Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 3
SAMVINNAN XXXI. árgangur, 2. hefti Ritstjórar: Jónas jónsson og Guálaugur Rósinkranz Afgreiðsla: Sambandshúsinu, sími 1080 Reykjavík, febrúar 1937 Utgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga 10 hefti á ári. Kr. 2.50 til kaupfélaga Febrúar Fyrir 30 árum, 28. jan. 1907, stofnuðu bændur á Suðurlandi Sláturfélag Suðurlands. Varð það íljót- lega afarstórt og fjölmennt féiag. Náði það í byrjun vestan frá Snæfellsnesi og austur að Slceiðarársandi. Það byggði hið fyrsta sláturhús og fyrsta frystihús, sem bændur áttu hér á landi. Félagið gerði afar- mikið gagn, en allra mest á fyrstu árum sínum. Bændur voru þá liörmulega haldnir með afurðasölu sína. Þeir komu með sauðfé sitt í smáhópum hvaðan- æfa af Suðurlandi og voru oft vikum saman með það á hnjótunum kringum Rvík, áður en þeir fengu það selt. Félagið kom skipulagi á rekstrana til bæj- arins, slátrunina, vöruvöndunina og framboð vör- unnar. Það hefir verið áhrifamikil lyftistöng bænda í mörgum sýslum. Hitt er leiðara, að ýmsir bændur á Suðurlandi hafa verið því ótryggir og elt tylliboð kaupmanna miklu meira en góðu liófi gengndi, en kjötsölulögin frá 1934 hafa dregið úr þeim óvanda. Sláturfélagið hefir gefið út liefti með ýmsum fróð- leik á afmæli sínu. En því miður liafa slæðzt all- margar villur um kjötsölulögin inn i grein eftir for- mann Sláturfélagsins. Hann virðist ekki vita um störf kaupfélagsstjóranna, sem gerðu alla aðaldrætti frum- varpsins, og að nefnd sú, sem hann vitnar í, hafði ekki meiri þýðingu fyrir málið heldur en hinn ald- urhnigni formaður, sem liefði heldur á þessum degi átt að minnast sigra, sem félag hans hefir unnið. ☆ ☆ ☆ Nú um miðjan veturinn er verið að grafa fyrir grunni að nýju samvinnufyrirtæki í Rvík. Hið nýja hús er á Arnarhólstúni skammt frá hinu mikla í- þróttalrúsi Jóns Þorsteinssonar. Þessi bygging á að vera fyrir samvinnuprentsmiðjuna, sem nú er ný- stofnuð og heitir Edda. Hefir hún keypt Acta-prent- smiðju, eu bætir við sig nýjum tækjum, svo að hún verður í sumar ein hin fullkomnasta prentsmiðja á landinu. Erlendis er það mikill siður, að samvinnu- menn lcoma sér upp sínum eigin prentsmiðjum. Stundum eiga kaupfélög eða samvinnuheildsölur þess- ar prentsmiðjur til að tryggja sér sanngjarnt verð á prentun. Hér eiga einstakir samvinnumenn hina nýju prentsmiðju, en þeir stofna hana vegna samvinnu- manna til að tryggja þeim i einu góða prentun og sanngjarnt verð. Vonandi skilja öll samvinnufélög landsins, að hér er verið að vinna að þýðingarmiklu fyrirtæki, og leita þangað með þá prentun, er þeir þurfa með. ☆ ☆ ☆ Kaupfélag Árnesinga hefir keypt liina gömlu ver- stöð Þorlákshöfn og er nú að koma þar upp nýtízku- útgerð með vélbátum. Þegar Egill Thorarensen keypti Þorlákshöfn fyrir fáum árum, mátti heita, að hún væri í eyði og öll útgerð hætt. í fyrra voru þar 5 vélbátar, en nú verða þeir 8. Síðastliðinn vetur var aflinn þar fádæma mikill. Gildi Þorlákshafnar liggur í því, að lendingin er allgóð og fiskigöngurnar oft svo að segja uppi í landsteinum. Hugsjón þeirra manna í Kaupfélagi Árnesinga, sem beitt hafa sér fyrir þessu máli, er að skapa þarna afarmikla vetrar- atvinnu fyrir bændur á Suðurlandi og heimamenn þeirra og að gera Þorlákshöfn að sjálfstæðu atvinnu- og menningarfyrirtæki. Kaupfélagið er húsbóndi á staðnum, og það lætur ekki líðast í sinni verstöð ó- þarfa eyðslu af neinu tagi, eða slark, eins og oft brennur við í stjórn annara verstöðva. Þorlákshöfn verður þannig stór og afar-þýðingarmikil samvinnu- verstöð, sem getur haft mikla þýðingu sem for- dæmi um það, hversu skipa má útgerðarmálum á þann liátt, að bæði sé gætt bagsýni um fjármál og menningarþarfir sjómannanna. ☆ ☆ ☆ Gefjun á Akureyri færist nú í aukana. Hún hefir nýlega bætt við 6 nýjum vefstólum. Unnið er í lióp- um þannig, að vélarnar lialda áfram allan sólarhring- inn. Búizt er við, að framleiðsla verði nú í ár helm- ingi meiri en 1936. Eftirspurn um dúkana er sívax- andi og ómögulegt að hafa undan pöntunum. Sútunardeild Sambandsins færist í aukana. Þar eru sútuð allskonar skinn. Iðnaðurinn er að byrja, sumpart í Sís, en sumpart í höndum einstakra við- skiptamanna. Skógerð Sambandsins er á góðum vegi. Þar eru gerðir skór handa íþróttafólki, verkamönn- um og tilhaldsskór karlmanna. Kvennaskór koma seinast, því að þar er fjölbreytnin mest og kröfurnar harðastar. Sólaleður er að nokkru innflutt, en ann- ars er íslenzka skinnið notað til alls i þessum iðn- aði. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.