Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1940, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.05.1940, Qupperneq 5
4. HEFTI SAMVINNAN fUí-iáhelm HERTAKA DANMERKUR. Um morg-uninn þann 9. apríl réðust fjölmennar þýzkar hersveitir inn í Danmörku. Þýzkar flug- vélar sveimuðu yfir Kaup- mannahöfn og þýzk herskip komu með mikið Iið inn í allar stærstu hafnarborgir Danmerk- ur. Landið var hernumið á ein- um degi. Myndin sýnir komu þýzka fótgönguliðsins í dansk- an smábæ í Suður-Jótlandi. FRÁ STRÍÐINU í NOREGI. Sama daginn og Þjóðverjar réð- ust inn í Danmörku, réðust þeir á Noreg. Norðmenn gerðu mót- spyrnu, sem kunnugt er. Hafa Þjóðverjar gert margar tilraunir til þess að drepa Hákon Noregs- konung og ríkisstjórnina. Sést konungurinn og nokkrir með honum hér á myndinni flýja undan sprengjuregni Þjóðverja út í skóg. FRÁ LANDGÖNGU ENSKA HERLIÐSINS í REYKJA- VÍK. Þann 10. maí kom enskt setulið til Reykjavíkur. Hinn nýi sendiherra Breta, sem kom með setuliðinu, sagði að ráðstöfun þessi væri eingöngu gerð til þess að vernda ísland gegn hertöku Þjóðverja og að brezka her- liðið myndi tafarlaust hverfa úr landi þegar stríðinu væri lokið. 69

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.