Samvinnan - 01.05.1940, Síða 7
5. HEFTI
S AM VINN AN
veg'um félagsins. Voru gerðar ályktanir um vagna og
önnur flutningatækjakaup. Framkvæmdir í þessum
efnum urðu síðar grundvöllur að bifreiðarekstri fé-
lagsins, sem síðar verður minnst og gerð grein fyrir.
Þar var og minnst á nýjar leiðir í kjöt- og ullar-
verkun. Þótti sjálfsagt að gera tilraun með útflutning
á kældu kjöti. Sýnt þótti, að saltkjötsmarkaður yrði
ekki tii frambúðar, þó að slík verzlunaraðferð sé raun-
ar enn við líði. Kjötmatslögin réðu samt mikla bót
á þessu og eins ullarmatslöggjöfin um ullina.
Slátrun á haustinu 1909 var ákveðin á Reyðarfirði.
Framkvæmdarstjóri réði Vigfús Guttormsson frá
Geitagerði, sem lært hafði slátraraiðn í Danmörku,
til að standa fyrir því verki og æ síðan.
Ákveðið var að leggja 4% af vöruumsetning í bygg-
ingarsjóð félagsins fyrst um sinn.
Ennfremur átti framkvæmdarstjóri að hafa 5% í
ómakslaun við afhendingu vara og reikningshald.
Talið var sjálfsagt, að taka það af vöruleifum gamla
pöntunarfélagsins á Seyðisfirði, sem fært þætti, til að
finlnægja pöntunum manna í þessu nýja félagi.
Framkvæmdarstjóra var falið að útvega peninga
fyrir félagsmenn, svo að hægt væri að standa í skil-
um við kröfuhafa gamla pöntunarfélagsins.
Umboðsmaður félagsins varð Thor E. Tulinius í
Kaupmannahöfn.
Lög fyrir félagið var væntanlegri stjórn falið að
•semja og leggja fyrir aukafund, sem haldinn yrði seint
á sumrinu 1909.
í stjórnina voru kosnir: Sigurður Jónsson, Hrafns-
gerði, Sölvi Vigfússon, Arnheiðarstöðum og Björn
Hallsson, Rangá.
Skipti hún með sér verkum þannig, að Sigurður
varð formaður stjórnarinnar. Sumarið 1909 var á-
kaflega úrfellasamt, einkum haustið.
Rekstur félagsins hafði gengið vonum framar. Leigt
var húsrúm á Reyðarfirði hjá Tuliniusi, en reyndist
óhentugt er fram í sótti. Úthlutun vara fór því stund-
um fram undir veru lofti.
Aðalfundur 1909 var haldinn á Skeggjastöðum í
Fellum í desember. 5 deildir voru í félaginu. Þar var
samþykkt að taka lán til þess að byggja vörugeymslu-
hús á Egilsstöðum að upphæð 6000 krónur, helzt hjá
umboðsmanni. Úr þessu varð aldrei. Efni hússins,
sem Tulinium lánaði, var selt Jóni Bergssyni, fram-
kvæmdastjóra félagsins. Byggði hann úr því viðbótar-
byggingu íbúðarhúss síns á Egilsstöðum. Hafði hann
í húsi þessu dálitla verzlun til hægðarauka fyrir fé-
lagið, þó var hún að engu leyti á ábyrgð þess og lagð-
ist niður, er söludeild var sett upp síðar í húsi félags-
ins á Búðareyri.
Nefnd sú, er kosin var á pöntunarfélagsfundi 1908,
vildi hrinda fram hlutafélagsstofnun, er stæði að
byggingu sláturhúss fyrir Austurland á Reyðarfirði.
Aðalfundur kaupfélagsins ályktaði að taka þátt í
þessu fyrirtæki með hlutabréfakaupum, en vildi samt
hins vegar athuga málið heima fyrir í deildum félags-
ins.
Kaupfélagið gerði það að skilyrði fyrir þátttöku,
að það fengi sláturhúsið, ef upp kæmist, til afnota
fyrir vörugeymslu gegn vægu gjaldi.
Aðstaða félagsins á Reyðarfirði var æði bágborin
hvað snerti húsnæðið. Reyndi það til að fá bætt úr
því með því að fala til kaups ýmis hús, sem til voru
þarna frá síldveiðitímanum, svo sem húseignir
Wathnesfélagsins o. fl„ helzt í félagi við áðurnefnt
Sláturfélag Austurlands, sem þóttist hafa vilyrði fyrir
viðlagasjóðsláni til húsakaupa eða nýbyggingar.
Sendimaður frá kaupfélaginu fór til Stafangurs um
sumarið 1910. Árangurinn af þeirri för varð sá, að
húseignin var gerð föl fyrir 24 þús. kr., svo framar-
lega sem ekki fengist hærra boð í húsin.
Síðar varð ekkert af þessum húsakaupum eða sam-
komulagi um þau. Kaupfélagið hafði ekkert nema
tafir og kostnað af þessu öllu.
Séra Þórarinn Þórarinsson
að Valþjófsstað, fæddur 10.
marz 1864. Vígður til prest-
skapar 1890 til Mýrdalsþinga.
Veittur Valþjófsstaður 1895,
og verið þar prestur til 1939.
Einn af stofnendum Kaupfé-
lags Héraðsbúa 19. apríl 1909.
V a r a s t j órnamefndarmaður
þess um nokkurra ára skeið.
Brynjólfur Bergsson, fyrr-
um bóndi að Ási í Fellum,
f. 5. júní 1863, dáinn 4. nóv-
ember 1933. Gagnfræðingur
frá Möðruvöllum 1885. Byrj-
aði búskap á Ási 1894 og bjó
þar til dauðadags. í stjórn
Pöntunarfélags Fljótsdals-
héraðs 1906—1908. Einn af
stofnendum Kaupfélags Hér-
aðsbúa 19. apríl 1909. Deild-
arstjóri í Fellum 1909—1927.
Brynjólfur var fjörmikill og
glæsilegur samvinnumaður.
71