Fréttablaðið - 12.06.2009, Blaðsíða 18
18 12. júní 2009 FÖSTUDAGUR
Á Sauðárkróki hefur spennandi ævin-
týri verið í gerjun og kemur afrakst-
ur þess von bráðar fyrir augu almenn-
ings, en þá verður söng- og leiksýningin
Töfratónar ævintýrakistunnar frum-
sýnd í íþróttahúsi bæjarins. Höfund-
urinn er Sólveig Bergland Fjólmunds-
dóttir sem að öllu jöfnu starfar hjá
Vinnueftirliti ríkisins á Sauðárkróki.
Hún hlaut styrk frá Menningarráði
Norðurlands vestra til að koma hug-
mynd sem kviknaði í kollinum á henni
í framkvæmd.
„Sýningin byggist á tónlist úr teikni-
myndum, leikritum og söngleikjum.
Aðal sögupersónan er prakkarinn og
tónlistarálfurinn Lykill. Hann býr í
skógi í álfheimum og á gríðarstóra
kistu sem hefur að geyma tónlist sem
hann hefur safnað frá vinum sínum
úr ævintýraheimum. Upp úr kistunni
dregur hann hinar ýmsu sögupersón-
ur sem flytja töfrandi tónlist. Meðal
þeirra má nefna Línu Langsokk, And-
ann úr Aladín og félagana úr Ólíver
Twist. Í gegnum alla sýninguna er
móðir Lykils að leita að honum en hann
hefur óhlýðnast henni og er í felum.
Líðan hans hefur mikið að segja um
það hvað kemur upp úr kistunni hverju
sinni,“ lýsir Sólveig.
Öll lögin í sýningunni eru sungin á ís-
lensku en flytjendur eru á öllum aldri.
Einn þeirra er Hreindís Ylfa Garðars-
dóttir sem tók þátt í undankeppni Eur-
ovision á síðasta ári en hún og amma
hennar Erla Gígja Þorvaldsdóttir, sem
samdi Eurovisionlagið, hafa veitt Sól-
veigu hjálparhönd ásamt öðrum. „Ég
er með sex leikara úr Reykjavík og
hefur Hreindís leikstýrt þeim.“ Sól-
veig segir sig ekki hafa órað fyrir því
hversu mikið fyrirtæki það er að koma
sýningu sem þessari á fót. „Það er því
miður ekki til áfangi sem heitir „sótt
um leyfi 101“,“ segir hún og hlær. „Ég
er þó reynslunni ríkari og hef fullan
hug á því að taka upp á einhverju svona
aftur.“ Sólveig segist hafa fengið af-
skaplega góð viðbrögð við sýningunni
enda kærkomin viðbót við afþreyingu
á landsbyggðinni. Sem stendur er bara
ein sýning fyrirhuguð en ef vel geng-
ur segir Sólveig það vel koma til greina
að sýna oftar og jafnvel í öðrum bæjar-
félögum. Sýningin í íþróttahúsinu fer
fram klukkan 17 hinn 17. júní næst-
komandi og er hægt að kaupa miða við
innganginn og í síma 862-2770.
vera@frettabladid.is
SÓLVEIG BERGLAND FJÓLMUNDSDÓTTIR: FRUMSÝNIR NÝTT BARNALEIKRIT
Töfratónar úr ævintýrakistu
Elskulegur frændi okkar,
Hákon Árnason,
Dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum,
sem lést 6. júní, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju
laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Blóm og kransar
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent
á minningarsjóð Dvalarheimilisins Barmahlíðar,
Reykhólum. Reikningsnúmer: 1118-05-310241.
Kt. 670483-0379.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkinin frá Kambi.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Reinhardt Ágúst Reinhardtsson
fyrrverandi leikssviðsstjóri, Grenibyggð 27, Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu þann 7. júní. Jarðarför auglýst síðar.
Sigrún Linda Kvaran
Halldór Reinhardtsson Þóranna Andrésdóttir
Linda Björk Kvaran Höskuldur Björnsson
Kolbrún Kvaran Tómas Þráinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Systir mín,
Halldóra Jóhannesdóttir
Laugavegi 98, Reykjavík,
sem lést 29. maí sl. verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu mánudaginn 15. júní kl. 15.00.
Ragnhildur Richter
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Stefán Stefánsson,
fyrrverandi bæjarverkfræðingur á
Akureyri, Skálatúni 11, Akureyri (áður
Barðstúni 1),
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudag-
inn 7. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 16. júní kl. 13.30. Jarðsett verður á
Möðruvöllum í Hörgárdal.
Jóhanna Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson Þórhalla L. Guðmundsdóttir
Davíð Stefánsson Olga Kashapova
Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir Erling R. Erlingsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Fríða Emma Eðvarðsdóttir
Þorsteinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi,
síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra
á Sauðárkróki, lést laugardaginn 30. maí.
Útför hennar fer fram frá Mælifellskirkju laugardaginn
13. júní kl. 14.00.
Berta Margrét Finnbogadóttir
Böðvar Hreinn Finnbogason Guðbjörg Guðmannsdóttir
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir Guðmundur Magnússon
Violet Elizabeth Wilson David Wilson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Jón P. Andrésson,
lést aðfaranótt miðvikudagsins 10. júní sl. á
Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Útför verður frá
Eskifjarðarkirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 14.00.
f.h. aðstandenda,
Egill Guðni Jónsson Hulda Þorbjarnardóttir
Vilhelm Jónsson Bjarney A. Pálsdóttir
Jóhann Jónsson Svanhildur Jónsdóttir
Jónas A. Þ. Jónsson
Guðný Þ. Jónsdóttir Gísli M. Auðbergsson
börn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
og langammma,
Sígríður Þórlaug Elsa Björg
Sveinsdóttir
frá Bakka, Borgarfirði eystri, fyrrum
húsfreyja í Leyningi Eyjafjarðarsveit,
Mýrarvegi 111, Akureyri,
sem lést að morgni 9. júní, verður jarðsungin föstudag-
inn 19. júní kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju.
Áslaug Kristjánsdóttir Gunnar Frímannsson
Petra Benedikta Kristjánsdóttir Gísli Bogi Jóhannesson
Haukur Kristjánsson Hildur Hafstað
Erlingur Örn Kristjánsson
Vilhjálmur Geir Kristjánsson Pollý Rósa Brynjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Sólveigu má sjá í öftustu röð með fjólublátt hár.
Hún er bæði höfundur og leikstjóri verksins auk
þess sem hún samdi lokalagið í sýningunni.
Útsetningu annaðist Einar Bragi Bragason, tón-
listarstjóri sýningarinnar.
MYND/ÚR EINKASAFNI
M
YN
D
/Ú
R
E
IN
K
A
SA
FN
I
Þennan dag árið 1964 var
Nelson Rolihlahla Mand-
ela dæmdur í lífstíðar-
fangelsi. Hann hóf af-
skipti af stjórnmálum árið
1948 þegar Þjóðarflokkur-
inn í Suður-Afríku sigraði
í kosningunum þar í landi
en flokkurinn studdi að-
skilnaðarstefnuna.
Mandela hóf að vinna með Afr-
íska þjóðarráðinu gegn aðskilnaðar-
stefnunni og árið 1961 varð hann leið-
togi Umkhonto we Sizwe, hins vopn-
aða hluta Afríska þjóðarráðsins. Í
fyrstu hafði hann einsett sér að beita
aldrei ofbeldi en síðar skipulagði hann
ásamt öðrum mótspyrnu og andóf,
sem fólst meðal annars í skemmd-
arverkum sem hann beindi
gegn hernum og stjórnvöld-
um.
Eftir að hafa verið á flótta
í sautján mánuði var Mand-
ela handtekinn og dæmdur í
lífstíðarfangelsi. Hann þurfti
að dúsa í litlum fangaklefa á
Robben-eyju í 27 ár.
Þegar honum hafði verið
sleppt úr fangelsi, hinn 11. febrúar árið
1990, fór Mandela fyrir Afríska þjóðar-
ráðinu í samningaviðræðum um lýð-
ræðislegar kosningar 27. apríl 1994.
Að þeim loknum tók Mandela við for-
setaembættinu af Frederik Willem de
Klerk og varð þar með fyrsti lýðræðis-
lega kjörni forseti Suður-Afríku. Hann
gegndi því embætti í fimm ár.
ÞETTA GERÐIST: 12. JÚNÍ ÁRIÐ 1964
Mandela í lífstíðarfangelsi
GEORGE H. W. BUSH
ER 85 ÁRA Í DAG
„Ég hef mínar eigin skoð-
anir, mjög sterkar skoðan-
ir, en ég er ekki alltaf sam-
mála þeim.“
Bush var 41. forseti Banda-
ríkjanna en hann gegndi
embættinu fyrir repúblikana
frá árinu 1989 til 1993. Þá
var hann varaforseti Banda-
ríkjanna í forsetatíð Ron-
alds Reagan. Hann er faðir
George W. Bush sem lét af
embætti forseta Bandaríkj-
anna fyrr á þessu ári.