Samvinnan - 01.05.1940, Page 8
SAMVINNAN
5. HEFTI
Á aðalfundi 1910 voru samþykkt lög fyrir Kaupfélag
Héraðsbúa. Heimili félagsins var Egilstaðir á Völlum.
Lögin höfðu verið rædd á deildarfundum og voru í
öllum höfuðatriðum samskonar og í öðrum kaupfé-
lögum landsins, nemá tekið var fram í þeim, að pönt-
unarfyrirkomulaginu yrði haldið fyrst um sinn, og að
sj óðsmyndanir byrjuðu ekki að ráði fyrr en séð væri
fyrir um húsnæðismál félagsins og bækistöðvar í
framtíðinni, svo og fyrir enda afborgana vegna Pönt-
unarfélagsskuldanna.
Félagið vildi vinna að því, sem hér fer á eftir:
1. Að sporna við skuldaverzlun.
2. Að reka í félagi og með eigin starfsmönnum
sameiginlega verzlun félagsmanna, á sem beztum
markaði og með sem minnstum kostnaði.
3. Að auka og bæta framleiðslu á innlendum mark-
aði og vekja almennar kröfur um vandaðar og hent-
ugar útlendar vörur.
4. Að safna fé til tryggingar fyrir framtíð félags-
ins með hundraðsgjaldi af vörum.
Félagið reisti sláturskúra til bráðabirgða á leigu-
lóð, sem það hafði hjá Tuliniusi.
Eftirspurn eftir saltkjöti óx nokkuð, og verðið var
sæmilegt eftir atvikum. Lítið vörugeymsluskýli var
reist á Egilsstöðum á tanganum við fljótið.
Sérstakt hlutafélag hafði með höndum bátsferðir
á Lagarfljóti til vöru- og mannflutninga.
Deildir höfðu bætzt við af Jökuldal, Skriðdal og í
Hjaltastaðaþinghá. Þessi síðasta heltist þó brátt úr
lestinni eftir að kaupfélag myndaðist á Borgarfirði.
Nokkuð bar á umkvörtunum yfir vörugæðum frá
umboðsmanni félagsins. Er svo að sjá á fundargerð-
um, að þær hafi sumar hverjar verið á rökum reistar.
Framkvæmdarstjóri fékk ráðna bót á þessu, fékk
afslátt eða skilaði vörum aftur, sem óhæfar þóttu.
Sláturfélagi Austurlands var neitað um viðlaga-
Búðareyri, aðsetur Kaupfélags Héraðsbúa.
sjóðslánið. Þar með var þeirri félagsstofnun lokið, og
tilraunir um sameiginlegar húseignir við kaupfé-
lagið að engu orðnar. Wathneshúseignin gekk úr
greipum þessara tveggja félaga og varð eign kaup-
manns, sem lengi var búinn að hafa hana leigða.
Framkvæmdarstjóri félagsins, Jón Bergsson, skýrði
félagsstjórninni frá tilboði, sem honum hafði borizt,
um stórt verzlunarhús úr timbri, syðst og vestast á
Búðareyrinni, kennt við Jón Magnússon kaupmann á
Eskifirði. Hús þetta hafði ekki verið notað nokkur ár,
al’vel byggt í fyrstu en farið mjög að gisna. Sölubúð
var í suðurhluta en vörugeymslur sitt hvorumegin og
bakvið og upp á lofti. Allmikið óbyggt svæði var þarna
í kring, en útfiri nokkurt framundan húsinu, sem
benti til að örðugt mundi verða um bryggjugerð alla.
Félagsstjórn vildi bíða með að gera út um kaupin
þar til á aðalfundi félagsins um haustið, ekki svo
mjög vegna þess, hve húsið var dýrt, heldur hvort
fulltrúum sýndist þessi aðstaða þarna væri félaginu
heppileg til frambúðar, því að óhjákvæmilegt yrði að
byggja bryggju og fleiri hús til reksturs félagsins, ef
það ætti fyrir sér að stækka og færa út kvíarnar.
Aðalfundur 1911 að Skeggjastöðum samþykkti að
kaupa hús þetta og flytja þangað skúra þá, sem fé-
lagið hafði látið reisa á leigulóð þeirri, þar sem það
hafði haft bækistöð s. 1. tvö ár.
Þá var ennfremur ályktað, að hefja bryggjugerð
fram undan húsinu svo fljótt, sem auðið yrði. Fá
verkfræðing til þess að líta á staðinn og gera áætlun
um verkið. Bryggjugerðin var hafin 1913 eftir að
nokkur uppfylling var gerð kringum húsið á árinu
1912. Bryggja þessi varð mörg ár í smíðum, því að eins
og áður er sagt, var þarna örðug aðstaða sökum út-
firis.
Vörur félagsins seldust frekar vel það ár. Aftur
var nokkur uggur hjá ráðandi mönnum yfir því, að
Bryggja kaupfélagsins.
72