Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 13
2. HEFTI SAMVINNAN Bækur „Samvínna" Eftir Upton Sinclair (»Coop: A novel of living together«). Ritdómur þessi er þýddur úr enska tímaritinu »The Cooperative Productive Review«, Desember 1936. Kaupfélög iiafa til þessa verið fá og fámenn í Bandaríkjunum. Aftur á móti hafa sölufélög bænda haft allmikil áhrif. En áhugi fyrir samvinnumálum liefir verið mjög lítill. Nú virðist þetta vera að breytast. Roosevelt forseti sendi nefnd manna til Evrópu siðastliðið sumar til að rannsaka staifsemi og skijiuiag samvinnufélaga þar. Nefndin hefir gefið út bók um ferð sína, þar sem eindregið er mælt með, að starf- semi samvinnufélaganna verði aukin í Bandarikjunum. Hinn mikli kosningasigur Roosevelts í haust sýndi, að straumhvörf hafa orðið í stjórnmálum þar i landi. Og það er gleðiefni öllum samvinnumönnum, að liugsjónir samvinnustefnunnar virðast skipa veglegan sess í Bandarikjum Roose- velts. Hinn vaxandi fjöldi samvinnufélaga og samvinnumanna bendir til, að líkaböng' stórkapitalismans hafl liringt út í Banda- ríkjunum. Nú liefir eitt af þekktustu skáldum og þjóðliagshugsuðum Bandarikjanna, Upton Sinclair, geflð út skáldsögu, sem lielguð er samvinnustefnunni. Eftirfarandi ritdómur er um bókina, sem liann kallar: »Samvinna: saga um sambúð«, á ensku: Coop: A novel of living together. — Þýðandinn. Ef við ættum nú án þess að hafa í veganesti 90 ára rej'nslu samvinnufélaganna að gerast brautryðjendur samvinnuhreyf- ingar, mjndum við að líkindum eiga við meiri erfiðleika að stríða en braut- ryðjendurnir írá Rochedale. Samkeppnin er harðari en þá og markaðsmöguleikarnir minni. Samvinnufélögin verða nú að heyja baráttu við forustu verzlunar- og iðjuhölda nútímans, svo að ekki sé minnzt á fjár- máiamennina og stjórnmáiamennina, er nota samvinnufélögin sem aðalskotspón. Betta er atriði, sem vert er að taka eftir. En sem betur fer er ástæðulítið fj'rir okkur Englendinga að gera þetta að umtalsefni nema þá sem þakklæti fyrir næstum aldar- langt ósérplægið starf. En hvernig er það í öðrum löndum? Upton Sinclair, sem nú tekur til orða i skáldsögtiformi eftir næstum 5 ára þögn, lýsir í hinni nýju bók sinni »Samvinna« nokkrum af erfiðleikum og hættum, gleði og sigrum samvinnubrautryðjandans. Coop er saga samvinnunýlendu, þar sem menn og konur af öllum stigum sameinast til að trj'ggja sér sjálfstæði og örj'ggi. Californíubúar vita, ef til vill betur en við i Englandi, að kaffibaununum var brennt sem fórn á stalli gullkálfsins, að kornið var látið rotna á ökrunum eða það var plægt niður í moldina, vegna þess að það svaraði ekki kostnaði að gera það að niarkaðshæfri vöru. En samtímis liðu þúsundir manna hungur. Fylkingar hinna atvinnulausu stækkuðu dag frá degi, en verkefnin biðu óleyst. Sagan, sem Sinclair segir af þessu fólki, er svipuð sögunni um Rochedale-vefarana. Californiubúarnir bjuggu i slæmum liúsa- kynnum, en enginn vildi hjálpa þeim; þeir ákváðu því að lijálpa sér sjálflr. Þeim varð ljóst, að hallærið stafaði ekki af vöru- skorti, heldur af gnægð vörubirgða. Fram- leiðslutækni var meiri en sögur fara af áður; nóg var til af öllum gæðum. En gallinn var, að verkamennirnir áttu hvorki framleiðslutækin né framleiðsluna. Þeir liöfðu enga peninga til þess að kaupa fyrir. Ráðið, sem þeir tóku, var að skipta hinu eina verðmæti, sem þeir áttu, vinnunni, móti vörum og öðrum gæðum. Þeir fundu einnig upp nýja tryggingu: traust almenn- ings á hóploforðum karla og kvenna, sem gátu og vildu vinna og vildu standa við loforð sín og samninga. Þeir leigðu vöruhús fvrir 30 dollara á mánuði, fengu timbur til viðgerðar, gegn loforði um áframhaldandi viðskipti, vagn fyrir brenni, íbúðarbýli fj'rir vinnu við málningu, og þannig héldu vöruskiptin áfram eins og á löngu liðnum öldum. Fólkið rökræðir og vinnur, vonar og óttast, elskar og hatar. Það byggir upp samvinnubúðir af hrifningu, en á traust- um grundvelli: saga þess er litauðug, eins og lífið sjálft. Skáldið veit, hvernig það á að lialda athj’gli lesandans vakandi, enda er »Coop« skemnitileg aflestrar. I samvinnufélögum okkar er ástandið öðruvísi, en það er eingöngu að þakka undangengnu staríi. I Iínglandi nær sam- vinnuhreyflngin til allra stétta og iðn- gieina. Þegar nj’tt samvinnufyrirtæki er stofnað, getur það reiknað með siðferði- legri og fjárhagslegri lijálp. En þannig er það ekki í Ameríku. Þar verða brautryðj- endurnir að treysta á frumlegri aðferðir. Það talar sínu máli, að 1935 voru 175 kaupfélög í Californiu, en 75 i öðrum ríkj- um Bandaríkjanna. I »Coop« eru nálega hundrað söguper- sónur, og eru þær taldar upp fremst i bókinni. Bændur og prestar Bændurnir brúka barðaliatt; bændurnir gjalda kóngi skatt; bændur í orfið binda Ijá; bændur gæðingum fljúga á; bændurnir liúsin liyggja ný; bændurnir riða kaupstað í. Prestarnir liafa parruk livítt; prestarnir kenna orðið titt; prestarnir oft á pelann fá; prestarnir skíra börnin smá; prestar samtengja pilt og mey; prestar afleysa livinn og grey. (ísl. þulur og skemmtanir.) Frh. af 22. hls. miklu áhrif kvenna á burtför úr sveitum til sjávar- þorpa og' kaupstaða sé að mjög verulegu leyti ílótti undan húskuldanum. Og sé þetta rétt, þá er það eitt af þýðingarmestu félagsmálunum að berjast á móti húskuldanum í sveitinni. Mér koma í liug dæmi um ágæta bæi í sveit, þar sem kuldinn er óbærilegur að vetrinum. Stundum er það gamalt, vindþurrkað og gisið timburhús, sem kuldinn næðir í gegnum. Stundum eru það steinhús, tvær, jafnvel þrjár hæðir. Helkaldur kjallari með alls- konar geymslum og 5—8 herbergi uppi. Hvergi ofn. Enginn liiti nema frá eldstónni í eldhúsinu. Stund- um ber góð húsmóðir prínius eða olíuvél milli lier- bergja lil að reyna að hlýja loftið eitt augnablik. En sú hitun er líkt og þegar litla stúlkan vermdi fingurna með því að lcveikja á eldspýtunum, eins og sagt er frá i einu æfintýri Andersens. Hér þarf að grípa til skjótra og góðra úrræða. Það þarf að herja á kuldann og útrýma honum úr heim- ilunum. Að því má vinna á margan liátt: með breyttu byggingarlagi, með því að liafa meiri áhuga fyrir hitun heimilanna, með því að spara ýmsar óþarf- ar vörur, eins og áfengi, tóbak og jafnvel kaffi, og verja því, sem þannig sparast, til að gera heimilin lilý og vistleg. Allar þessar iiliðar rnunu verða rædd- ar í þessu tímariti. J. J. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.