Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 46
34 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Minnst 24.
2 Engan, enn sem komið er.
3 700 krónur.
LÁRÉTT
2. eyja í asíu, 6. samanburðartenging,
8. samræða, 9. aum, 11. átt, 12. trans-
istor, 14. óhreint vatn, 16. í röð, 17.
mjög, 18. fugl, 20. samtök, 21. engi.
LÓÐRÉTT
1. sæti, 3. ólæti, 4. kryddtegund,
5. fóstra, 7. kennslubók, 10. rönd,
13. stilla, 15. áætlun, 16. spíra, 19.
tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. java, 6. en, 8. tal, 9. sár,
11. na, 12. smári, 14. skólp, 16. áb, 17.
all, 18. lóa, 20. aa, 21. akur.
LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. at, 4. vanilla, 5.
ala, 7. námsbók, 10. rák, 13. róa, 15.
plan, 16. ála, 19. au.
„Í augnablikinu er ég staddur
á Grapevine að hlusta á Hoot í
boði ritstjórans. Þegar ég er að
vinna í myndunum mínum er
ég mest að hlusta á Paper Tigers
með Luomo og nýju Whitest Boy
Alive plötuna.“
Leó Stefánsson ljósmyndari.
„Þetta hefur verið uppáhaldsmorg-
unkornið mitt frá því ég var krakki
þannig að ég vildi gjarnan taka
að mér að auglýsa vöruna,“ segir
söngkonan Jóhanna Guðrún Jóns-
dóttir, en hún leikur í nýrri aug-
lýsingu fyrir Havre Fras-morg-
unkornið. Tökur á auglýsingunni
fóru fram á fimmtudaginn var og
að sögn Jóhönnu gengu þær hratt
og vel fyrir sig. „Þeir sem stóðu að
auglýsingunni voru svo miklir fag-
menn; búnir að skipuleggja töku-
daginn mjög vel þannig að þetta
gekk allt áfallalaust fyrir sig,“
segir hún. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Eurovision-stjarnan
spreytir sig á þessum vettvangi
því fyrir nokkrum árum lék hún í
ostaauglýsingu í sjónvarpinu.
Í auglýsingunni má sjá Jóhönnu
sinna sínum daglegu störfum.
„Auglýsingin á að minna fólk á
hversu mikilvægt það er að borða
hollan og góðan morgunmat svo
maður hafi orku til að gera allt
sem maður þarf að gera yfir dag-
inn,“ segir hún. Söngkonan unga
hefur stundað hestamennsku frá
barnsaldri og í auglýsingunni má
meðal annars sjá hana bregða sér
á hestbak. Hesturinn var fenginn
að láni hjá hestaleigunni Íshestum,
en þar hefur Jóhanna unnið síð-
astliðin þrjú sumur. „Mínir hest-
ar eru allir á sumarbeit þannig að
ég fékk eftirlætishestinn minn að
láni hjá Íshestum í staðinn,“ segir
Jóhanna glöð í bragði. Aðspurð
segist hún þó ekki ætla sér að
skipta á söngnum og leiklistinni í
bráð. „Þetta eru ekki ólík listform
og það gæti verið gaman að kynn-
ast leiklistinni betur einhvern tím-
ann í framtíðinni.“ segir hún að
lokum. - sm
Eurovisionstjarna auglýsir morgunkorn
FYRIR FRAMAN TÖKUVÉLARNAR Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna spreytir sig
á þessum vettvangi, hún lék í ostaauglýsingu fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Ég er gjörsamlega í skýjunum. Þetta var alveg eins
og í ekta spennusögu,“ segir rithöfundurinn Stein-
unn Jóhannesdóttir. Fartölva í eigu hennar er komin
í leitirnar eftir að henni var stolið úr bíl hennar fyrir
mánuði síðan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Í tölv-
unni voru drög að skáldsögu sem hún hefur verið að
vinna að síðustu ár sem fjallar um sögulegar persón-
ur á 17. öld.
Steinunn segir að greinin í Fréttablaðinu hafi skipt
sköpum við endurheimt tölvunnar. „Hringt var í lista-
mann hér í borginni og því hvíslað að honum að tölvan
hans væri í kjallara í Þingholtunum og þangað gæti
hann sótt hana. Umræddur maður kannaðist ekki
við að tölva hefði horfið frá sér og allt var símtalið
heldur ruglingslegt og hann sleit því,“ segir hún. „Þá
var hringt aftur og sagt að tölvan tilheyrði rithöf-
undi. Sá sem hringdi sagðist hafa keypt hana fyrir
nokkra þúsundkalla á bar í miðbænum, en hefði svo
séð í Fréttablaðinu að hún innihéldi mikil verðmæti
fyrir eigandann. Hann hefði haft vonda samvisku af
því að vera með gripinn og vildi skila honum og bæði
umræddan listamann að sækja hana.“ Að sögn Stein-
unnar komst listamaðurinn ekki til að sækja hana
og í staðinn náði samstarfskona hans í hana, opnaði
hana og sá nafn Steinunnar. „Ég get ekki lýst þakk-
læti mínu og gleði yfir þessum málalyktum. Ég þakka
Fréttablaðinu sem sagði frá innbrotinu og hreyfði við
samvisku kaupanda tölvunnar og kaupandanum fyrir
að setja í gang atburðarás sem að lokum skilaði henni
til mín. Síðast en ekki síst þakka ég þeim góðu lista-
mönnum, karlmanninum og ungu konunni, sem lögðu
á sig leit að verkfæri kollega þótt við séum ekki hvert
öðru kunnug nema í sjón,“ segir hún. - fb
Eins og í ekta spennusögu
ÁNÆGÐ MEÐ TÖLVUNA Steinunn með tölvuna, sem hafði m.a.
að geyma mynd af dóttursyni hennar, Einari Steini Kristjáns-
syni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég var að koma inn úr fyrstu
tökum. Vá! Þetta er í fyrsta skipti
sem ég segi þetta,“ segir Atli Fan-
nar Bjarkason, ritstjóri tímaritsins
og vefjarins Mónitors.
Nú er Mónitor á leið á skjáinn,
á Skjáeinum. Nýr sjónvarpsþáttur
hefst þar í þessum mánuði á „prime
time“ á miðvikudögum í sumar.
Það er útgáfufyrirtæki Mónitors,
Media ehf., sem framleiðir þætt-
ina fyrir Skjáeinn. Umsjónarmað-
ur verður Erna Bergmann og mun
hún, að sögn Atla, leita að áhuga-
verðu fólki og atburðum og varpa
ljósi á þá hluta samfélagsins sem
flestir vita af en fæstir vita nokk-
uð um. „Svo verður spéfuglinn frá
Mosfellsbæ, Steindi Jr. sjálfur, með
„skets“ eða atriði í hverjum þætti.
Hann hefur birt marga hrika-
lega fyndna „sketsa“ á netinu og
fær núna tækifæri til að láta ljós
sitt skína í sjónvarpinu. Ég veit
ekki mikið um efnistökin, en mér
skilst að frægir kraftajötnar komi
fyrir í einum „sketsinum“,“ segir
Atli Fann ar. Hann nefnir að auki
innslög frá stúlku sem kallar sig
Lambi, „já, Lambi“, en þau inn-
slög verða í líkingu við „Jay-walk-
ið“ hans Jay Leno. Hún spyr fólk á
götunni spjörunum úr og afhjúpar
annaðhvort snilligáfu eða fávisku
Íslendinga. Þarna er greinilega
stuðst við eitt og annað sem sjón-
varpsáhorfendur þekkja úr banda-
rískri sjónvarpsþáttagerð. Og svo
er einnig í tilfelli Atla Fannars
en um frumraun hans í sjónvarpi
verður að ræða í þessum þátt-
um. „Ég verð með nokkurs konar
fréttaskýringu í anda Daily Show
í hverjum þætti. Grín og dramat-
ík og bull – raunveruleg mál tekin
fyrir á klisjukenndan og jafnvel
amerískan hátt. Jafnvel snúið á
hvolf,“ segir þessi verðandi sjón-
varpsstjarna. Atli segir ekki tíma-
bært að segja frá fyrsta þættin-
um, þar sem hann er ekki tilbúinn.
„Þarf að sjá heildarmyndina, en
hann fer allavega í loftið 24. júní.“
„Ég held að þetta verði alveg
stórkostlega skemmtilegt og ein-
mitt það sem vantar í íslenskt sjón-
varp á þessum síðustu og verstu,“
segir Erna umsjónarmaður þáttar-
ins. Hún segist í góðu stuði fyrir
þetta nýja starf en hún er nýlega
útskrifuð úr Listaháskóla Íslands
sem fatahönnuður. „Svo fékk ég
þetta skemmtilega tilboð og ákvað
að taka þátt.“
Erna er ekki alveg ókunnug
starfi við fjölmiðla en hún var með
sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni
Sirkus ásamt með vinkonu sinni
Ellen Loftsdóttur sem hét Bak
við böndin og var tónlistarþáttur.
jakob@frettabladid.is
ATLI FANNAR BJARKASON: UMTURNAST Í JON STEWART ÍSLANDS
MÓNITOR Í SJÓNVARPIÐ Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Grímuna í Borgarleikhúsinu. Kynnar að þessu sinni eru grínar-arnir Edda Björg Ejólfsdóttir og
Jóhann G. Jóhannsson. Býður Borg-
arleikhúsið upp á atriði úr Söngva-
seið en Þjóðleikhúsið kynnir Fridu,
Viva la vida. Fyrir hönd
Leikfélags Akureyrar
mæta Fúlar á móti,
auk þess má búast
við atriði úr smiðju
Íslensku óperunnar.
Enn á eftir að fylla
dagskrána, en
verðlaunin verða
afhent 16. júní
næstkomandi.
Rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson
heitinn lék í sjónvarpsauglýsingu
fyrir Homeblest-kex í fyrra en við
fráfall hans var auglýsingin tekin úr
birtingu. Í þeirri ágætu auglýsingu
röltir Rúnar um Poppminjasafnið
og sýnir nýrri kynslóð að vínylplöt-
ur virki báðum megin sem þeim
Homeblest-kex mönnum þykir ríma
vel við slagorð sitt: Gott báðum
megin. Nú á að taka
auglýsinguna aftur til
sýninga, sem kann
að orka tvímælis
þegar látinn maður
er í aðalhlutverki. En
til að hafa vaðið fyrir
neðan sig var leitað
eftir samþykki
fjölskyldu Rúnars
sem veitti góðfús-
legt leyfi fyrir sitt
leyti.
Fjölmiðlar hafa fjallað um hand-
töku Sigurðar Ólason í fyrirtækinu
R. Sigmundsson í tengslum við
fíkniefnamisferli. Sigurður hefur
komið víða við og meðal annars
látið til sín taka í dómsölum í
vegna umfangsmikilla fasteigna-
viðskipta sem hann hefur staðið í á
umliðnum árum. En ekki eru marg-
ir sem vita að Sigurður er einhver
umfangsmesti listaverkasafnari
landsins og mun safn hans slá út
söfn þekktustu safnara landsins.
- jbg/kbs
FRÉTTIR AF FÓLKI
NÆSTU SJÓNVARPSSTJÖRNUR ÍSLANDS Erna Bergmann er á því að þessi þáttur sé
nákvæmlega það sem vantar í íslenskt sjónvarp nú á þessum síðustu og verstu.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA