Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 26
22 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Stjörnumenn eru svo sann- arlega með spútniklið sumarsins í Pepsi-deild karla en nýliðarnir úr Garðabæ eru nú í fimmta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Það eru margir á því að Stjörnu- menn hafi forskot með því að spila heimaleiki sína á gervigrasvelli. Tölfræðin styður það, enda hefur Stjörnuliðið náð í 19 af 23 stigum sínum á gervisgrasinu og aðeins náð í eitt stig utan þess frá því um miðjan maí. Stjarnan hefur unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum á gervigras- vellinum, þar af fimm þeirra með tveimur mörkum eða meira. Á meðan Stjörnumenn eru að skora 3,0 mörk að meðaltali á gervi- grasinu er liðið aðeins að skora 1,7 mörk í leik á venjulegu grasi, þar af aðeins 1,0 mark að meðaltali í síðustu sex leikjum. Stjarnan er eina liðið í íslensku úrvalsdeildinni sem spilar heimaleiki sína á gervi- grasi en liðið á sér nokkra kollega í norsku og sænsku deildinni. Það má sjá svipaðar tölur hjá þeim liðum. Í Noregi leika 6 af 16 liðum heimaleiki sína á gervigrasi. Þetta eru liðin Odd Grenland, Stabæk, Tromsö, Aalesund, Stromsgodset og Bodö/Glimt. Alls hafa þessi lið náð í 69 prósent stiga sinna og 76 prósent sigranna á þessu tímabili á gervigrasinu sínu. Þessi lið eiga öll sameiginlegt að hafa unnið fjóra heimaleiki eða fleiri og engu þeirra hefur tekist að vinna fleiri en tvo útileiki. Þarna virðist ekki skipta máli að liðin raða sér í sæti 3 til 15 í norsku úrvalsdeildinni eins og stað- an er í dag. Stabæk er nýjasta liðið í þess- um flokki en hinn nýi og glæsilegi leikvangur liðsins, Telenor Arena, er lagður gervigrasi. Stabæk vann norska meistaratitilinn í fyrra en í ár hefur liðinu ekki gengið alveg eins vel. Árangurinn á nýja gervi- grasheimavellinum er svipaður í tölum en miklu mikilvægari þegar kemur að hlutfallslegri stigasöfnun. Í stað þess að taka 59 prósent stiga sinna á heimavelli á grasinu í fyrra hefur Stabæk-liðið náð í 68 prósent stiga sinna í sumar á gervigrasinu í Telenor Arena. IF Elfsborg er eina liðið í sænsku úrvalsdeildinni sem spilar heima- leiki sína á gervigrasi. IF Elfsborg varð í 2. sæti í deildinni í fyrra og er sem stendur í 3. sæti í Allsvensk- an á eftir Helsingborg og Kalmar. Í fyrra vann Elfsborg 13 af 15 heima- leikjum sínum, skoraði 63 prósent marka sinna og tók inn 63 prósent stiganna á Borås Arena sem er lagð- ur gervigrasi. Markatalan var 31- 2 á gervigrasinu en aðeins 18-16 á útivelli. Í ár hefur Elfsborg unnið 6 af 8 heimaleikjum sínum og fengið 61 prósent stiga sinna á heimavelli. Markatalan er 16-3 á gervigrasinu en 11-11 á útivelli. Í Finnlandi spila þrjú lið á gervigrasi í úrvalsdeildinni, topp- liðið HJK Helsinki og tvö neðstu liðin, RoPS Rovaniemi og KuPS Kuopio. HJK er með lægsta hlut- fallið af öllum þessum „gervi- gras-liðum“ en aðra sögu er að segja af botnliðunum tveimur en 19 af 21 stigi RoPS og KuPS hafa komið í hús á gervigrasinu þeirra. Bæði liðin eiga enn eftir að vinna leik á venjulegu grasi á þessu tímabili. Það er því ekkert einsdæmi að gervigras reynist liði vel eins og það hefur gert hjá Stjörnumönn- um í sumar. Gervigrasið kallar á öðruvísi fótbolta og lið sem æfa og keppa að jafnaði við þær aðstæð- ur eru í betri stöðu að nýta sér þær gegn óvönum mótherjum. ooj@frettabladid.is Gervigrasið hjálpar mörgum liðum Stjörnumenn hafa náð í 83 prósent stiga sinna í sumar á gervigrasi sínu og það má líka sjá stingandi tölur hjá þeim liðum í norsku, sænsku og finnsku úrvalsdeildinni sem spila heimaleiki sína á gervigrasi. 21 MARK Í 7 LEIKJUM Stjörnumenn hafa fagnað mörgum mörkum á gervigrasinu sínu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/XX STIG LIÐANNA Á GERVI- GRASINU SÍNU 2009 (HLUTFALL MARKA INNAN SVIGA) Ísland Stjarnan 83 prósent (64) Svíþjóð IF Elfsborg 61 prósent (59) Noregur Odd Grenland 64 prósent (62) Stabæk 68 prósent (71) Tromsö 64 prósent (48) Aalesund 65 prósent (57) Stromsgodset 90 prósent (76) Bodö/Glimt 70 prósent (52) Finnland HJK Helsinki 55 prósent (57) RoPS Rovaniemi 91 prósent (60) KuPS Kuopio 90 prósent (77) Arnar Darri Pétursson, 18 ára íslenskur markvörður sem er uppalinn hjá Stjörnunni, fékk í fyrrakvöld sitt fyrsta tækifæri í aðalliðinu í 2-2 jafntefli Lyn á móti Brann í norsku úrvalsdeildinni. „Ég var búinn að undirbúa mig alla vikuna eins og ég væri að fara að spila. Ég sá það að þeir vildu láta mig spila,“ sagði Arnar Darri, sem fékk þó ekki að vita að hann yrði í markinu fyrr en á síðustu stundu. „Það voru eins erfiðar aðstæður og hægt var. Það var búið að rigna rosalega mikið og það voru pollar á vellinum,“ segir Arnar Darri sem var bara sáttur við leikinn. „Þetta gekk mjög vel en ég fékk á mig tvö vafamörk. Ég hefði getað betur í marki sem var skorað á mig beint úr auka- spyrnu og í markmannshornið. Ég misskildi aðeins aðstæður. Þetta var algjört reynsluleysi. Ég er búinn að skoða þetta fram og til baka og veit alveg hvað ég átti að gera,“ segir Arnar Darri. „Ég setti mér það markmið í byrjun ársins að ná því að spila allavega einn leik þegar ég væri orðinn átján ára. Ég er búinn að bæta mig þvílíkt mikið sem markmaður,“ segir Arnar. Lyn hefur gengið í gegnum erfitt tímabil enda hefur slæm fjárhags- staða liðsins þýtt að liðið hefur þurft að selja marga sterka leikmenn. „Það er hægt að líta björtum augum á það að vera ungur maður í liði sem er að losa sig við alla gömlu karlana. Þetta er því frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Arnar, en Lyn er núna búið að kaupa annan markmann. „Ég er ekki að fara hleypa honum frítt í markið,“ segir Arnar ákveðinn. Lyn mætir enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool í æfingaleik í kvöld en Arnar veit ekki hvort hann spilar. „Ég veit ekki hvort ég fæ að spila á móti Liverpool en ég ætla að hugsa jákvætt,“ segir Arnar en Lyn hefur lofað ungu strákunum að þeir fái að spreyta sig á móti stjörnunum í Liverpool „Þessi leikur verður sýndur um allan heim. Ég vona að það verði eitthvað fylgst með þessu heima ef ég fæ að spila. Liverpool verður með alla sína sterk- ustu menn og það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist,“ segir Arnar Darri. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport 2 í kvöld. ARNAR DARRI PÉTURSSON: LÉK FYRSTA LEIKINN MEÐ LYN OG VONAST TIL AÐ VERA Í MARKINU Á MÓTI LIVERPOOL Ég er ekki að fara hleypa honum frítt í markið FÓTBOLTI Atli Viðar Björnsson úr FH var valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Slóvakíu í vin- áttulandsleik á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Atli er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann er eini nýliðinn í hópnum sem Ólafur Jóhannesson valdi. Markverðir: Árni Gautur Ara- son (Odd Grenland), Gunnleifur Gunnleifsson (HK). Varnarmenn: Hermann Hreiðars- son (Portsmouth), Indriði Sig- urðsson (Viking), Kristján Örn Sigurðsson (Brann), Grétar Rafn Steinsson (Bolton), Ragnar Sigurðsson (Gautaborg), Sölvi Geir Ottesen (SönderjyskE). Miðjumenn: Brynjar Björn Gunn- arsson (Reading), Stefán Gísla- son (Bröndby), Emil Hallfreðsson (Reggina), Aron Einar Gunn- arsson (Coventry), Ólafur Ingi Skúlason (Helsingborg), Atli Viðar Björnsson (FH). Framherjar: Eiður Smári Guð- johnsen (Barcelona), Heiðar Helguson (QPR), Arnór Smárason (Heerenveen), Garðar Jóhanns- son (Fredrikstad). - egm Atli Viðar Björnsson úr FH: Eini nýliðinn NÝLIÐI Atli Viðar hefur leikið frábærlega með FH í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fyrir helgina var Þor- steinn Halldórsson ráðinn aðal- þjálfari Þróttar í stað Gunnars Oddssonar. Þorsteinn var aðstoð- armaður Gunnars en stýrir Þrótt- urum út þessa leiktíð. Liðið heim- sækir Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld og segir Þorsteinn að undir- búningur liðsins hafi verið í föst- um skorðum þrátt fyrir verslunar- mannahelgina. „Undirbúningurinn var bara hefðbundinn og engin breyting gerð þó þetta hafi verið þessi helgi. Það voru ekkert nein öðruvísi frí, bara á laugardeginum og svo búið. Ég held að það sé bara liðinn tími í fótboltanum að gefa sérstök frí um þessa helgi,“ segir Þorsteinn sem hefur lagt áhersluna á að laga varnarleikinn síðan hann tók við. „Þetta hafa verið hörkuleikir við Fjölni undanfarin ár og ég á ekki von á neinni breytingu á því núna. Við mætum bara tilbúnir í þetta, við höfum verið að stilla okkar strengi og skerpa á ákveðnum hlutum. Það gefur augaleið að eftir tvo síðustu leiki höfum við þurft að taka til í varnarleiknum.“ Þróttur hefur fengið á sig 36 mörk í deildinni í sumar og því ekki vanþörf á að laga varnarleik- inn. „Það er í grunninn sú vinna sem við höfum verið í þessa daga sem við höfum haft síðan ég tók við. Svo höfum við líka verið að vinna aðeins í kollinum á mönnum. Það hefur verið reynt að koma með nýjan vinkil á hlutina þó að það séu ekki til nein töfrabrögð í fótboltan- um,“ segir Þorsteinn. Grafarvogsliðið hefur breytt um mynd og áhersla þeirra á þétt- an varnarleik verið mikil síðustu leiki eftir dapra byrjun á tímabil- inu. „Fjölnismenn eru mjög agað- ir og það er þeirra stærsti kostur. Þeir eru orðnir mjög skipulagðir varnarlega og skyndisóknirnar hafa verið að nýtast þeim ágæt- lega undanfarið,“ segir Þorsteinn. Ekki má búast við stórum breyt- ingum á byrjunarliði Þróttar í kvöld. „Það eru alltaf einhverjar tilfærslur en það eru engar stór- ar breytingar. Þetta er náttúrulega sami hópurinn og hefur þetta aðal- lega snúist um að skerpa menn og undirbúa þá undir þetta.“ Þróttur situr á botni deildarinn- ar með átta stig en þar fyrir ofan eru Fjölnir og Grindavík með tólf stig. Það er því ljóst að leikurinn í kvöld er algjör sex stiga leikur. „Staða okkar í deildinni er þannig að við þurfum að fara að vinna leiki. Það skiptir miklu máli að missa ekki frá okkur liðin sem eru rétt fyrir ofan okkur. Þetta snýst um að safna stigum,“ segir Þor- steinn Halldórsson. - egm Þorsteinn Halldórsson stýrir Þrótti í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið heimsækir Fjölni í Grafarvoginn: Ekki til nein töfrabrögð í fótboltanum FYRSTI LEIKURINN Þorsteinn Halldórs- son þjálfari Þróttar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Finnlandshópurinn opinberaður Knattspyrnusamband Íslands heldur blaðamannafund í dag þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, kynnir leikmannahóp sinn fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi. Alls verða 22 leikmenn valdir en sami hópur tekur þátt í leik gegn Serbíu í undankeppni HM 2011. Sá leikur fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst. Það verður nóg að gerast í höfuðstöðvum KSÍ í dag því fyrir blaðamannafund kvennalandsliðs verður dregið í undanúrslit VISA- bikars karla þar sem Breiðablik, Fram, Keflavík og KR eru í pottinum. FÓTBOLTI Real Madrid heldur áfram að versla og í gær komst félagið að samkomulagi við Liverpool um kaupverðið á spænska miðjumanninum Xabi Alonso. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag og í kjöl- farið skrifa undir samning við spænska risaliðið. Alonso er 27 ára og hefur verið í herbúðum Liverpool síðan 2004. Hann var á síðasta tímabili einn besti leikmaður liðsins. Kaup- verðið er talið vera í kringum 30 milljónir punda en Real Madrid hefur eytt háum fjárhæðum í að styrkja sitt lið í sumar og ætlar greinilega ekki að fara í gegnum annað titlalaust tímabil. - egm Real Madrid heldur áfram: Alonso mættur til Madrídar ÓSKIN RÆTTIST Alonso hafði lýst yfir vilja sínum til að fara í spænska stórliðið Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.