Samvinnan - 01.01.1937, Page 13
1. HEFTI
SAMVINNAN
skurður. Þanuig táknaði sá hluti grísku þjóðarinnar,
sem kallaði sig íóna, fegurðarhugsjón sína í bygging-
arlist.
Korintiski súlustíllinn er sprottinn úr hinum íón-
íska og honum mjög náskyldur um allt nema skraut-
ið á súluhöfðinu. Það er eftirlíking af þroskamiklu
blaðskrauti, sem virðist spretta með þróttmiklu laufi
út úr steinsúlunni. En þessi súlnagerð hefir ekki orð-
ið jafnþýðingarmikil fyrir heimslistina eins og hinar
tvær miklu grísku frummyndir í húsagerð menningar-
þjóðanna.
Menn vita nokkurn veginn með vissu, að hin fyrstu
hof Grikkja voru úr timburbjálkum, sem báru þunga
þalisins og skýldu mannfjöldanum í skrúðgöngum við
helgiathafnir hofanna. Menn vita ennfremur, að endar
bita og þverbjálka náðu út undan þakbrúninni. Síðan
breyttist byggingarlagið, Griklcir lærðu að reisa hof
sín úr steini og síðar úr marmara. Þeim óx máttur
og listarþroski. Gömlu timburhofin endurfæddust í
Frh. af 10. bls.
í Borgarfjarðarsýslu, gekk í Hvítárbakkaskóla árin
1905 til 1907, var kennari í uppsveitum Borgarfjarðar
nokkur ár, gekk í Verzlunarskóla íslands 1913—14
og 1915—16, var verzlunarmaður í Stykkishólmi eitt
ár, réðst starfsmaður til Kaupfélags Borgíirðinga,
Borgarnesi, 1917 og var þar, þangað til hann íluttist
til Hornafjarðar seinni liluta árs 1921. Jón var for-
maður kjötverðlagsnefndar fyrsta starfsár hennar.
Hann var kosinn í stjórn Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga árið 1936. Jón er giftur Guðríði Jóns-
dóttur frá Bíldudal.
Síðan 1922 hefir hagur Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga batnað ár frá ári. Jafnhliða hafa liéraðsbúar bætt
hag sinn og tileinkað sér nýjustu tækni við fram-
leiðslu sína. Ferðamaður, sem fer um Austur-Skafta-
fellssýslu, sér marga nýbyggða, fallega bæi, víðáttu-
mikil slétt tún og stóra kartöflugarða. Um sláttinn er
vinnuglatt fólk að verki við hvern bæ, og suð sláttu-
véla og rakstrarvéla syngur við eyra. Atorka, reglu-
semi og nýtni lýsir sér í hvívetna. Kaupfélagið hefir
ekki arðrænt almenning. Efnaliagur bænda hefir
batnað, síðan það hóf starfsemi sína, og starfsgleði
og starfsþor hefir aukizt.
íslenzk alþýða liefir undanfarna áratugi háð liarða
baráttu fyrir efnalegu frelsi sínu. Hún befir unnið
marga sigra, en margir erfiðleikar liafa orðið á vegi
hennar. Oft heíir eini fengurinn verið reynslan. Einn
af stærstu sigrum síðustu ára hefir verið unninn í
Austur-Skaftafellssýslu, og er hvoru tveggja að þakka,
góðri stjórn og góðum liðsmönnum.
Ragnar Ólafsson.
íp r m — 1 □ @ 11 II 1 — • ra o O 1= £
n _ — ~ i ■ T S
# [ t z ■ B -- 7TQ _ 1 £
• 0 1 ■ ; X.U ri
H 1 ::: m 1
t J S
Z m & i
■ 1 1j 'Sfi' 1 1 1 gxv. izmr—
6 ' 1 -i-': • HiB u H Í4cd 'WmásSiá ■i I * 1
11 □ z □ □J ' 1 1 L
~7 I ■= i 3 it s = I E • □ mr ]■[ £ Éj
Grunnmynd af grísku hofi. Goðastúkan í miðju
marmara, sem gulnaði undan ofurmagni sólarbirtunn-
ar. Hofin urðu fegurri og fegurri, en báru alltaf i
gerð sinni og steinskrauti, hvar sem á var litið, merki
um uppruna sinn úr skógum landsins. En á blómaöld
Grikkja lagði þessi Hstelska þjóð mikið af snilld sinni
í að reisa úr marmara með þrennskonar súlnaskrauti
einföldustu og yndislegustu byggingarnar, sem saga
listanna hermir frá. J. J.
Kaupfélagsstjóraskipti
Þórhallur Sigtryggsson, sem verið hefir kaupfélags-
stjóri á Djúpavogi, tók við framkvæmdastjórn Kaup-
félags Þingeyinga á Húsavík 1. jan. Karl Kristjánsson
gegndi kaupfélagsstjórastörfum frá því, að Sigurður
Bjarklind hætti, og þangað til nú, að Þórhallur tók
við. Kaupfélagsstjóri á Djúpavogi verður Jón Sigurðs-
son, sem verið hefir starfsmaður í mörg ár hjá félaginu.
Hjá Kaupfélagi Siglíirðinga á Sigluiirði urðu skipti
um áramótin Yilhjálmur Hjartarson, sem verið liefir
þar kaupfélagsstjóri, siðan félagið var stofnað, lét af
starfi, en Sigurður Tómasson, sonur Tómasar kaupfé-
lagsstjóra á Hofsós, tók við. Sigurður hefir verið for-
stöðumaður Kjötbviðar Siglufjarðar.
Magnús Guðmundsson, • kaupfélagsstjóri hjá Kaup-
félagi Önfirðinga á Flateyri, sagði lausri stöðu sinni
um áramótin, en Ólafur Þórarinsson, starfsmaður lijá
S. 1. S., annast stjórn félagsins fyrst um sinn. Hann
var áður kaupfélagsstjóri á Patreksfirði.
Hjá Kaupfélagi Saurbæinga á Salthólmavík urðu
skipti um áramótin. Jón Þórðarson kaupfélagsstjóri
lét af störfum fyrir elli sakir, en Markús Torfason frá
Ólafsdal tók við.
Hjá Verzlunarfélagi Vindliælinga á Skagaströnd urðu
einnig slcipti. Ólafur Lárusson kaupfélagsstjóri lét af
störfum um áramót, flutlist til Reykjavíkur og verður
starfsmaður hjá Grænmetisverzlun rikisins. Við kaup-
félagsstjórastöðu þar tekur Gunnar Grímsson frá Eski-
firði. Hann hefir undanfarið verið starfsmaður hjá
útibúi Landsbankans á Eskifirði.
13