Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 2
2 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Gúmmíbáturinn sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sig- urðar Hilmars Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunað- ur um aðild að fíkniefnasmygli, peningaþvætti og samstarf við erlendan glæpahring. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarð- haldi. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmunds- syni á mánudag. Hann er stjórn- armaður í félaginu og einn af eig- endum þess. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til lands- ins árið 2001. Ársæll Snorrason, góður vinur Sigurðar, var einnig handtek- inn á mánudag vegna málsins og situr í varðhaldi. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir innflutn- ing á tugum kílóa af fíkniefnum. Þá situr þriðji maðurinn, Gunnar Viðar Árnason, einnig í varðhaldi vegna þess. Í Papeyjarsmyglinu svokall- aða fóru þrír Íslendingar á báti Sigurðar út í Papey frá Djúpa- vogi, sóttu fíkniefnin og voru síðan handteknir í landi. Hinir þrír voru handteknir um borð í skútunni á fleygiferð á flótta frá lögreglu. Málið er umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið hérlendis. Sigurður Ólason er umsvifa- mikill athafnamaður og er skráður eigandi að um tuttugu fyrirtækjum. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er hann auk þess einn af eigendum R. Sig- mundssonar. Hann keypti fyr- irtækið ásamt tveimur öðrum af Steins nesi ehf., dótturfélagi SPRON, í janúar, í gegnum félag- ið Polar Group, gegn tugmilljóna láni frá bankanum sjálfum. Þá á Sigurður einnig ýmis fjár- festingarfélög og fyrirtæki í veit- inga- og fasteignarekstri. Eitt þessara félaga, Hollís ehf., stofn- aði hann nýlega með Hollendingi og Ísraela og grunar lögreglu að hann hafi notað fyrirtækið til að þvætta ágóða af fíkniefnavið- skiptum hinna tveggja víða um Evrópu. Sigurður er enn fremur skráð- ur fyrir fatamerkjunum Inmate, Criminal Record og Bastille, en fyrirhugað var að framleiða föt undir þeim merkjum í íslenskum fangelsum. stigur@frettabladid.is Sigurður Ólason átti Papeyjargúmbátinn Gúmmíbátur sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum í Papey í apríl var í eigu manns sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikið peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. GÚMMÍBÁTUR SIGURÐAR Báturinn er af gerðinni Valiant DR-620 og er metinn á nokkrar milljónir króna. Hér er hann við höfnina á Djúpavogi. MYND/ÓLAFUR BJÖRNSSON SIGURÐUR ÓLASON BÖRN „Margar smáar upphæðir gera eina stóra og einhvers stað- ar verður að spara,“ segir Aðal- steinn Sigfússon, félagsmála- stjóri Kópavogsbæjar. Sýningar Brúðubílsins á gæsluvöllum bæj- arins, sem hafa verið fastur liður á sumrin í fjölda ára, hafa verið felldar niður í sumar. Aðalsteinn segir Kópavogs- bæ hafa aukið við félagsþjónustu milli ára. „Það fer hins vegar í fjárhagsleg framlög til heimil- anna. Ég skil vel að sumir verði fúlir vegna Brúðubílsins.“ Helga Steffensen leikhússtjóri Brúðubílsins segir sýningar verða í Reykjavík út júní og júlí. „Allir eru velkomnir,“ segir Helga. - kg Niðurskurður hjá bæjarfélagi: Enginn Brúðu- bíll í Kópavogi VIÐSKIPTI Hugsanlegt er að Act- avis sé annað þeirra tveggja fyrirtækja sem þýska sam- heitalyfjafyrir- tækið Stada er að skoða kaup á að öllu leyti eða að hluta standi slíkt til boða. Þetta hefur Bloomberg- fréttaveitan eftir Harm- ut Tetzlaff, stjórnarfor- manni Stada, að loknum aðal- fundi félagsins en hann sagði félagið nú skoða kaup á öðrum samheitalyfjafyrirtækjum sem í fyrra voru of hátt verðlögð en hafi í kjölfar kreppunnar fengið öllu bærilegri verðmiða. Stada er sjötta umsvifamesta samheitalyfjafyrirtæki heims. Bloomberg segir Actavis og þýska fyrirtækið Ratiophram koma helst til greina. - jab Þjóðverjar sagðir skoða Actavis: Verðið betra nú en fyrir ári RÍKISFJÁRMÁL Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra telur „óhjá- kvæmilegt að gefin verði skýr fyrirheit um lækkun hæstu launa, stórhert aðhald í yfirstjórn ríkis- ins, umtalsverðan sparnað í utan- ríkisþjónustu og verulega aukinn aga í öllum rekstrarútgjöldum rík- isins, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hver hlutur öryrkja og aldraðra eigi að vera í þeirri þjóðarsátt sem fram undan er“. Hann vill ekki staðfesta að til standi að skerða bætur til þessara hópa. „Nei, en fólk kallar auðvitað eftir því að sjá hver er hin raun- verulega samstaða um aðhaldsað- gerðir. Við viljum sjá merki þess að allir séu að taka á eftir getu, áður en við leitum eftir framlög- um frá þeim sem lakast standa, til að bjarga efnahagslífinu.“ Mjög mikilvægt sé að fá heild- armyndina, 170 milljarða gatið, áður en teknar verði endanlegar ákvarðanir um niðurskurð þessa árs. Hann hafi ekki enn séð hvern- ig það skuli gert. „Við erum ekki komin nógu langt í vinnunni til að loka árinu 2009. Við getum ekki tilkynnt um niður- skurð fyrr en við getum myndað samfélagslega samstöðu um hann. En eitt er víst: við brúum ekki 170 milljarða bilið með framlögum frá öryrkjum og öldruðum.“ - kóþ Félagsmálaráðherra segir heildarmynd niðurskurðar ríkisstjórnar ekki enn tilbúna: Ráðherra vill skýr fyrirheit frá hinum ÁRNI PÁLL ÁRNASON „Við brúum ekki 170 milljarða bilið með framlögum frá öryrkjum og öldruðum,“ segir ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ása, verður þetta þá nokkuð fyrirmyndarsumar? „Þetta unga fólk eflist og tvöfaldar sig og þetta verður því fyrirmyndar- sumar.“ Sumarhópar á vegum Hins hússins voru skornir niður í ár og hóparnir eru færri en áður. Sumarstarfið var þó valið fyrirmyndarverkefni hjá Evrópuráðinu í ár. Ása Hauksdóttir er deildarstjóri menning- armála hjá Hinu húsinu. LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur karlmaður var fluttur slasaður á sjúkrahús um miðjan dag í gær eftir að hafa orðið fyrir vélhjóli á Hverfisgötu. Aðdragandi slyssins er ekki að fullu ljós en svo virðist sem mað- urinn hafi gengið í veg fyrir hjól- ið, að sögn varðstjóra lögreglu. Vegfarandinn er ekki alvarlega slasaður, en þó hafður undir eft- irliti yfir nótt að sögn læknis á Landspítalanum. Slysið varð um tuttugu mínútur yfir tvö, og voru nokkrir sjúkra- bílar sendir á vettvang, auk lög- reglubíla. Vinnu á vettvangi var lokið um klukkan þrjú. - sh Einn fluttur á slysadeild: Varð fyrir vél- hjóli og slasaðist BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON MENNTUN Um fimmtíu nemendur söfnuðust saman á Austurvelli í gær og létu í ljós óánægju sína með lánasjóðssamningana sem meirihluti stjórnar LÍN undirritaði fyrr um daginn. Fulltrúar nemenda í stjórninni skrifuðu ekki undir samninginn. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að nemendur muni taka Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra tali þegar hún kemur af ríkis- stjórnarfundi í dag en þá mun hún taka málið fyrir. „Hún ætlar að leggja til að það verði einhver til- færsla í kerfinu þannig að Lánasjóðurinn fái meiri peninga og þá verður kannski hægt að breyta þessu eitthvað,“ segir Hildur. Hún segir enn fremur að nýi samningurinn hafi komið flatt upp á nemendur eftir miklar umræður um nauðsyn þess að hækka námslán nemenda nær því sem nemur lægstu atvinnuleysisbótum sem eru 150 þúsund á mánuði. „Svo kom þetta eins og skrattinn úr sauðarleggn- um,“ segir hún um nýja samninginn sem gerir ekki ráð fyrir nokkrum breytingum á framfærslu nem- enda. - jse Háskólanemendur mótmæla óbreyttum námslánum á næsta skólaári: Nemar bíða eftir ráðherranum KRÖFUSPJÖLD NEMENDA Á LOFTI Um 50 nemendur mót- mæltu á Austurvelli í gær en í dag munu einhverjir bíða uns menntamálaráðherra kemur af ríkisstjórnarfundi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Áhlaup var gert á Kaup- þing Singer og Friedlander og um 45 milljarðar króna teknir út 6. og 7. október. Það skýrir meðal annars beitingu Breta á hryðju- verkalögunum. Þetta kemur fram í nýrri bók Jóns F. Thoroddsen, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Bókin heitir Íslenska efna- hagsundrið og kemur út í dag. Jón segir að ástæðan fyrir því að hann skrifaði bókina hafi verið hvatning frá fólki. „Ég skrifaði litlar greinar í blöðin og fékk við- brögð. Fólk sem ég þekkti ekki neitt fór að hafa samband og senda mér upplýsingar,“ segir Jón. Hann segir bókina samantekt á upplýsingum. Í bókinni segir Jón að íslenska efnahagsundrið hafi verið mesti gervimarkaður heimsins. - vsp Ný bók um efnahagsundrið: Áhlaup sagt skýra inngrip SVEITARSTJÓRNIR „Í samkomulagi fræðslusviðs og foreldrafélags Barnaskóla Hjallastefnunnar er gert ráð fyrir fjárframlagi for- eldra til þess að brúa það kostn- aðarbil sem þarf til þess að skóla- starf í fjórða bekk Hjallastefn- unnar við Hjalla- braut geti farið fram,“ segir í bókun Jóns Páls Hallgrímssonar, bæjarfulltrúa Vinstri grænna í Hafnarfirði. Hann segir þar kominn fram vísi að skólagjöldum sem stríði gegn grundvallarhugsun um jafnrétti til náms sem VG geti ekki sam- þykkt. Jón greiddi einn atkvæði á móti samkomulagi fræðslusviðs bæjarins og foreldrafélags Barna- skóla Hjallastefnunnar. - gar VG í bæjarráði Hafnarfjarðar: Andvígir vísi að skólagjöldum JÓN PÁLL HALLGRÍMSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.