Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 12. júní núna ✽ vel upplýst þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 ÓVENJULEG HÁRGREIÐSLA Það ráku margir upp stór augu þegar leikkonan Megan Fox mætti á MTV-kvikmyndaverðlaunahátíðina með sítt hárið vatnsgreitt aftur. É g fékk þess hugmynd þegar ég var stödd á Indlandi og var að skrifa aðra matreiðslubók- ina mína, Framandi og freistandi, Indversk og arabísk matreiðsla,“ segir Yesmine Olsson, danshöf- undur og einkaþjálfari í World Class, um Bollywood-sýningu sem hún undirbýr um þessar mund- ir. Sýningarnar hefja göngu sína í haust í Turninum í Kópavogi og þar mun Yesmine bæði dansa og syngja. Boðið verður upp á sér- stakan matseðil með indversku og arabísku ívafi á meðan Yesmine stígur á svið, en til liðs við sig hefur hún feng- ið hóp dansara og Jógvan Hansen söngvara. „Ég hef verið heilluð af Bolly- wood-dansi í mörg ár. Árið 2003 fór ég í einkatíma í Kaupmanna- höfn og fór síðar að kenna svo- kallað Bollywood-funk. Ég og Addi Fannar, eiginmaður minn, höfum bæði svo gaman af svona ind- verskri tónlist og mat að í brúð- kaupinu okkar dönsuðum við brúðarvals sem breyttist svo yfir í Bollywood-dans, með þátttöku tíu gesta sem við höfðum fengið til að æfa með okkur. Þeir tíndust einn af öðrum út á dansgólfið og þetta varð að lítilli Bollywood-sýningu sem sló í gegn í veislunni,“ segir Yesmine og brosir. „Sýningin í Turninum verð- ur mjög ævintýraleg. Við Jóg- van munum syngja á indversku og ensku með hópi dansara sem mun sýna dans úr nokkrum vin- sælum Bollywood-myndum. Það eru til margir mismunandi stíl- ar, en ég valdi að blanda saman hefðbundnum Bollywood-dansi og öðrum danstegundum,“ útskýrir Yesmine og segir nýtt lag í tengsl- um við sýninguna vera í vinnslu og verða frumflutt í ágúst. „Þegar ég var að elda hollan ind- verskan mat í Turninum í janúar kynntist ég Stefáni Inga Svanssyni og Sigurði Gíslasyni matreiðslu- meistara og við ákváðum að setja upp svona sýningu með mat, dansi og söng. Stuttu síðar var mér svo boðið að þjálfa og leið- beina Jóhönnu fyrir Euro vision, svo ég ákvað að fresta sýning- unni fram á haustið,“ segir Yes- mine sem var leikstjóri íslenska Eurovisionhópsins í Moskvu. „Ég vann mjög vel með fólkinu sem kom að Eurovisionatriðinu og hef því fengið mörg af þeim til liðs við mig í Bollywood-sýningunni. Fyrsta sýningin er áætluð 25. september og fólk getur nú þegar pantað sæti í Turninum.“ Yesmine Olsson undirbýr eigin sýningu í Turninum í Kópavogi: Setur upp ævintýralega BOLLYWOODSÝNINGUSSSÓL á OfficeraklúbbinnEinar Bárðarson, umboðsmað- ur Íslands og staðarhaldari á Officeraklúbbnum, hefur blás- ið til risadansleiks um helgina með SSSÓL, en Einar steig einmitt sín fyrstu skref í bransanum árið 1995 þegar hann tók að sér um- boðsmál fyrir hljómsveitina. Helgi Björnsson og Einar hafa ekki tekið höndum saman í prómóteringu síðan en Einar kallaði veru sína í búðum SSSÓL „Rokkskóla Helga Björnssonar“ í bókinni sinni Öll trix- in í bókinni sem kom út fyrir tveim- ur árum. Það má því vænta mikilla láta þegar lærlingurinn og lærifaðir- inn taka höndum saman á nýjan leik, en búið er að manna rútur sem keyra á ballið frá Reykjavík klukkan 23 frá BSÍ svo eitthvað sé nefnt. Þriðja kynslóð Kleppara Afkomendur Þórðar Sveinsson- ar, fyrrum yfirlæknis á Kleppi og El- lenar Johanne Kaaber efna til part- ís við Hafravatn 29. ágúst næst- komandi, en þar mun þriðja kynslóð Klepp- ara hittast til að spjalla og kynn- ast. Afkomend- ur Þórðar og Ellenar eru margir hverjir lands- þekktir, en þar á meðal eru Tinna Hrafnsdóttir leikkona, Ólafur Egill Egilsson leikari, Gunnlaugur Egils- son ballettdansari og Ísold Ugga- dóttir kvikmyndagerðarkona. Halda fatamarkað Steed Lord-parið Svala Björgvins- dóttir og Einar Egilsson ætlar að halda sam- eiginlegan fata- markað í Kola- portinu á morg- un. Markaðurinn verður ekki síður fyrir stráka en stelpur sem vilja gera kjarakaup, en til sölu verður allt frá sólgleraugum og skarti upp í kjóla, jakka og samfestinga. Hljómsveitir safna pening Hljómsveitirnar Benny Crespo’s Gang og Bloodgroup halda til Kanada seinna í mánuðinum og koma fram á tónlistarhátíð- inni North by North East. Þar sem gengi krónunnar hefur aldrei verið óhagstæðara ætla hljómsveitirn- ar að slá upp sérstökum fjáröflun- artónleikum á Grand Rokk annað kvöld klukkan 21 og mun allur að- gangseyrir renna í ferðasjóð hljóm- sveitanna. Ásamt þeim koma fram hljómsveitirnar Agent Fresco og Sykur. „Kona sem ég þekki spurði hvort ég vildi gefa eitt- hvað á uppboðið og það endaði svona óskaplega vel,“ segir Marta Rúnarsdóttir skóhönnuður. Marta gaf ný- verið sérhannaða skó á góðgerðarsamkomu The Sil- ver lining í Surrey í Bretlandi til styrktar einstakling- um sem hafa hlotið heilaskaða. Hæstbjóðandi var skipakóngurinn Jim Hayer, en hann greiddi hvorki meira né minna en 160 þúsund krónur fyrir skóna sem Azra Hayer eiginkona hans hlýtur. „Þetta var kallað „A day with the designer,“ svo Azra Hayer kemur til mín í nokkrar klukkustund- ir og ég hanna á hana skó sem verða búnir til sér- staklega fyrir hana,“ útskýrir Marta sem á og rekur skóhönnunarfyrirtækið Logo69 í London ásamt eig- inmanni sínum. Marta hannar skó fyrir verslunar- keðjur á borð við Topshop, River Island og Faith, er með tvær skóverslanir í Danmörku og í næsta mán- uði opnar hún nýja verslun í Westfield-verslunar- miðstöðinni í London. „Verslunarmiðstöðin er ekki langt frá Notting Hill og er sú stærsta og flottasta í allri Evrópu,“ segir Marta sem hefur verið búsett í Bretlandi síðastliðin 15 ár og kann vel við sig. „Ég er ekkert á heimleið, nema rétt að kíkja í heimsókn þegar veðrið er gott á sumrin,“ bætir hún við og bros- ir. - ag Marta Rúnarsdóttir skóhönnuður í London: Seldi skó á 160 þúsund Hæstbjóðandi Marta ásamt skipakónginum Jim Hayer og eig- inkonu hans, Azra Hayer, en Jim keypti sérhannaða skó af Mörtu á 160 þúsund krónur. Glæsileg Yesmine Olsson mun syngja og dansa í nýrri Bolly- wood-sýningu í Turninum í haust, klædd glæsilegum ind- verskum fatnaði. G A S S I SÖLVI TRYGGVASON FJÖLMIÐLAMAÐUR „Dagurinn í dag fer væntanlega í verkefni sem tengjast Velferðarsjóði barna, sem ég er að vinna fyrir. Á morgun vona ég að veðrið verði gott svo maður geti kíkt í sund og góðan göngu- túr, en um kvöldið er svo planið að nýta gjafabréf á veitingastaðinn Argentínu. Þar ætlum við Silvía, kærastan mín, að fá okkur steik og rauðvín og skála fyrir íslenska sumrinu.“ helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.