Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 4.48 13.34 22.17 4.17 13.18 22.17 Í dag er miðvikudagurinn 5. ágúst 2009, 217. dagur ársins. Fyrir fimmtán árum var algengt að sjá asna sem og aðrar skepn- ur draga plóginn um akra hér í Zújar á Suður-Spáni. Fimmtán árum þar áður þótti asninn ómiss- andi hverjum manni sem átti ein- hvern jarðskika og flestir eiga jörð, meira að segja þorpsfíflið á hálfan hektara. NÚ eru einungis fimm asnar í þorpinu og eru þeir eigandanum frekar byrði en nauðsyn. En bónd- inn atarna gerir þetta ekki fyrir eintóman asnaskap því hann fær einhverjar evrur frá stjórnvöldum fyrir að viðhalda þessari skepnu sem á undir högg að sækja hér á Spáni líkt og annars staðar. Við búum nefnilega við þá sorglegu staðreynd að skepnur sem reynast ekki manninum vel eiga verulega erfitt uppdráttar. MAÐURINN hefur náð slíku ofurvaldi á tilveru jarðar að þær skepnur sem ekki reynast þess- um kóngi vel eru dæmdar úr leik. En áður en þær hverfa alveg fær mannfólkið samviskubit og borgar einhverjum sérvitringum, sem eru einnig í útrýmingarhættu í þess- um gerilsneydda heimi, nokkrar krónur fyrir þá viðleitni að við- halda stofninum. SKEPNAN verður að vera góð á bragðið, gefa eitthvað ljúffengt af sér eða gera eitthvert gagn til að eiga tilverurétt. Eina gagn- ið sem má hafa af asnanum er að láta hann rogast með tól og tæki á strætum sem eru svo þröng að bíllinn kemst ekki um. Ekki er það nægilegt innlegg til að tryggja sig í sessi í heimi þar sem mannfólkið fer með völd. TIL allrar hamingju nýtur nauta- atið mikilla vinsælda hér syðra svo mikið gagn, gaman og fjár- magn má hafa af nautunum sem annars væru í sömu hættu og asn- inn. Nautið er því búið að tryggja stöðu sína í tilverunni með því að gamna okkur mannfólkinu með dramatískum hætti. EN þá veltir maður fyrir sér stöðu tvífætta asnans og spyr sig; hvern- ig stendur á því að honum fækk- ar ekki þó hann geri ekkert gagn og enginn hafi þörf fyrir hann? Ég hallast að þeirri skoðun að spurn- ingin sé röng því að ólíkt þeim fer- fætta hefur maðurinn feikilega þörf fyrir tvífætta asna. Alltént býr mannskepnan við kerfi sem byggir að miklu leyti á því að ein- hver kaupi heilan helling af rusli og trúi alls konar vitleysu. Asnaskapur H E I L S U R Ú M 25% TIL 70% AFSLÁTTUR! KING KOIL Amerískt heilsurúm (Queen size 153x203) FRÁ kr. 99.850 Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.