Samvinnan - 01.05.1940, Side 3
SAMVINNAN
34. árg. . 5. hefti Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz. 10 hefti á ári. Kr. 2,50 til kaupfélaga
Reykjavík, maí 1940 Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Afgreiðsla: Edduhúsinu . Sími 2323
Bók um íslenzka samvinnu
í þessu tímariti hafa á undanförnum árum birzt
allmargar greinar með myndum um íslenzku sam-
vinnufélögin og þróun þeirra. Ein hin ítarlegasta, um
Kaupfélag Héraðsbúa, kemur nú í vorheftum Sam-
vinnunnar.
Stjórn Sambandsins hefur um nokkur undanfarin
ár látið vinna að því að gera kvikmynd af íslenzkum
atvinnuvegum, einkanlega í sambandi við starfsemi
kaupfélaganna. Sú mynd er nú þegar orðin einskon-
ar samvinnumynd, en þó verður væntanlega bætt þar
við á næstu misserum, svo að þar komi fram sem
flest af mannvirkjum samvinnumanna og fólk það,
sem á hverjum stað starfar fyrir félögin. Slíkar mynd-
ir eru ómetanlegar heimildir fyrir seinni tímann.
Mikið myndi nú þykja til þess koma, ef til væru
kvikmyndir af starfi þeirra mörgu merku manna,
sem nú eru fallnir frá, en hafa grundvallað sam-
vinnustarfsemina á íslandi.
All^r þessar aðgerðir miða að því, að ala upp sam-
vinnukynslóð í landinu. Þeir, sem taka við arfi fyrri
kynslóða, geta aldrei gætt þess arfs, svo sem vera þarf,
nema þeir skilji hið sögulega samhengi í þróun þeirra
verka, sem þeir starfa að.
En það er erfitt að gæta þessa samhengis. Nútíma-
líf á íslandi er mjög ólíkt því, sem áður var. Hraðinn
í samgöngum, hreyfingin í atvinnulífi, nýstárlegur
skemmtana- og fréttaflutningur, eins og kvikmyndir
og útvarp, skapa gersamlega nýtt viðhorf um allt
daglegt líf. Að sumu leyti táknar þetta framför, að
sumu leyti fylgir því afturför. Oftast eru gæði og gall-
ar samanofnir í hverri stórbreytingu.
En allur þessi hraði, sem kominn er á daglegt líf
manna, veldur því, að mikil hætta er á að þjóðin
slitni í tvennt, að hið sögulega samræmi, sem þrátt
fyrir allt hafði haldizt við, verði rofið, og mikið af
því, sem var bezt í íslenzkri menningu, glatist að
meira eða minna leyti.
íslenzku samvinnumennirnir mynda sterkasta
bandið milli gamla og nýja íslands. Þeir hafa líka
haft gleggstan skilning á því að viðhalda þessu sam-
hengi. Minningarrit og minningargreinar Samvinnu-
félaganna og þetta tímarit eru talandi vottur um, að
samvinnumenn ætla ekki að rjúfa samhengið við
fortíðina.
Fyrir nokkrum árum bauð stjórn sænska Sambands-
ins Sigurði Kristinssyni, að senda hingað til lands
merkan, sænskan rithöfund, Thorstein Odhe, í því
skyni, að hann skrifaði á sænsku yfirlitsbók um ís-
lenzka samvinnu. Forstjóri Sambandsins tók þessu
boði vel, sem vænta mátti, og gerði ráðstafanir til,
í sambandi við marga af kaupfélagsstjórum landsins,
að þessi sænski rithöfundur gæti á ferðum sínum
kynnzt sem bezt mönnum og málefnum samvinn-
unnar á íslandi. Dvaldi hr. Odhe hér á landi mikinn
hluta sumars og fór um flest héruð landsins nema
Múlasýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og Vestfirði. Eftir
heimkomuna ritaði Odhe síðan þá ágætu bók um
samvinnuhreyfinguna á íslandi, sem mörgum er
kunnug hér á landi. Sænska Sambandið gaf bókina
út í mjög stóru upplagi, prýdda fjölda góðra mynda.
Var íslandi og félagsskap samvinnumanna sýndur
mikill sómi og viðurkenning með útgáfu þessarar
bókar. Áður var hin margþætta samvinna íslendinga
sama og óþekkt hvarvetna í útlöndum. Nú fengu
Norðurlandaþjóðirnar glögga og velsamda lýsingu á
þróun þessara mála hjá minnstu norrænu þjóðinni.
Stjórn Sambandsins afréð að láta þýða bók Odhes
á íslenzku. Fékkst til þess góðfúst leyfi höfundar og
útgefenda. Auk þess lánaði sænska Sambandið hinar
mörgu ágætu myndir, sem prýddu bókina. Jón Sig-
urðsson í Yztafelli þýddi bókina á íslenzku, og var
hún að mestu fullprentuð í haust, sem leið. Stjórn
Sambandsins vildi ekki, úr því bókin var gefin út á
íslenzku, að niður félli að lýsa samvinnunni í þeim
héruðum, sem hinn sænski höfundur hafði ekki heim-
sótt. Var mér falið að rita um þetta efni nokkurn
eftirmála.
Þegar til kom, hafði ég ekki tíma til að ljúka þessu
verki í skyndi. Alþingi starfaði nálega allan veturinn,
og ég var þar mjög önnum kafinn, einkum á fyrra
þinginu, þar sem ég var formaður fjárveitinganefndar.
Ég gat því ekki byrjað á þessu verki fyrr en vetrar-
67