Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KNATTSPYRNUSKÓLI BOBBYS CHARLTON Skráning í Knattspyrnuskóla Bobbys Charlton 2010 á Eng- landi hefst 1. september 2009. Nánari upplýsingar veittar í síma 588 9900 eða með því að senda póst á fyrirspurn@itferdir.is. „Þetta er búið að vera frábær- lega skemmtilegt,“ segir Guð- rún Helga þegar hún er spurð út í göngur sumarsins. „Ég hef allt- af notið þess að fara í fjallgöng- ur og ekki spillir að fá ferðafélaga eins og þá sem ég hef haft síðustu vikurnar, forvitna, áhugasama og skemmtilega. Fólk sem vill kynn- ast íslenskri náttúru af eigin raun en kann að meta öryggið sem felst í að vera með manneskju sem þekkir til og fræðast af henni.“ Þó að Guðrún Helga hafi víða gengið um ævina hefur hún ein- beitt sér að ferðum á tvö fjöll í sumar, Helgafell í Hafnarfirði og Esjuna. Helgafellsgangan tekur um þrjá tíma og Esjugangan sex til átta. „Það er misjafnt hversu lengi ég er og fer eftir því hversu hratt ferðafélagarnir vilja ganga. Ef farið er of rösklega í byrjun reyni ég að gíra aðeins niður en ég rek ekki á eftir enda eru þetta skemmtigöngur en ekki áætlunar- ferðir. Samt stansa ég á vissum áningarstöðum til að spjalla og bjóða upp á hressingu en staldra gjarnan við oftar ef hópurinn óskar þess. Mér finnst mikilvægt að fólk taki með sér minningar úr ferðunum og myndataka er til dæmis partur af þeim. Allir fá líka skriflegt vottorð að lokinni ferð og einn sem fór með mér á Esjuna sagðist ætla að hengja það hjá skjalinu frá Kilimanjaro. Það fannst mér fallegt.“ Guðrún Helga byrjaði sumar- ið á að stofna heimasíðuna www. mountainclimbing.is, taka meira- próf og kaupa litla rútu til að geta sótt ferðafélagana þangað sem þeir óska, innan höfuðborgar- svæðisins, og skila þeim þang- að aftur. „Þeir sem fara á Helga- fellið geta til dæmis hoppað úr í Hafnarfirði til að skoða bæinn, fara í Hellisgerði eða hvert sem er,“ bendir hún á. Hún býður líka upp á kvöldgöngur á fjöllin tvö og var reyndar með miðnætur- göngur í júní og frameftir júlí. Þær segir hún hafa mælst vel fyrir. „Útlendingar sem ekki upp- lifa björt kvöld í sínu heimalandi kunna vel að meta það að standa á fjallstoppi um miðnætti með víðan sjóndeildarhring.“ gun@frettabladid.is Í félagsskap ferðamanna upp um fjöll og hlíðar Göngur og útivist hefur lengi verið eftirlætisiðja Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur fjölmiðlakonu. Hún ákvað að gera það áhugamál að atvinnu, stofnaði fyrirtæki í vor með eiginmanninum og býður nú leið- sögn í fjallgöngum í nágrenni höfuðborgarinnar, einkum á Helgafell í Hafnarfirði og hina vinsælu Esju. Á leið á fjallið helga, það er að segja Helgafellið í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.