Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 2. HEFTI Staðgreiðsla Ein af grundvallarreglum þeim, er fyrstu samvinnnmennirnir, vefar- arnir í Rochdale, seltu um verzlun sína var, að hún seldi eingöngu gegn staðgreiðslu. Þessari reglu liafa samvinnumenn víðsvegar um heim síðan fylgt að svo mildu leyti, sem því hefir orðið við komið, enda er regla þessi ein af þýðingarmestu slcipulagsákvæðum þessa félags- skapar. Vér skulum nú atliuga, hverjir eru helztu kostir staðgreiðslunnar. Frá sjónarmiði kaupandans er það í fljótu bragði enginn kostur að geta ekki fengið »skrifað«. í raun og veru er það þó. Lánsverzluninni fylgir venjulega sá ókostur, að fólk kaupir fyrir meira fé en það hefir yfir að ráða, þegar að skulda- dögunum kemur. Það getur ekki staðið í skilum og safnar skuldum. Skuldirnar þyngja á; þær ganga út yfir næsta tekjutímabil, og minna og minna verður eftir af tekjunum, afgangs skuldum, til að kaupa fyrir nauðsynjar á ókomnum dögum. Það er svo þægilegt að láta »skrifa«; við getum einhvern tíma borgað þetta, hugsar fólk, og svo kaupir það hluti, sem það liefði vel gelað Eftir Guál. Rósinkranz komizt af án, en skuldin fyrir þá skemmir fjárhaginn, og annað, sem nauðsynlegra væri að kaupa, verður sökum þess að sitja á hakanum. Sumir spyrja, ef til vill: Er það ekki skylda kaupfélaga að lána þeim vörur, sem ekkert hafa til þess að kaupa fyrir? Nei, það er það ekki. Það er lítt samrýman- legt að reka fyrirtæki vel sem verzlunarfyrirtæki, og vera jafn- framt framfærslu- eða góðgerða- stofnun. Með því að félagið sé vel rekið sem verzlunarfyrirtæki, kem- ur það félagsmönnum líka að mestu gagni, er til lengdar lætur. Frá sjónarmiði verzlunarinnar lilýtur lánsverzlunin að vera skað- leg, því ekki fer lijá því, að meira og minna tapist af skuldum. Töpin verða einhvern vegin að nást upp, og þau nást auðvitað ekki nema með því að leggja þau á vöruna. Varan hlýtur því að liækka í verði um það, er skuldatöpunum nemur. Auk þess verða renturnar af því fé, sem bundið er í skuldunum, livort sem þær greiðast eða ekki, að leggjast á vörurnar. Þella hlýtur auðvitað að liafa það í för með sér, að umsetning' verzlunar- innar minnkar, því viðskiptamenn- irnir, sem liafa sínar vissu tekjur, geta skiljanlega ekki kej'pt eins marga hluti dýra eins og ódýra. Sumir halda þvi fram, að ekki sé hægt að ná viðskiptum, til dæmis í Reykjavík, nema með lánsverzlun. En það er alger misskilningur. Kaupfélag Reykjavíkur og Pönt- unarfélag verkamanna liafa frá byrjun eingöngu selt gegn stað- greiðslu, og samanlagt hafa þau nú, eftir stuttan starfstíma, nokkuð yfir 2000 fasta viðskiptamenn, og j>að er meir en nokkur önnur matvöruverzlun í Reykjavík hefir. Þessi félög eru þau einu kaupfélög, er í Reykjavík hafa starfað, sem fyllilega liafa fylgt reglunni um staðgreiðslu, og má óefað mikið þakka þessari reglu liið góða gengi félaganna. — En viðskiptamennirnir koma þangað, sem þeir gera bezt kaup. Skuldatöpliverrarverzlunarverða, eins og ég tók fram liér að ofan, að leggjasl á vöruna. Skilamenn- irnir verða þannig að taka á sig þessar skuldir með hinu liáa vöru- verði; þeir verða að horga fyrir vanskilamennina. Þetta er óheil- brigt og skapar óréttlæti. Ein af frumreglum kaupfélaganna er að slcapa réLllæti í viðskiptum, þess Frh. á 26. bls. Sambandið lætur sauma úr sínum sútuðu skinnum skófatnað, hanzka, vesti, jakka og kápur handa konum og körlum. Aulc þess ættu handiðnarmenn og vérzl- anir að kaupa sútuð skinn og vinna úr þeim margs- konar iðnaðarvörur, svo sem veski, peningabuddur, handtöskur kvenna, skjalatöskur o. s. frv. Sænska heildsalan á verksmiðju, sem framleiðir silki úr trjábolum. En síðan selur heildsalan silki- efnið til sjálfstæðra iðnrekenda, og þeir vinna úr því silkið og klæði úr silkinu. Svona á að vera hér. Úti um allt land á að geta komið upp fjölbreyttur iðn- aður, þar sem unnið er úr hinum ágætu Gefjunnar- dúkum, og fjöldi fólks fengi atvinnu við að framleiða iðnaðarvörur, sem nú eru íluttar frá útlöndum. ☆ ☆ ☆ Gefjun lætur sauma yfirliafnir, kápur, jakka og vesti á konur og karla, eftir máli og sendir til kaup- enda, hvar sem er á landinu. Þetta tækifæri ættu sem ílestir að nota sér. Skinnvesti eru afarlientug fyrir sjómenn og verkamenn og bændur, sem vinna undir beru lofti í misjöfnu veðri. Skinnjakkar eru prýði- legir á ferðalögum, bæði á hestum og í bifreiðuin. Tæplega nokkur klæðnaður er jafn-lilýr í kulda, en í rigningum þarf að liafa olíustakk yztan. Þá má telja ólíkt eðlilegra, að konur í bæjum gangi um vetur fremur í hinum fallegu, íslenzku skinnkáp- um en erlendum fatnaði, sem að öllu leyti er ólient- ugur hér á landi. Enn er tiltölulega lítið notað af skinnfötum frá sútunarverksmiðjunni. En það þarf að verða takmark íslendinga, að tugir þúsunda af íbúum þessa lands gangi í klæðum úr hinum ágætu skinnum, sem þjóðin framleiðir í ríkulegum mæli. J. J. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.