Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 12
5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 8 Velta: 21,9 milljónir
OMX ÍSLAND 6
743,54 -0,36%
MESTA HÆKKUN
ENGIN
MESTA LÆKKUN
MAREL -0,98%
BAKKAVÖR -0,68%
ÖSSUR -0,44%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,50 +0,00% ... Atlantic
Airways 156,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 430,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,45 -0,68% ... Eik Banki 86,00 +0,00% ... Føroya Banki
120,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,40 +0,00% ... Marel Food
Systems 50,50 -0,98% ... Össur 112,50 -0,44%
Pepsídós fylgir
frítt m
eð
33 cl
MIÐVIKUDÖGUM
Ódýrt í matinn á
Tilboðið gildir
alla daga
Tilboðið gildir
alla daga
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið
stendur upp úr
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis-
aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent
Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi
stolt af þessum góða árangri og bendum
auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar
þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Allt sem þú þarft...
34%
74%
300P Holding ehf.
Actavis Group hf.
Alfesca hf.
Atlantis Group hf.
Avion Aircraft Trading hf.
Bakkavör Group hf.
Barry International á Íslandi ehf.
Bombardier Corporate Financial
Services Íslandi sf.
CN Liquidity Management ehf.
Dunedin á Íslandi sf.
Flugfélagið Atlanta ehf.
Frontier Energy Íslandi sf.
GoPro ehf.
Hf. Eimskipafélag Íslands
Icecraft ehf.
Icelandic Group hf.
Ingersoll-rand Finance Íslandi slf
Invent Farma ehf.
Leikhúsmógúlinn ehf.
Magna Íslandi sf.
Magna Investment á Íslandi ehf.
Marel Food Systems hf.
MID Íslandi sf.
Mogul Holding ehf.
MSREF S Íslandi, slf
MSREF T Íslandi, slf
MSREF TE Íslandi, slf
Nexfor fjármögnun ehf.
Noranda Íslandi ehf.
Norrænar Myndir ehf.
Northern Lights Leasing ehf.
Plus Farma ehf.
Primera Travel Group hf.
PrimeraAir ehf.
Promens hf.
Produmar ehf.
Quebecor World á Íslandi ehf.
SSF I Íslandi slf
SSF II Íslandi slf
Thomson Reuters á Íslandi sf.
Úthafsskip ehf.
Viking leiga ehr.
Woodbridge á Íslandi sf.
Össur hf.
FYRIRTÆKI SEM ERU UNDANÞEGIN FRÁ REGLUM UM GJALDEYRISMÁL
Össur er eina fyrirtækið á lista Seðla-
banka Íslands sem hefur undanþágu
frá reglum um gjaldeyrismál og
hefur stundað viðskipti með krónur
erlendis. Fréttablaðið sendi eftirfar-
andi fyrirspurn til allra fyrirtækja
á lista Seðlabankans: Hafið þið verið
þátttakendur á markaði með krónur
á erlendum mörkuðum?
Alls svöruðu 36 fyrirtæki fyrir-
spurn Fréttablaðsins, 35 svöruðu
neitandi en eitt svaraði játandi,
Össur hf.. Ekki fengust svör frá
átta fyrirtækjum. Þau eru: 300P
Holding, Avion Aircraft Trading,
Flugfélagið Atlanta, Northern
Ligths Leasing, Produmar ehf.,
Úthafsskip ehf., Víking Leiga og
Woodbridge á Íslandi.
Umtalsverður ávinningur
getur verið af því fyrir fyrirtæki
að stunda viðskipti með krón-
ur á mörkuðum erlendis. Sam-
kvæmt Reuters miðlunarkerfinu
þá hefur gengi krónunnar í Evr-
ópu verið að meðaltali um 230
krónur fyrir hverja evru í vetur.
Gengið innanlands hefur hins
vegar verið um 170 krónur fyrir
hverja evru. Því geta útflutnings-
fyrirtæki fengið um 60 krónum
meira að meðaltali fyrir hverja
evru af gjaldeyri séu viðskiptin
stunduð erlendis. Með þessu móti
geta fyrirtæki lækkað innlendan
kostnað þar sem þau kaupa krón-
ur á lægra verði. Athuga ber að
þessi viðskipti eru ekki lögbrot
en þau geta haldið aftur af styrk-
ingu krónunnar.
Í svari frá Össuri segir að ráð-
stöfun á gjaldeyri fyrir krónur á
erlendum mörkuðum sé umtalsvert
lægri en þær fjárhæðir sem fyrir-
tækið átti á erlendum bankareikn-
ingum þegar höftin tóku gildi.
Jafnframt segir að félagið hafi
greitt um 19 prósent af innlendum
kostnaði síðustu sex mánuði með
þessu móti en félagið hefur skipt
um 4,9 milljónum dala á erlendum
mörkuðum frá því í október á síð-
asta ári. Lauslega áætlað mé telja
að ávinningur félagsins sé um 200
milljónir króna. Fyrirtækið stund-
aði ekki viðskipti á þessum mark-
aði fyrir hrun. bta@frettabladid.is
Össur í gjaldeyrisviðskiptum
Össur hefur greitt um 19 prósent af innlendum kostnaði með krónum sem
keyptar eru erlendis. Ávinningur af viðskiptunum er um 200 milljónir króna.
Skilanefnd Kaupþings mat það sem svo að lög-
bann á fréttaflutning Ríkissjónvarpsins fengist
ekki staðfest þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu fjallað
ítarlega um málið. Því var ákveðið að falla frá lög-
bannskröfu á fréttaflutninginn í gær. Þetta kemur
fram í upplýsingum frá skilanefnd Kaupþings.
Skilanefndin sendi jafnframt frá sér tilkynningu
í gær þar sem kom fram að telji ráðamenn þjóð-
arinnar rétt að breyta lögum um þagnarskyldu sé
brýnt að löggjafarvaldið taki málið föstum tökum
þannig að fjármálafyrirtækjum sé unnt að fylgja
þeim reglum sem þeim sé ætlað að starfa eftir.
Samkvæmt heimildum frá skilanefndinni hafa
forsvarmenn danska bankans FIH sem er á for-
svari skilanefndarinnar fengið þó nokkrar fyrir-
spurnir vegna lekans og margir lýst áhyggjum
sýnum yfir því að þessar upplýsingarnar hafi verið
gerðar opinberar. - bþa
Töldu að lögbannið
yrði ekki staðfest