Samvinnan - 01.05.1940, Blaðsíða 12
SAMVINNAN
5. HEFTI
v:3gerðum eða viðhaldi húsanna. Sláturfjárreikningi
var gert að greiða 750 kr. árið 1920.
Árið 1918 var ákveðið að breyta félagslögunum til
samræmis við önnur kaupfélög S.Í.S., og 1920 var út-
býtt prentuðu eintaki á hvern félagsmann, en brátt
kom að því, eftir að samvinnulöggjöfin kom 1921, að
breytingar þyrfti að gera vegna hennar. Var það svo
á tímabili, að félagslögum var breytt svo að segja á
hverjum aðalfundi til 1923. Þegar samvinnulögin
gengu í gildi og tóku að verka fyrir alvöru, sóttu utan-
félagsmenn mjög að hafa viðskipti sín hjá félaginu,
eftir að það varð skuldbundið til að hafa söludeild og
hafa opna búð að hætti kaupmanna. Þetta varð því
erfiðara, þar sem verzlunarárferðið versnaði ákaflega
1920—1921. Verðhrun útflutningsvara varð gífurlegt
þessi ár. Útlend vara lækkaði ekki vitund. Skemmd
kom fram í aðalvöru félagsins, kjötinu, einskonar súr,
sem aldrei varð sannað af hverju stafaði. Af þessu
varð mikið tjón og óhagræði fyrir allan rekstur fé-
lagsins. Má segja með sanni, að ef ekki hefðu staðið að
félaginu vissir menn, sem studdu það með ráðum og
dáð og höfðu traust hjá bönkum og ríkisstjórn, þá
hefði félagið riðað til falls. Framkvæmdir stöðvuöust.
T. d. kom til tals, að félagið seldi bryggjustaura þá,
sem það var nýbúið að útvega sér með ærnum kostn-
aði til lúkningar á bryggjuhausnum, til þess að hafa
rekstursfé. Af því varð samt ekki, sem betur fór.
Bryggjusmíðið hélt áfram hægt og bítandi, og 1922
lagðist skip í fyrsta sinn við bryggjuna. Yfirsmiður að
bryggjunni var Guðjón trésmiður Jónsson frá Freys-
hclum í Skógum. Hafði þá verkið allt kostað ca. 44
þús kr., og fengust 12 þús. úr ríkissjóði, sem styrkur
til verksins.
Hagræði það, sem félaginu varð að bryggju þessari,
var stór liður í sigri þess á örðugleikum verzlunarár-
ferðisins 1920—1921.
Vegna þessa ískyggilega ástands, sem þá vofði yfir
hér á landi og víðsvegar, þá gerði aðalfundur sam-
þykktir um takmörkun á kaupum útlends varnings,
einkum munaðar- og vefnaðarvöru. Ennfremur
hvatningar til meiri notkunar heima fyrir á innlend-
um fæðutegundum.
Skuldir viðskiptamanna félagsins jukust nokkuð,
eins og eðlilegt var. Rekstrarlánin kröfðust hárra
vaxta.
Aðalfundur samþykkti heimild til að starfrækja
vélbátaferðir á Lagarfljóti, sem voru þá í höndum
hlutafélags um þær mundir, og gekk reksturinn erfið-
lega. Félagið notaði heimild þessa ekki fyrr en síðar á
áium. Vélbátaflutningar þessir nutu styrks úr ríkis-
sjóði. Ennfremur var félaginu falið að beita sér fyrir
því við ríkisstjórnina, að hún léti rannsaka skilyrði
fyrir stofnun ullarverksmiðju á Austurlandi. Ríkis-
stjórnin var einmitt að láta fara fram rannsókn á
þecsu hér á landi.
Halldór Stefánsson bóndi að Hamborg, sem verið
hafði formaður félagsins síðan 1910, kvaddi félagið á
aðalfundi 5. des. 1921, því að hann flutti búferlum í
Torfastaði í Vopnafirði. Aðalfundur þakkaði honum
ósíngjarnt og gott starf fyrir félagið. Eftir Halldór
eru til ýmsar góðar og merkar greinar í Tímariti kaup-
félaganna og samvinnufélaganna. Um verðlagningu
vara í kaupfélögum 1919, bls. 47—53, Verðlagningar-
skipulagið 1921, bls. 6—20, 1922, bls. 125—142 og At-
vinnulífshorfur 1925, bls. 24—42.
Rekstur félagsins árið 1922 gekk mun betur en árin
áður. Þó höfðu skuldirnar heldur vaxið, og var álykt-
að að stöðva og taka út úr viðskiptaveltunni nokkrar
skuldir, gera um þær sérstaka samninga og taka veð
fyrir þeim.
Raddir voru uppi um það, að S. í. S. beitti sér fyrir
því að hinni sameiginlegu ábyrgð sambandsdeildanna
yrði breytt hið bráðasta í takmarkaða ábyrgð.
Eins og áður er getið voru lög félagsins í sífeldri
endurskoðun, svo að ekki leið langt á miU’ breytinga.
Halldór Stefánsson fyrrum
bóndi í Hamborg í Fljótsdal
og Torfastöðum í Vopnafirði,
fæddur 26. maí 1877, útskrif-
aðist úr Möðruvallaskóla
1897. Bókhaldari Pöntunar-
félags Fljótsdalshéraðs 1903
—1909. Bóndi 1909—1929.
Þingmaður Norðmýlinga 1924
—1935, forstjóri Tryggingar-
stofnana ríkisins í Reykja-
vík 1928 og síðan. Stjórnar-
nefndarmaður K. H. B. 1910
—1921. Formaður 1910 og
1912—1921. Halldór er fróður
um samvinnumál. Eftir hann
eru góðar greinar í þeim
efnum í Tímariti kaupfélag-
anna og samvinnufélaga, og
víðar.
Guttormur Vigfússon f. 8
ágúst 1850, í Geitagerði í
Fljótsdal. Foreldrar: Vigfús
Guttormsson (Vigfússonar
alþm.) bóndi og Margrét
Þorkelsdóttir. Nam búfræði á
Stend í Noregi 18^5—77.
Kennari við Mörðuvallaskól-
ann 1880—81. Var í Land-
búnaðarháskólanum í Khöfn
1881—82. Búnaðarskólastjóri
á Eiðum 1883—88. Bóndi í
Geitagerði 1894—1908. Um-
boðsmaður Múlasýsluumboðs
1905—09. Þingm. Sunnmýl-
inga 1893—1907. Deildarstjóri
í Pöntunarfél. Fljótsdælinga
og Kf. Héraðsbúa og endur-
skoðandi.
76