Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.08.2009, Blaðsíða 22
18 5. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Meghan Daum skrifaði um það í tíma-ritið Black Book hvernig það að sleikja sig upp við fólk fór að heita að búa sér til tengslanet. Á stuttum tíma hætti fólk að vera smeðjulegt og falskt þegar það tróð sér upp á annað fólk í von um að það myndi koma því vel seinna meir. Þetta varð eðlilegur hluti af samskiptum fólks. Ef maður getur ekki látið nokkur fræg nöfn í símaskrána er maður á rangri leið í lífinu. Ef maður reynir ekki að ota sínum tota er maður metnaðarlaus. Ég á persónulega mjög erf- itt með innantómt spjall við fólk sem ég þekki ekki neitt. Ég get ekki hrósað fólki nema ég meini það og ég vil ekki standa á barnum bara til að ná mikilvægu fólki á þeim tímapunkti sem það er móttækilegast fyrir hugmyndum mínum. Með öðrum orðum, ég er léleg í að mynda mér tengslanet. Ég þekki þó minn skerf af „réttu fólki“ og ef til þess kemur þá hika ég ekki við að gera það sem allir gera, notfæra mér ein- mitt það. Allt frá því sumarið fyrir áttunda bekk hef ég gert mér grein fyrir því að þeir sem þekkja einhvern fá betri vinnu. Ísland er ekki land tækifæranna, heldur tengslanna. Ég veit samt ekki hvern maður þarf að þekkja til að fá hundruð milljarða í lán fyrir lofti. Ég heiti ekki réttu karlmanns- nafni, ég hef aldrei átt banka. Ég hef ekki hugmynd um hvernig maður yfir höfuð kemst í þá stöðu að geta rústað efna- hag heillar þjóðar. Hverja þarf maður að sleikja upp? Við hvern talar maður? Ég hlýt að hafa misst af mikilvægu minnis- blaði einhvers staðar. Sumir eru greinilega betur tengdir en aðrir. Mikilvægi þess að þekkja rétta fólkið NOKKUR ORÐ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Þú færir þennan, ha? Þá færi ég peðið mitt hægt og rólega hingað og ... Ofhi tnun Þessi kall ætti nú að fá að teygja aðeins úr sér fyrir utan borðið. Góð hugmynd! Ég óska þess að ég gæti fengið gamla vöxtinn minn aftur. P O F F Ég verð eitthvað seint á ferð í kvöld. Vitur maður sagði eitt sinn að þegar kemur að endalokunum óski enginn sér að hafa eytt meiri tíma á skrifstofunni. Ég skal veðja þúsundkalli að þessi vitri maður hefur ekki átt son í bílskúrs- hljómsveit. Við æfum hérna klukkan sex … komdu með sírenuna þína. Svo þú ætlar að standa hérna og passa Lóu héðan í frá? Ég er stóri bróðir hennar, það er mitt hlutverk. Ég hélt að hlutverk þitt væri að gefa frá þér dóna- leg hljóð og pirra fólk. Haha. Mjög fyndið. Það er áhugamálið mitt, ekki hlutverk. Það er örugglega komið sumar núna. Þú mátt svitna núna … Embætti fi skistofustjóra er laust til umsóknar Embætti fi skistofustjóra er laust til umsóknar með skipunartíma frá 1. september 2009 til fi mm ára. Fiskistofa starfar samkvæmt lögum nr. 36/1992 um Fiskistofu. Ennfremur eru Fiskistofu falin verkefni í lögum nr. 116/2006 um stjórn fi skveiða, lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr.79/1997 um veiðar í fi skveiðilandhelgi Íslands, lögum nr. 151/1996 um fi skveiðar utan lögsögu Íslands, lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, lögum nr. 58/2006 um fi skirækt og fl eiri lögum ásamt reglugerðum er lúta að stjórn- sýslu á sviði fi skveiða, lax- og silungsveiða og fi skeldis. Fiskistofustjóri ber ábyrgð gagnvart sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á rekstri Fiskistofu. Gerð er krafa um háskólamenntun, og sérstaklega er æskilegt að umsækjendur hafi staðgóða þekk- ingu á fi skveiðistjórnun og stjórnsýslureglum og reynslu af stjórnsýslu. Laun eru ákveðin af kjara- ráði. Skrifl egar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og starfsferil skulu berast sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. ágúst 2009. Nánari upplýsingar gefur Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR SJÁÐU MYNDIN A SPILAÐU LEIKINN ! SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI! Vi nn in ga r a fh en tir í EL KO L in du m .1 49 k r/s ke yt ið . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. Vinning ar eru: B íómiðar á mynd ina · Tölv uleikurin n Varning ur tengd ur mynd inni · Fu llt af Pep si DVD og margt fl eira! SENDU SMS ESL GFV Á NÚM ERIÐ 190 0 ÞÚ GÆT IR UNNI Ð! FRUMSÝND 5. ÁGÚST SÝND Í DISNEY DIGITAL 3D Í VÖLDUM KVIKMYNDAHÚSUM MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 9. HVERVINNUR!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.