Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1937, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 2. HEFTI Þættir úr listasögu VI. Grísk list Höggmyndagerð Grikkja var nátengd húsgerðar- list þeirra. Hofin voru heimili guðanna. Inni í helgi- dómi hofsins var mynd guðsins. I fyrstu gerðu Grikk- ir guðamyndir sínar úr trc eins og Norðurlandabúar í fornöld. Þeir höfðu líka gert hin fyrstu hof úr timburstokkum, og súlurnar, sem báru hin fyrstu hofs- þök, voru lítt til höggnir bjálkar. Timburhofin urðu að steinbyggingum og síðan að marmarahöllum. Á sama hátt hættu Grikkir við tréskurð á guðamyndun- um. Þeir tóku með vaxandi auðlegð og menningu að ]<iæða guðamyndirnar, þó að bolurinn væri úr tré, með dýrum efnum, bronzi, fílabeini, gulli og silfri. En lil lengdar fullnægði það ekki listaþrá Grikkja. Land þeirra var auðugt að hörðum, skínandi marmara. Og lir honum gerðu þeir sínar fegurstu höggmyndir. ís- lenzka orðið „myndhöggvari“ á við þann listamann, sem meitlaði myndir í marmara. Eftir að Grikk- land varð skattland Rómverja voru fluttar frá Grikk- landi til Rómaborgar svo margar höggmyndir, að l'urðu sætir. í Rómaborg einni og sveitunum í nánd við borgina hafa fundizt yfir 60 þús. grísk líkneski, og eru hin þó miklu fleiri, sem hafa eyðilagzt á niður- lægingaröldum ítala. En al' þessu má sjá, hve máttug hin litla gríska þjóð hefir verið í sínu listræna sköp- unarverki. Og þó stendur þessi blómáöld grískra lista tæplega nema tvær aldir, frá því um 500 árum íyrir Krist og þar til ríki Alexanders mikla féll í rústir. Að vísu hafði verið aldalangur aðdragandi að mynda- gerð Grikkja eins og í húsgerðarlistinni. En blómgun heggja listgreinanna hyrjar, eftir að þjóðin hefir hrundið umsátri Persa, og nær hámarki sínu á hinu glæsilega tímabili, þegar Perikles var ókrýndur kon- ungur í Aþenu. Eftir daga Alexanders mikla hnignaði grískri myndlist smátt og smátt. Hinn skapandi mátt- ur var þrotinn, þó að kunnáttan að gera haglegar myndir héldist og flyttist loks til Rómahorgar. Gríska þjóðin skiptist í tvær stéttir: frjálsa menn og þræla. Þrælarnir unnu alla framleiðsluvinnu og önnur dagleg störl'. Frjálsu mennirnir í Grikklandi höfðu þess vegna sömu aðstöðu eins og Kjartan, Bolli, Skarphéðinn, Gunnar, Þórhallur Ásgrímsson og Þor- geir Ljósvetningagoði í fornöld hér á landi til að iðka líkamsæfingar og vopnaburð eða andleg fræði og mannlífsvísindi. Grikkir lögðu hina mestu stund á að stæla og fegra líkamann. Og þeir hugsuðu, að guðirnir væru líkir mönnum, aðeins meiri fyrir sér, hraustari og fegurri. Myndlist Grikkja var fyrst og í'remst tekin í þjónustu trúarbragðanna. Snillingar þeirra gerðu óteljandi guðamyndir í hofin og kring- um þau. Stundum voru þessar myndastyttur 10—12 metrar á liæð. Líkneski Aþenu eftir Fidias á Akro- polishæðinni sást eins og viti utan af sjó. En auk þess voru hof Grikkja skreytt með lágmyndum úr mar- mara bæði utan og innan, og það eru ekki sízt þessar myndir, sem veita nútímamönnum skilning á grískri lisl og' þeim mikla skáldskap, sem listamönnum þeirra tókst að gejuna í hinum köldu linum marmarans. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.