Samvinnan - 01.05.1940, Síða 11
5. HEFTI
SAMVINNAN
1918, var keypt af Ingvar Johansen ofan við akveginn
á Búðareyrinni steinsteypt hús með útlendu nafni,
„Hermes“, sem síðar hefur festst við í daglegu tali.
Á aðalfundi 1917 komu reikningar félagsins út
með hreina eign kr. 4992.53.
Kjötið frá haustinu var óselt, söluhorfur tvísýnar
og skuld við „hinar sam. ísl. verzlanir“ 22 þús. kr.
Úr þessu rættist vonum framar, en framkvæmdir
stóðu í stað. Þó voru lagðar í varasjóð kr. 20000.00 af
óskiptum arði.
Nokkrir bændur og sjávarútvegsmenn í Reyðar-
firði óskuðu að mynda deild í kaupfélaginu. Þeim
var leyfð þátttaka, en félagið skuldbatt sig ekki til
að taka fisk í greiðslur, vegna húsnæðisleysis.
Venja var, að panta tvisvar á ári í deildum félagsins.
Nú ákvað stjórnin, að félagsmenn pöntuðu í einu lagi.
Þ6 ákvað hún 1918, að félagið leysti borgarabréf vegna
vcra, sem komu oft í stærri stíl, svo sem byggingar-
efni, og utanfélagsmenn sóttu fast á að komast að
slikum viðskiptum. Þetta komst raunar á síðar, eða
1920, og þá um leið firmaskráning félagsins.
Þegar lagabreytingarnar til samræmis við lög S.Í.S.
byrjuðu, hófust sjóðmyndanir fyrir alvöru. Þeirra
verður minnst sérstaklega síðar.
Útibú fyrir „Landsverzlunina", sem var eitt af ráð-
stöfunum stjórnarinnar vegna styrjaldarinnar, var
sett upp á Seyðisfirði. Félaginu varð umhendis og dýrt
að skipta við útibú þetta, vegna erfiðra samgangna til
og frá Seyðisfirði. Stundum kom fyrir, að félagsmenn
urðu að sækja vöruna þangað á klökkum jafnvel um
hásumarið.
Á þessum árum var féð tekið í lifandi vigt, og var
það verk deildarstjóranna að framkvæma vigtunina.
Fénu var skipt í 5 flokka, og var munurinn allveruleg-
ur, bæði að gæðum og verði. Félagsstjórnin ákvað
Kjötgeymsla félagsins.
flokkunina árlega og eins verðið eftir því, sem útlitið
var með söluhorfur. T. d. var 1920 40 au. pr. kg. verð-
munur á 1. og 5. fl.
Margir félagsmenn voru óánægðir með þetta fyrir-
komulag. Ýmsar breytingar í þessum efnum komust á
síðar eftir að tilraunir sönnuðu eitt og annað í áttina
til þeirrar niðurstöðu, að féð væri tekið eftir niðurlagi,
þ. e. „á blóðvelli“ sem kallað er, allt vegið sér, kjöt,
mör og gærur. Síðar á árum komu skarpari flokkun-
arreglur á kjötinu eins og kunnugt er.
Félagið sá um flutning yfir Fagradal, þó að það ætti
aldrei útgerð til þess að neinu ráði, þ. e. vagna, ak-
týgi og hesta. Flutt var aðeins til Egilsstaða.
Framkvæmdarstjóra var falið að kaupa flutningsbíl
1918. Var það upphaf bifreiðaútgerðar félagsins.
Árið 1919 var að vissu leyti uppgangsár fyrir fé-
lagið. Það átti að vísu óseldar afurðir fyrir 448 þús.
og skuldaði 230 þús., aðallega S.Í.S., um desember-
byrjun.
Áætlað var í varasjóð 3000 kr., en urðu kr. 5171.03,
vegna þess að uppbót í reikninga félagsmanna var
látin standa á heilum af hundraði.
Félagið réðst í það að panta 50 standarð af timbri
það ár, vegna eigin þarfa í vöruskemmur og þó eink-
um til bryggjugerðarinnar. Stjórnin taldi nauðsyn á að
fá verkfræðilega útreikninga og teikningu á bryggju-
hausnum. Þá var Birni alþm. Hallssyni falið að út-
vega styrk til bryggjunnar úr ríkissjóði.
Félagið stofnaði innlánsdeild, og lét félagsstjórnin
semja reglur og útbúa sparisjóðsbækur í því augna-
miði, að félagsmenn og stofnanir flyttu ekki inneign-
ir sínar við félagið í aðra sparisjóði eða banka.
Ákveðið var á aðalfundi 1920, að hinar einstöku
greinir vörureiknings skyldu greiða húsaleigu í sér-
stakan húsfyrningarsjóð, sem svo stæði straum af
Kembi- og lopavélar kaupfélagsins.
75