Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1940, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1940, Blaðsíða 9
5. HEFTI S AMVINNAN nokkrir bændur gengu úr félaginu án þess að skilja skuldlausir við það. Aftur jukust viðskipti hjá utan- félagsmönnum, sem oft kom til af því, að þeir hinir sömu gátu ekki myndað deild í sveitinni, sem þeir höfðu bólfestu í. Þetta kippti úr eðlilegum vexti fé- lagsins. Þótti því nauðsyn á, að fá fyrirlestrarmann til þess að fræða menn um samvinnu og félagshyggju, og var leitað til Sambandsins um það. Samþykktir voru gerðar í því augnamiði að tryggja félagið sem bezt og rekstur þess. Ákveðið var að leggja 10% fyrir erlendum kostnaði og 10% fyrir innlendum til að standast vel útgjöld við reksturinn, sem var þrátt fyrir allt sífellt að aukast. Framkvæmdarstjóra var falið að skipta um um- boðsmann erlendis vegna ógreinilegra farmgjalds- reikninga og tráss út af leiðréttingarkröfum félagsins á hendur honum. Þetta leiðréttist nú seinna fyrir ötula framgöngu félagsstjórnar, samt ekki fyrr en 1915, eftir að steypt var saman mörgum verzlunum hér um Austfirði eins og kunnugt er, sem síðar liðu undir lok í byrjun kreppuáranna. Stjórnarnefnd félagsins ritaði stjórnarráðinu bréf þess efnis, að það hlutaðist til um að skoðunarvott- orð dýralæknis fylgdi öllu útflutningskjöti. Félaginu var heimilað að taka lán til þess að kaupa birgðakorn til tryggingar búfénaði félagsmanna. Samdar voru reglur um þetta, sem brátt voru svo endurskoðaðar 1915. Bryggjunni miðaði hægt og hægt, og reynt var að lengja hana eftir því sem föng voru fyrir hendi. Félagið gekk inn í kaup á geysistóru og viðamiklu húsi á niðurlagðri hvalveiðistöð á Mjóafirði. Bryggjugerðinni var þannig háttað, að grjótfylltir Gamla verzlunarhús félagsins. Nú gistihús. trébúkkar voru reistir með jöfnu millibili, hækkandi eftir því, sem nær færðist marbakkanum. Félagið varð því að nota uppskipunarbáta fyrstu árin. Lóðin undir húsi og skúrum félagsins er úr Kolla- leirulandi, eign Múlasýsluumboðs. í kaupsamningi til félagsins er lóðin talin 3500 stikur að stærð, og væri ónppsegj anleg af hendi landeiganda. Eftirgjaldið var 50 krónur. Þegar farið var að rannsaka þetta betur, reyndist svo, að samningurinn um þetta atriði, þá húsið var reist í fyrstu, var tapaður. Ákveðið var að kippa þessu í lag hið fyrsta. Haustið 1914 ákvað féiagið, að stimpla kjötið með heilbrigðismerki. Framkvæmt af héraðslækninum á Eskifirði. Metúsalem Stefánsson skólastjóri á Eiðum fékk lítilsháttar styrk hjá félaginu til að kynna sér sam- vinnustarfsemi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á sumrinu 1914. Erindi hans um samvinnu á bænda- námskeiði á Eiðum vöktu almenna athygli. Voru síðar prentuð í Tímariti kaupfélaga og sam- vinnufélaga 1915, IX. ár 3. og 4. hefti. Félagið fól framkvæmdarstjóra sínum að spyrjast fyrir um matvörur þær, er landstjórnin útvegaði frá Ameríku. Deildarstjórum var falið að safna pöntun- um að þessari matvöru, ef svo færi, að innflutningur tepptist frá Englandi eða Norðurlöndum. Nokkurt orð fór af, að efnamenn birgðu sig upp af kornvöru. Sá orðrómur hafði ekki við rök að styðj- ast hvað snerti félagsmenn Kaupfélags Héraðsbúa. Um þessar mundir var annað starfandi félag, sem kallaði sig „Kaupfélagið Vísir“, og hafði það nokkuð marga viðskiptamenn víðsvegar um Héraðið. Þetta félag var lítið annað en samtök til að fá betri verzl- unarkjör innanlands hjá kaupmönnum. Það fékk „Hermes“, íbúðarhús kaupfélagsstjóra. 73

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.