Samvinnan - 01.05.1940, Blaðsíða 13
5. HEFTI
SAMVINNAN
Frá kaupfélögunum
Kaupfélag Árnesinga.
Aðalfundur Kaupfélags Árnes-
inga var haldinn 6. apríl. Mættir
voru 27 fulltrúar frá 12 deildum fé-
lagsins, auk stj órnar, framkvæmda-
stjóra og nokkurra annarra félags-
manna. Félagsmönnum hafði fjölg-
að á árinu um 72 og eru nú 583.
Viðskiptavelta félagsins var kr.
2,613,000. Tekjuafgangur var kr.
119.861. Af honum var 38.185 kr.
útborgað til félagsmanna, 28,638
kr. lagt í stofnsjóð og 53,037 kr.
lagt í sameignarsjóði. Stofnsjóður
félagsins er nú kr. 167,310 og sam-
eignasjóðirnir samtals kr. 643,440.
Starfsmenn félagsins eru nú 30
manns. Félagið starfrækir nú véla-
verkstæði og nokkra útgerð í Þor-
lákshöfn. Voru þar gerðir út 12
vélbátar síðastliðinn vetur. í stjórn
var kosinn í stað Guðmundar heit-
ins Þorvarðarsonar í Sandvík
Bjarni Bjarnason skólastjóri á
Laugarvatni.
Kaupfélag Borgfirðinga.
Aðalfundur Kaupfélags Borg-
firðinga var haldinn í Borgarnesi
3. maí. Fundinn sátu 39 fulltrúar
auk stjórnar. Vöruvelta félagsins
nam á síðastl. ári 2,2 milj. kr.
Sjóðeignir félagsins jukust um
55 þús. kr. og námu í árslok kr.
286 þús.
Mjólkursamlag félagsins tók á
móti 2,228,827 lítrum af mjólk á
árinu, og var það 344 þús. lítrum
meira en í fyrra. Framleitt var
úr mjólkinni 7637 kassar af niður-
soðinni mjólk (Baulumjólk), 139
smál. af skyri, 47 smál. af rjóma,
Nú var sameining við samvinnulöggjöfina frá 1921
lokið.
Eftir nýju félagslögunum var aðalfundur haldinn
að vorlagi 1923.
Heldur hafði greiðst úr kröggum félagsins. Sjóðir
félagsins voru þessir:
Byggingarsjóður 21 þús. kr. Byggingarsjóði var
skipt til helminga og þeir lagðir til varasjóðs og stofn-
sjóðs frá árinu 1923. Varasjóður nú 28 þús kr. Fyrn-
ingarsjóður 7 þús. kr. Stofnsjóður tæp 15 þús. Eign
félagsins í stofnsjóði S. í. S. hálft 12. þúsund kr.
Félagið skipti einþöngu eða að mestu við S. í. S. 1. des.
töldust skuldir við það 242 þús. kr. og voru til vörur
á áætlunarverði fyrir það. Aftur voru bankaskuldir
eða rekstrarlán frá því árunum áður ógreiddar þá,
en um áramótin 1923—24 greiddist það að nokkru.
Stjórn og framkvæmdarstjóri keyptu á þessu ári
að eins það allra nauðsynlegasta, matvöru og aðra
vöru, er ekki var hægt að komast af án. Hlutu þeir af
þessu ámæli nokkurt, og þótti mörgum félagsmanni
fátæklegt um að litast í „búðinni“, þ. e. söludeild
félagsins. Þetta atriði varð stundum nokkuð umdeilt
á fundum félagsins, og var af þeim, sem átöldu þetta,
fært sem rök, hinar miklu útskriftir úr reikningum
kaupfélagsmanna til kaupmanna. Allmargir voru þeir
félagsmenn, sem neituðu sér alveg um hlutinn, ef
hann ekki fékkst hjá kaupfélaginu.
Á þessu varð breyting á næstu árum, en nokkuð
varð þó að takmarka kaupin, vegna þess hvað hús-
rúm félagsins var lítið og óhentugt.
Snemma á árinu 1924 voru ekki glæsilegar horfur
með kjötsöluna. S. í. S. benti á hina gífurlegu toll-
hækkun Norðmanna. Síðar á árinu rættist nokkuð
úr þessu. S. í. S. lagði til, að reyna útflutning lifandi
fjár og að hinu leytinu útflutning á kældu kjöti.
Frá Kaupfélagi Héraðsbúa var gerð tilraun með út-
flutning á kældu kjöti 1923. Hún gaf ekki góða raun.
Stafaði það af misfellum, sem ekki varð við ráðið.
Kæliskipsnefndin, sem starfaði að þessu máli milli
þinga, var þá nýbyrjuð að starfa að þessu nauð-
synjamáli landbúnaðarins. Sendi hún fyrirspurnir
til framkvæmdarstj óra og stjórnar félagsins, sem
svarað var um sumarið. Grundvöllur var lagður að
íshúsbyggingum og freðkjötsútflutningi.
Félagsstjórnin gaf S. í. S. kost á 500 kindum, geld-
fé og veturgömlu, sem næði 45—50 kg. þunga, til út-
flutnings 4.—6. október um haustið.
Tilraun var gerð með slátrun á um 1000 fjár á
Egilsstöðum haustið 1924. Kjötið var saltað í tunnur.
Þetta lánaðist vonum framar og var gert nokkur
haust. Og síðustu haustin voru skrokkarnir fluttir á
bílum til Reyðarfjarðar. Síðar, er kjötið var fryst,
þótti ekki gerlegt að halda þessu áfram á Egilstöðum,
þótt mikið hagræði væri að þessu, einkum fyrir nær-
liggjandi bæi.
Hagur félagsins batnaði stórlega. Ullin seldist óvenju
greiðlega. Skuldir félagsins við bankann minnkuðu
og 'inneign var álitleg hjá S. í. S.
Aðalfundur 1925 samþykkti í einu hljóði:
„Fundurinn ákveður að taka frá 5000 krónur af
óskiptum verzlunararði félagsins næstliðið ár. Upp-
hæð þessari skal verja til þess, að mynda sérstakan
sjóð, er beri nafn Jóns Bergssonar bónda á Egilsstöð-
um. Með þessari ráðstöfun vill Kf. Héraðsbúa veita
minningu fyrsta framkvæmdarstjóra síns og bezta
styrktarmanns verðskuldaðan heiður og þakklæti.
Upphæðin afhendist fjölskyldu Jóns Bergssonar til
umráða og frekari ráðstöfunar.“ Framh.
77