Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1940, Page 10

Samvinnan - 01.05.1940, Page 10
SAMVINNAN 5. HEFTI skárri kjör í skjóli Kaupfélags Héraðsbúa eins og skiljanlegt er. Annars var félagsskapur þessi ekki fastar uppbyggður en svo, að hann hrundi eða hjaðn- aði, er fram liðu stundir, og sumir viðskiptamennirn- ir höfnuðu sig hjá kaupmönnum. Samvinnumenn hörmuðu dreifingu kraftanna í aðferðum sem þessum. Félagsstjórnin sótti til þingsins 1915 um styrk til að fullgera hafskipabryggju félagsins og fól al- þingismönnum Sunnmýlinga að fylgja því máli við fjárlaganefnd Alþingis. Voru þeir þá alþingismenn Sveinn í Firði og Þórarinn í Gilsárteigi. Út af byggingarsjóði, sem í rauninni var sama og stofnsjóður, var ályktað, að greiða ekki vexti af inn- eignum félagsmanna, en því, sem hann yxi af inn- lögnum, skyldi verja til að kaupa inn byggingarsjóðs- eign dáinna og úrgenginna félagsmanna, að svo miklu leyti, sem fært þætti. 2% af útlendum vörum skyldi leggjast til hans fyrst um sinn. Á aðalfundinum var samþykkt að byggja vöru- skemmu, sem hægt væri að nota sem sláturhús til bráðabirgða. Yfirlitsskýrsla um árið 1914 var gerð og samin ásamt félagslögunum og var send S. í. S. með inn- tökubeiðni félagisins. Fulltrúi á sambandsfund var kosinn formaður fé- lagsins, Halldór Stefánsson bóndi í Hamborg. Á sumrinu 1916 var ekki unnið að bryggjugerðinni vegna þess, að styrjöldin hamlaði útvegun efnis. Framkvæmdarstjórinn Jón Bergsson bóndi á Egil- stöðum, sem leitt hafði félagið og varið fyrir áföll- um sex ára skeið, sagði af sér störfum frá nýári. Sá fundur var að mörgu leyti merkilegur. Fundar- menn voru óvenju bjartsýnir. Eignir félagsins í árslok 1915 voru kr. 3188.00 Vöruskemma félagsins. Afurðaverð var óvenju gott. Ull og skinn stigu til- tölulega mest. Útlend vara steig að vísu, en ekki eins að tiltölu. Samþykkt var í einu hljóði svohljóðandi fundar- ályktun.: „Nú, er Jón Bergsson lætur af framkvæmdarstjóra- störfum fyrir Kaupfélag Héraðsbúa um næstkomandi nýár, þakkar aðalfundur félagsins honum eindregið fyrir störf hans í þágu félagsins, sem hafa verið því hin happadrýgstu.“ Fundurinn ályktaði, að haga verðlagningu erlendra vara næsta ár sem líkast almennu kaupmannaverði í nálægum kauptúnum. Fjárhæðir þær, er þannig safnast, úthlutast hverjum félagsmanni við árslok, sem uppbót á næsta viðskiptareikningi í hlutfalli við viðskiptamagn erlendra vara. Þá var ákveðið að hefja viðskipti við S. í. S. Fundurinn vill, að upp verði tekin nýtízku bók- færsla með ársbyrjun 1917 og að keypt verði eld- trygg skjala- og peningahirzla. Þorsteinn Jónsson, sem verið hafði starfsmaður við félagið frá byrjun hjá föður sínum, var ráðinn fram- kvæmdarstjóri félagsins frá ársbyrjun 1917, með að- setri á Reyðarfirði. Félaginu barst tilboð frá landsverkfræðingi um heilan skipsfatm af timbri á sumrinu til húsa og bryggjugerðar. Tók stjórnin tilboðinu, en ekki er að sjá að timburfarmur þessi kæmi það sumar, enda var verzlun öll hin erfiðasta. Fyrir lá, að byggja vöruskemmuna, sem áður er um getið og nota átti til bráðabirgða við niðursöltun kjöts og afhendingu sláturafurða. Ennfremur lá fyrir, að byggja íbúðarhús fyrir fram- kvæmdarstjórann. Af því varð þó ekki, en siðar, Frystivélarnar í frystihúsi félagsins. 74

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.