinn og ítrek-
aði ásetning ríkisstjórnarinnar um
samráð áður en gerðar yrðu breyt-
ingar á almannaþjónustu.
Samtals eiga nú nítján samtök
aðild að Almannaheillum. Sam-
tökin vinna að sameiginlegum
hagsmunamálum og einbeita sér
að því að vinna að endurskoðun á
lögum um félagasamtök og efla
ímynd þeirra meðal almennings.
Almannaheill eiga nú aðild að nefnd
sem félagsmálaráðherra hefur sett
á laggirnar um heildarendurskoðun
á lögum um félagasamtök.
Formaður stjórnar Almanna-
heilla er Guðrún Agnarsdóttir. - kg
Regnhlífarsamtök almannaheillafélaga:
Nýtt nafn samþykkt
ALMANNAHEILL Árni Páll Árnason
félagsmálaráðherra ávarpaði aðalfund
samtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN