Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 6
SAMVINNAN 2. HEFTI Doktor ( Oxford mans“-hugsjón þjóðarinnar varð að veruleika eftir marga áratugi, þegar erfðavenjurnar höfðu gegnsýrt allt þjóðfélagið. Eins og áður var sagt, voru stúdenta- lieimilin upphaflega klausturskólar, og enn eimir eftir af því við kennsluna. Slcólastjórinn er oft guð- fræðingur, og kirkjugangan er ein af námsskyldun- um. Á sama hátt er háskólabúningurinn („cap and gown“) mjög klausturskenndur. Þó að mönnum með allar trúarskoðanir sé leyfður aðgangur í Oxford og Cambridge, drottnar samt enska þjóðkirkjan þar sem arftaki kaþólsku kirkjunnar. Hinar ráðandi stéttir Englands eru yfirleitt fylgj- andi ensku kirkjunni, en miðstéttirnar og verkamenn hallast meir að sértrúarskoðunum. Á þennan hátt er náin ^tynning milli ensku þjóðkirkjunnar og vald- hafanna, því bæði styðja sömu trúarskoðanirnar i stúdéntaheimilunum, og í Englandi hefir það afar- mikla þýðingu. Skólagjaldið eitt sýnir vel, að Oxford og Cambridge eru aðeins ætlaðir sonum og dætrum auðugra manna. Allir aðrir eru þó ekki útilokaðir. Það námsfólk, sem skarar fram úr, fær styrk til þess að dvelja á þessum háskólum. En þó er reglan yfirleitt sú, að hinir efnuðu sækja mest Oxford og Cambridge og gömlu heimavistar-menntaskólana. Það er talsverð- ur jafningjarígur milli hinnaýmsu stúdentaheimila, og engu þeirra er skylt að taka það námsfólk, sem þeim er ógeðfellt, því að þeir eru ekki ríkisstofnanir. Hinar gömlu ættir senda venjulega syni sína í sömu heima- vistar-menntaskólana og sömu stúdentaheimilin, svo Islenzkar byggingar II. Ég hefi fengið ýmsar hnútur fyrr og seinna vegna aðgerða minna í byggingarmálum. Þegar ég byrjaði að ræða um Bjrggingar- og landnámssjóð 1925, sögðu ýmsir góðir menn, að ég vildi gera alla bændur að niðursetningum, af því að ríkið átti að gera bygg- ingarlánin vaxtalág. Síðar, þegar farið var að byggja fyrir fé úr þessum sjóði, voru mörg húsin stór og dýr. Bændur vildu gjarna fá stór steinhús fyrir stóra torfbæi, Og þeir bankastjórar, sem réðu lánunum, voru örlátir fyrstu árin. Þá sögðu ýmsir góðir menn, að ég' væri að setja bændur á höfuðið, með því að nú byggðu þeir svo stórt. Nú á allra síðustu tímum sé ég í ýmsum blöðum ásakanir til mín fyrir að vilja búa of illa að bændum. Ég geri ráð fyrir torf- húsum í sveit o. s. frv. Ég er, að ég held, eklci sekur um að hafa unnið að því að koma bændum á sveitina eða hafa viljað reisa stórar steinhallir á litlum jörðum, því að ég er fyrsti maður, sem varaði alvarlega við of stórum sveitahúsum í útvarpsræðu fyrir nokkrum árum. En ég er aftur á móti hvergi nærri saklaus af að geta hugsað mér torf sem byggingarefni í sveitum undir vissum kringumstæðum. Og mér er kunnugt um, að fjöldamargir bændur liafa sömu skoðun. Ég álít, að þjóðin hafi verið og sé í mikilli liættu um líkamlega og andlega velferð sökum gífurlegs og óþolandi húskulda, síðan farið var að byggja timbur- hús og steinhús í sveitum án þess að geta hitað þau nema að litlu leyti og stundum að engu leyti. í mörgum af þessum heimilum er húskuldinn nálega óbærilegur. Hann sverfur sárast að konunum í sveit- unum og þar næst að börnunum. Karlmennirnir, sem eru mikinn hluta dags að vinna utan húss, líða ekki á sama hátt þjáningar kuldans. Við að atliuga þetta mál heíi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að liin Frh. á 29. bls. öldum skiptir. Það er ein af erfðavenjunum. Það er ekki óalgengt, að þegar sonur fæðist hjá efnuðum for- eldrum, er strax sótt um fyrir hann í menntaskóla og síðar í stúdentaheimili í Oxford eða Cambridge og „klúbb“ þeim, er faðir hans var félagi í. Uppeldi hans er þannig ráðstafað allt frá fæðingu. Með þessu móti koma flestir forráðamenn Englands frá sömu stétt, þó að vitanlega bætist nýjar ættir inn í hópinn, og geta því stöðugt haldið við erfðavenjum, siðum og andleg- um verðmætum, sem í margar aldir hafa einkennt þessar tvær háskólaborgir. Frh. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.