Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ot Nýr A la Carte REYKT ÖNDmeð blönduðu salati, valhnetum og fíkjublönduVið mælum með Pinot Gris, Pully Fumé eða Pouilly Fuisse með þessum rétti. 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 6.890 kr.með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég bjó til ávaxtasalat með kjúklingi sem er ótrúlega ferskt og fljótlegt að gera,“ útskýrir Elín Helga Egils-dóttir, tölvunarfræðingur og til-raunakokkur. Hún segir að ávsalatið é h Tilraunir í eldhúsinuElínu Helgu Egilsdóttur finnst gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu og finna upp nýjar uppskriftir. Hún gefur lesendum Fréttablaðsins eina af sínum fljótlegu og einföldu tilraunauppskriftum.ÁVAXTASALAT MEÐ KJÚKLINGIHollt og fljótlegt FYRIR 2 Elín Helga Egilsdóttir miðlar sniðugum hugmyndum að upp-skriftum á www.ellahelga.blog.is. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ SA HANNYRÐASÝNING Katrínar Jóhannesdóttur opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag klukkan 16. Sýningin er opin alla virka daga frá 13 til 18 og stendur til 31. júlí. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur, sem lést 6. janúar síðastliðinn. FÖSTUDAGUR 12. júní 2009 — 138. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BJARTARA VESTAN TIL Í dag verður yfirleitt hæg norðlæg eða breytileg átt, bjart með köflum á vesturhelmingi landsins, annars skýjaðra og smá skúrir. Hiti 7-14 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 8 10 7 1213 VEL VEITT Í KÓPAVOGSLÆK Blíðskaparveður var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þessir drengir nýttu góða veðrið til þess að vaða og veiða síli í Kópavogslæknum, líkast til án þess að leiða hugann að átökum í bæjarmálum þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LOKSINS Á ÍSLENSKU Sjá nánar á www.betrabak.is Er von á gestum? Svefnsófadagar í júní ELÍN HELGA EGILSDÓTTIR Býr til ferskt og fljótlegt ávaxtasalat með kjúklingi • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS JÓHANNA GUÐRÚN Auglýsir morgunkorn Rifjar upp gamla takta FÓLK 34 Travolta á íslensku stefnumóti Fór í sleðaferð með undirfatamódeli. FÓLK 28 Blásið til Airwaves-veislu Þorsteinn Stephensen óttaðist aldrei um hátíðina. FÓLK 25 FJÖLMIÐLAR „Ég held að þetta verði alveg stórkostlega skemmtilegt og einmitt það sem vantar í íslenskt sjónvarp á þessum síðustu og verstu,“ segir Erna Bergmann um sjónarpsþátt sem nú er í und- irbúningi. Erna hefur umsjá með þáttun- um sem verða á dagskrá Skjás- eins á miðviku- dögum í sumar, sá fyrsti 24. þessa mánaðar. Útgáfufyrirtæki tímaritsins Mónitors, Media ehf., framleið- ir þættina fyrir Skjáeinn en þeir munu að einhverju leyti taka mið af Mónitor og verða einkunnar- orðin þau að varpa ljósi á þá hluta samfélagsins sem flestir vita af en fæstir vita nokkuð um. Meðal annars mun Atli Fannar Bjarka- son, ritstjóri Mónitors, í þáttunum verða eins konar nýr Jon Stewart í The Daily Show. „Raunveruleg mál tekin fyrir á klisjukenndan hátt,“ segir Atli. - jbg/sjá síðu 34 Mónitor í sjónvarp: Nýjar stjörnur á sjónvarpsskjá Töfrandi tónlist Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir frumsýnir nýtt barnaleikrit. TÍMAMÓT 18 ERNA BERGMAN PENINGAMÁL Fjármálaeftirlitið (FME) rann- sakar átta mál útflutningsfyrirtækja vegna meintra brota á lögum og reglum um gjald- eyrisviðskipti sem sett voru í kjölfar banka- hrunsins. Rannsókninni verður flýtt sem kostur er. Seðlabankinn, sem er eftirlitsað- ili með því að gjaldeyrishöft séu virt, hefur sjávarútvegsfyrirtækin til skoðunar. Álfyr- irtækin hafa ekki verið rannsökuð sérstak- lega, en það stendur til. Um háar fjárhæðir er að ræða og viðurlög vegna brota eru þung. Fréttablaðið sendi eftirfarandi fyrirspurn til Seðlabankans: Nú er Seðlabankinn eftir- litsaðili með því að gjaldeyrishöftin séu virt. Hafa álfyrirtækin verið skoðuð eða sjávar- útvegsfyrirtækin sérstaklega í ljósi þess að þaðan á megnið af okkar gjaldeyristekjum að koma? Í svari Seðlabankans segir að stofn- unin „fylgist með að aðilar fari að lögum en Fjármálaeftirlitið fer með rannsókn mála sem Seðlabankinn tilkynnir. Það hefur ekki verið sérstaklega skoðað varðandi álfyrir- tækin en verður gert. Sjávarútvegsfyrirtæk- in eru í skoðun.“ Verið er að rannsaka hvort minni heimtur af gjaldeyri séu frá þessum greinum en vænta mætti, samkvæmt upplýs- ingum Seðlabankans. Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, var inntur eftir því hvort hann vissi af hverju Seðlabankinn hygðist skoða álfyrirtækin í samhengi við gjaldeyrishöft. Tómas aftekur með öllu að Alcoa hafi átt í óeðlilegum gjaldeyrisviðskiptum. „Við störf- um samkvæmt fjárfestingarsamningi og í honum eru ákveðnar reglur um okkar gjald- eyrisviðskipti. Öll okkar viðskipti eru í sam- starfi við Seðlabankann.“ Tekið skal fram að öll álfyrirtækin hér á landi hafa undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál. Þar á meðal 9. grein sem fjallar um skilaskyldu á erlendum gjaldeyri. Hinn 1. apríl síðastliðinn voru samþykkt neyðarlög með það að markmiði að koma í veg fyrir að útflytjendur kæmust hjá skila- skyldu á gjaldeyri, en þá hafði myndast tvö- faldur markaður með krónur. Í greinargerð stjórnvalda daginn eftir setningu laganna sagði að styrking íslensku krónunnar væri einn af grundvallarþáttum í efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Þeir aðilar sem sniðganga reglur um gjaldeyris- höft, löglega eða ólöglega, stuðla að veikingu á gengi krónunnar og auka með því beinan og óbeinan kostnað allra landsmanna.“ - shá Gjaldeyrissvik rannsökuð Fjármálaeftirlitið rannsakar átta mál útflutningsfyrirtækja vegna meintra lögbrota í gjaldeyrisviðskiptum. Seðlabankinn rannsakar hvort sjávarútvegsfyrirtæki virða gjaldeyrishöft. Álfyrirtækin verða skoðuð. Mettilboð í Ronaldo Manchester United samþykkti risatil- boð Real Madrid í Cristiano Ronaldo. ÍÞRÓTTIR 30 SVEITASTJÓRNARMÁL Gunnar I. Birg- isson verður að hætta sem bæjar- stjóri í Kópavogi eigi meirihluta- samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að halda. Þetta var niðurstaða fundar framsóknar- manna í Kópavogi í gærkvöldi sam- kvæmt heimildum blaðsins. Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi ekki staðfesta þetta við blaðið, en sagð- ist hafa gert grein fyrir stöðu mála og fengið fullan stuðning til að leiða málið til lykta. Þá sagði hann að ekki væri inni í myndinni að hann sjálfur yrði bæjarstjóri. Samkvæmt heimildum blaðsins verður sjálfstæðismönnum gef- inn frestur til að aðhafast í mál- inu. Sjálfstæðismenn haldi bæjar- stjórastólnum en annar bæjarstjóri komi í stað Gunnars. Í sæti bæjar- stjóra hafa verið nefnd nöfn eins og Jón Gunnarsson alþingismaður, Ármann Kr. Ólafsson bæjarfull- trúi, Gunnsteinn Sigurðsson bæjar- fulltrúi og Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Málið skýrist líkast til á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokks á mánudag. Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, lýsti í gær óánægju með upplausnarástandið í bæjar- félaginu, og telja samstarf flokk- anna ekki geta haldið áfram í sömu mynd. Áður höfðu ungir framsókn- armenn í bænum hvatt til þess að samstarfinu yrði slitið. - þeb Framsóknarmenn funduðu um meirihlutasamstarf í Kópavogi í gærkvöldi: Gunnar fari en samstarf haldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.