Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 16
SAMVINNAN 1. HEPTI Melsted-bókasafnið Eftir Eirík Benedikz Islenzkav bækur eru núorðið til allvíða í erlendum bókasöfnum, einkum þó rit, sem varða forntungu vora og fornbók- menntir. Aftur á móti er það miklu sjald- gæfara, að erlend bókasöfn leggi stund á að safna nútímabókmenntum vorum og öðrum þeim ritum, sem varða ísland og íslendinga, eftir að á söguöldina leið og allt fram á vora daga. Margir íslendingar munu kannast við bókasafn íslandsvinarins Williard Piske, er hann gaf Cornell háskólanum í Banda- ríkjunum eftir sinn dag. í þessu safni eru flestar íslenzkar bækur, sem prentaðar hafa verið, bæði á íslandi og annarsstað- ar, en auk þess er þar einnig geysilegur fjöldi bóka og ritgerða, sem skrifaðar hafa verið um ísland og íslenzk efni á fjölda málum. Safninu er haldið vel við, og eru keyptar til þess flestar íslenzkar bzkur og tímarit, sem út koma, enda hafði próf. Fiske séð svo um í erfðaskrá sinni, að vissri peningaupphæð skyldi varið árlega til að auka við það og kaupa þær bækur, sem til kæmu. Auk Fiske-safnsins eru nokkur önnur islenzk bókasöfn við erlenda háskóla, en ekkert þeirra mun þó komast i hálfkvisti við það, enda eru þau flest yngri og að ýmsu leyti verr sett fjárhagslega. Eins og margir munu kannast við. var töluverður áhugi í Englandi síóast á 18. og á 19. öldinni fyrir íslenzkum bók- menntum, og urðu ýms ensk skáld þeirra alda fyrir miklum áhrifum frá fornbók- menntum íslendinga og tóku sér þaðan íslenzk viðfangsefni í kvæði sín og skáld- rit. Nægir í því sambandi að nefna skáld eins og Thomas Gray og William Morris, er báðir urðu mjög hrifnir af fornbók- menntum vorum. Morris átti og mikinn þátt í að þýða ýmsar af íslendingasögun- um, ásamt Eiríki Magnússyni. Eiríkur var heilan mannsaldur við háskólabókasafn- ið i Cambridge og var óþreytandi elju- maður við að kynna Englendingum bók- menntir íslendinga, bæði með þýðingum sínum, skrifum og fyrirlestrahöldum. Um líkt leyti áttu íslendingar einnig annan fræðimann i Oxford, er hafði getið sér mikinn orðstýr með útgáfum sínum og ritum um íslenzkar bókmenntir, og þá ekki sízt fyrir hina miklu íslenzk-ensku orða- bók, er hann sá um útgáfu á. Þessi maður var Guðbrandur Vigfússon. Eftir dauða þessara manna dofnar all- mikið áhugi fræðimanna í Engandi á ís- lenzkum fræðum, en þó eru ætíð einhverj- ir, sem hafa orðið hrifnir af bókmenntum vorum og reynt að halda þeim á lofti. Ensk bókasöfn hafa ávallt haft mjög lítið af íslenzkum bókum, og þau, sem eitthvað keyptu af slíku, hafa einskorðað sig við rit um fombókmenntirnar, en gengið að mestu fram hjá öllu því, sem nýtt var. Á 19. öldinhi var handritasafn Finns prófessors Magnússonar selt til Englanus og skipt milli British Museum, Bodleýan bókasafnsins í Oxford og Advocates' bóka- safnsins (nú National Library of Scot- land) í Edinborg. Auk þess keypti British Museum ávallt eitthvað af bókum, og var Jón Borgfirð- ingur rithöfundur lengi umboðsmaður þess við bókakaup hér á landi. Hin söfnin keyptu einnig eitthvað af íslenzkum bók- um, og meðan Eiríkur Magnússon var bókavörður í Cambridge, fékk hann því framgengt, að það safn aflaði sér íslenzkra bóka. En allt þetta var mjög af skornum skammti, og ekki stefndi neitt þessara safna að því að eignast fullkomið safn af íslenzkum bókum allt frá byrjun og fram á vora daga, enda voru engir áhuga- menn í þessum greinum við söfnin, og tala þeirra, er notuðu þessi rit eða skildu, var mjög takmörkuð. Þvi máttu það heita tlðindi fyrir okkur íslendinga, er ungur háskóli á norðan- verðu Englandi réðist í að kaupa safn af islenzkum bókum, með það fyrir augum að koma sér upp eins fullkomnu safni af íslenzkum bókum, gömlum og nýjum, og mögulegt væri. Háskóli þessi er í Leeds, og er hann einungis rúmlega þrítugur að aldri. Leeds er verksmiðjubær, og eiga því náttúruvísinda- og teknisku deildir há- skólans aðallega upp á pallborðið. því að þær hljóta ríflega styrki fra verksmiðju- eigendum og öðrum iðjuhöldum héraðsins í kring. Þó hafa margir skilning á því, að mönnunum sé fleira nauðsynlegt heldur en það eitt, sem verður í askana látið, og er einnig keppt að því að efla önnur fræði um leið. Hefir háskólinn yfirleitt ávallt haft góðum kennurum á að skipa, og eru sumir þeirra jafnvel heimsfrægir innan sinnar visinda- og fræðigreinar. Þessi háskóli á stórt og merkilegt bóka- safn; er það töluvert stærra en Lands- bókasafnið og er nú nýlega flutt í ágæt húsakynni, sem af fróðum mönnum eru álitin vera þau beztu, er nokkurt háskóla- bókasafn á við að búa. Fé til byggingar bókasafnshússins gaf Brotherton lávarður, og lét hann ekki þar við sitja, heldur gaf hann einnig einkabókasafn sitt, sem er mjóg vandað og auðugt af fágætum bók- um og handritum fyrri alda bókmennta Englendinga. Frumkvæðið að því að kaupa íslenzkt bókasafn handa háskólanum átti E. V. Gordon, er þá var prófessor í ensku við háskólann. Próf. Gordon var mjög hrifinn af íslenzkum bókmenntum og íslenzkri tungu og átti mikinn þátt í því að kynna ísland í Englandi, bæði í ræðu og riti. Einnig átti hann upptökin að því að komið var á kennslu í íslenzku þannig, að hægt var að taka hana sem eitt af aukafögum þeim, sem krafizt er til há- skólaprófs í ensku. Mun háskólinn í Leeds vera sá eini í Bretlandi, þar sem hægt er að lesa nútíma íslenzku til háskólapróís. Á öndverðu árinu 1929 voru fest kaup á einkasafni Boga Th. Melsted sagnfræðings í Kaupmannahöfn. Fé til þessara kaupa gaf maður nokkur að nafni Sir Edwin Airey, og voru tveir þriðju hlutar safnsins fluttir strax til Leeds, en það sem eftir var, eftir dauða Boga í lok ársins 1929 og byrjun næsta árs. Ber það nú nafn hans og er kallað The Melsted Library. Safn Boga var um 5000 bindi af íslenzkum bók- um, tímaritum og blöðum. Bar þar, sem að likum lætur, mest á bókum og ritum um íslenzka sagnfræði, en þó var þar einnig töluvert bókmenntalegs eðlis, bæði af kvæðabókum og skáldsögum. Eins og sjá má af bindatölu safnsins, þá er langt frá því, að það hafi verið fullkomið, en síðan það komst í eigu háskólans, hefir verið unnið ósleitilega að því að fylla í eyðurnar, einkum þar sem vantaði í blöð og tímarit. Margt hefir fengizt, en þó er þar ennþá margt sem vantar. Það hefir gengið ákaflega erfiðlega að útvega suma eldri árganga af blöðunum, en ekki er þó örvænt um, að ennþá megi takast að ná í sumt. Féleysi hefir og mjög háð starf- 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.