Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 11
2. HEFTI SAMVINNAN Heimilið - Börnin og maturinn Prófessor Carl Schiötz, frægur norskur barnalæknir og kennari í Iieiisufræði við Osló-háskólann, hefir vakið mikla athygli i Xoregi og viða erlendis fyrir kenningar sinar um bætt mataræði skólabarna. Pró- fessorinn vekur athvgli almennings á þvi, að við rannsókn á skólaskyldum börnum i Osló hafi komið i ljós, að i)9I/2°/o af þeim hafi skemmdar tennur. Tennurnar, segir hann, eru viðkvæm liffæri, og við vöntun á hollum og fjörefnarikum mat, jafnvel þótt um stundarsakir sé, er lieilbrigði tannanna strax í hættu. Þetta kemur mjög fram í lieilsufari barnshafandi kvenna, barna, unglinga og sjúklinga. Þroskatimi barna og unglinga nær fram að tvítugsaldri. Allan þann tima þarf æskan að hafa gott og fjörefnarikt fæði, allra helzt i löndum með litlum sólargangi og löngu skammdegi. Tannburstinn og tannkremið liafa engin áhrif á hreysti tannanna, segir prófessorinn ; tannþvottur hefir ekki þj'ðingu nema sem hreinlætisráðstöfun eins og þvottur lik- amans. Hér á landi er sá siður upptekinn í nokkrum kaupstaðaskólum að gefa börn- um efnalitilla foreldra nokkra miðdags- hressingu, og sama var siður i Noregi. Prófessor Sehiötz er þessu mótfallinn. Hann vill, að öll börn borði morgunmat í skólan- um, og sú máltið á að vera svo haglega samsett, að tennurnar fái þar fullkomna næringu. Hinn frægi Osló-morgunverður er sem hér segir: Nýmjólk ’/3 litri, rúgbrauð og »hart« brauð með smjöri og osti eftir vild. Hálft epli, væn gulrót eða hálf appelsina til skiptis viku i senn. Máltiðin bj'rjar með appelsinu, þegar hún er á borðum, en endar með eplinu eða gulrótinni. Börnin mega ekki drekka, meðan þau hafa mat í munninum. Pau þurfa að tyggja vel og munnvatnið að hafa áhrif á fæðuna. Schiötz barnalæknir leggur mikla áherzlu á, að börnin þurfi að fá þessa hollu og lifefnaauðugu máltíð á morgnana. Nú sé hættan sú, að allur þorri barna fái litla og oft miður holla næringu á morgnana, t. d. kaffi með lélegu brauði, sem þau glej'pa í sig syfjuð, meðan þau eru að hraða sér að heiman í skólann. Siðan eiga börnin að sitja marga klukkutima i skólanum við erfitt nám. Prófessorinn segir, að margir foreldrar kvarti um, að Kvenfólkið - Börnin börnin hafi litla matarlyst áður en þau fari í skólann. Par setur hann undir lekann og lætur börnin fá sinn morgunmat fyrsta hálftimann, sem þau eru í skólanum. Pau koma hress og göngumóð og hafa þá ágæta lyst. Pegar farið verður að gefa íslenzkuin börnum morgunverð í skólunum, þurfa læknar og heilbrigðisfræðingar að finna islenzk fæðuefni í staðinn fyrir aldinin. Og það hlýtur að vera vandalítið. Skoðun kvenlæknis — Álítið þér kvenfólk vel fallið til læknisstarfa? spyr blaðamaðurinn. — í því starfi sem öðrum geri ég engan mun á karlmönnum og konum. Það eina, sem hefir gildi, er, að læknar séu hæfi- leikum gæddir og áhugasamir. — En þetta langa nám — er það ekki enn erfiðara fyrir kvenfólk helduren karlmenn? — Að vísu er það þreytandi. En þær konur, sem velja sér þetta lifsstarf, gera það af brennandi áhuga. Og eftir að þær liafa lokið námi, liygg ég, að engin þeirra vildi skipta á nokkurri annari atvinnu. — En biður ekki starfið hnekki ef kven- læknarnir giftast? — Nei, það álit ég ekki, segir læknirinn ákveðinn. Ivvenfólk, sem starfar utan heimilis, þarfnast ekki siður heimilis- ánægjunnar en aðrar konur. — En hleypidómarnir? Eeita menn eins læknishjálpar kvenlækna eins og starfs- bræðra þeirra? — .1 á, þeir kvenlæknar, sem eru starfi sínu vaxnir, sigra þá erfiðleika. Siminn hringir. Friður okkur er rofinn. Um leið og kvenlæknirinn fer, segir hún. Starfið krefst mikils, en ekki of mikils hjá þeim konum, sem finna köllunina. Sænska samvinnublaáiá breytir um nafn Blað samvinnumanna i Sviþjóð, »Konsu- mentbladet«, brevtti um nafn um nýjárið og lieitir nú ))Vi«, sem þýðir »við«. Ctlit blaðsins og efni hefir þó ekki breytzt. Petta blað kemur út einu sinni í viku, og cr npplagið V2 milljón. Pað er þvi langsam- lega útbreiddasta blaðið, sem út kemur i Svíþjóð og raunar á öllum Norðurlöndum. »Vi« er fjölbreytt að efni, hefir fjölda mynda, er mjög smekklegt að öllum frá- gangi og kostar aðeins 5 kr. á ári. Nokkrar stökur eftir Indriáa á Fjalli 1 Er mér byrlar sina saft sól i vordagsheiði, trú á myrkra kyngikraft kasta’ eg þá i reiði. Pegar hún blessuð þokast fjær, þverrar dagsins kraftur, á mig gráar grímur tvær geta runnið aftur. 2 Úti um dagsins opnu torg og í fylgsnum nætur til er nóg af sárri sorg, sem án vonar grætur. Fæstra reynist Ægi á iðju þáttur liægri þeirra', er bljúgir borði frá bera hlutinn lægri. 3 Vart mun standa í valdi manns — við erum smáir, bræðurl — neitt að gera á hluta hans, heimi ’ er öllum ræður. Og þótt jafnvel, maður minn! mætti takast þetta, hann mun orka hluta sinn hjálparlaust að rétta. 4 Pótt hún stundum þung og sár þylii vera i leynum, slepptu ekki, herra hár! hendi þinni’ af neinum. Gefa munt þú gætur að grúa barna þinna; hollt er þeim á hjartastað liendi þina’ að finna. Samvinna í Kína Samkvæmt opinberum skýrslum voru 2(1 þúsund kaupfélög starfandi i Ivina á siðastliðnu ári. Á árinu 1935 höfðu 12 þúsund ný kaupfélög hafið starfsemi sína, svo hægt ’er að segja, að kaupfélögin séu í örum vexti þar. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.