Samvinnan - 01.05.1940, Síða 14
SAMVINNAN
5. HEFTI
40 smál. af smjöri og 64 smál. af
ostum. Meðalfitumagn var 3,7%.
En meöalverð að meðtöldu stofn-
sjóðsgjaldi var 22,78 aur, líterinn.
Alls voru greiddar kr. 471 þús. til
bænda fyrir innlagða mjólk á ár-
inu. Félagið ól í vetur 100 kálfa,
mest á undanrennu, sem annars
hefði farið til ónýtis. Áður hafa
verið gerðir ostar úr þessari mjólk,
en þar sem erlendi markaðurinn
er lokaður fyrir ostana, er tilgangs-
laust að framleiða meira af þeim
en fyrir heimamarkaðinn. En með
þessu móti ætti að mega koma
undanrennunni í verð.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga var haldinn á Akureyri 8.—9.
maí. Mættir voru 157 fulltrúar frá
23 deildum félagsins, auk stjórnar
og margra gesta. í árslok 1939 voru
félagsmenn alls 3136.
Öll vöruvelta félagsins síðastl.
ár var 10,5 milj. kr. Rekstursaf-
gangur nam 160 þús. kr. Endur-
greiddur tekjuafgangur 8%. Skuld-
ir lækkuðu hjá félaginu um 127
þús. kr. Eignir félagsins sjálfs og
innstæður félagsmanna höfðu auk-
izt á árinu um 370 þús. kr. Eigið
fé félagsins og félagsmanna í stofn-
sjóði og innlánsdeild nam um ára-
mótin kr. 4,989,075. Félagið sjálft
og félagsmenn þess eiga því nú
89% af veltufé félagsins í árslok.
Sýnir þetta ljóst, hve góður fjár-
hagur félagsins nú er orðinn.
Bókfært verð fasteigna og véla
félagsins var samanlagt um síð-
ustu áramót kr. 1.735.999.65. —
Starfsmenn félagsins voru í árslok
1939 172.
Ýmsar framkvæmdir og um-
bætur voru gerðar á árinu eins og
unnt hefur verið, Ákveðið var að
koma upp hraðfrystihúsum í Dal-
vík, Ólafsfirði og Hrísey. Keypt var
frystihús og vélar á Skálum á
Langanesi, og verður það flutt til
Ólafsfjarðar og sett þar upp. Fé-
lagið keypti 2500 skp. af saltfiski
og lét verka á Akureyri til þess að
auka þar atvinnu. Lokið var við
byggingu Mjólkursamlagsins og
Efnagerðin og Smjörlíkisgerðin
stækkaðar og endurbættar. Þá var
komið upp kassaverksmiðju, sem
smíðar alla umbúðakassa fyrir fé-
lagið. Ýmislegt var og fleira gert.
Ræktunin aukin, byggð kartöflu-
geymsla o. fl.
Um síðustu áramót lét Vilhjálm-
ur Þór af framkvæmdastjórastarf-
inu eftir 15 ára farsæla fram-
kvæmdastjórn, en við tók Jakob
Frímannsson, sem verið hefur full-
trúi við félagið í mörg ár og gegnt
hefur framkvæmdastjórastörfum í
forföllum Vilhjálms Þór.
Kaupfélag
Vestur-Húnvetninga.
Aðalfundur Kaupfélags Vestur-
Húnvetninga var haldinn á
Hvammstanga 5.—8. maí. Fundinn
sóttu 18 fulltrúar frá 6 deildum,
auk stjórnar og endurskoðenda.
Tala félagsmanna um síðustu ára-
mót var 349.
Vörusala var síðastl. ár fyrir um
400 þús kr. og kaup innlendra vara
kr. 250 þús. Er það nokkuð lægra
en næsta ár á undan, og stafar það
af því, hve fjárstofn bænda hefur
minnkað af völdum mæðiveikinn-
ar. Engar skuldir söfnuðust, þrátt
fyrir þá erfiðleika, sem af veikind-
um fjárins stafar. Stofnsjóður fé-
lagsins er nú 80 þús. kr. og sam-
eignasjóðir 74 þús. Tekjuafgangi
var úthlutað til félagsmanna 4%
af ágóðaskyldri vöruúttekt og auk
þess 3% í sjóði.
Kaupfélag Langnesinga.
Aðalfundur Kaupfélags Lang-
nesinga var haldinn á Þórshöfn
um miðjan maí. Viðskiptavelta fé-
lagsins var meiri síðastliðið ár en
nokkru sinni fyrr og nam kr.
1,214,000. Félagið lækkaði skuldir
sínar á árinu um 150 þús. kr. og
er nú svo að segja laust við skuldir
frá kreppuárunum. Félagið hefur á
undanförnum árum lagt mikið í
fasteignir. Hefur það byggt hrað-
frystihús og keypt verzlunarhús,
bæði á Þórshöfn og á Bakkafirði.
Skuldir félagsmanna minnkuðu
líka á árinu um 45 þúsund krón-
ur. Sameignarsjóðir félagsins uxu
um 18.5 þúsund krónur, Úthlut-
að var tekjuafgangi til félags-
manna, er nam 4% af verðmætri
keyptra vara og 3% lagt í sjóði.
Vinna hefur mikið aukizt á Þórs-
höfn við frystihúsið, auk þess, sem
meira hefur fengist fyrir aflann.
Kaupfélag Norður-Þingeyinga.
Aðalfundur Kaupfélags Norður-
Þingeyinga var haldinn 26. apríl.
Mættir voru 33 fulltrúar frá 10
deildum félagsins, ásamt félags-
stjórn og nokkrum öðrum félags-
mönnum. Vöruveltan á árinu nam
kr. 1.166.500. Rekstursafgangur, að
frádregnum tillögum til sameigna-
sjóða nam kr. 20.421. Samþykkt
var að greiða 10% af ágóðaskyldri
úttekt félagsmanna. í sameigna-
sjóði var lagt 26,5 þús. kr. og námu
sameginasjóðir um áramót kr. 198
þús. Inneignir félagsmanna í
stofnsjóði og viðskiptareikningum
voru 234,4 þús. kr. Félagið lét auka
og bæta frystihús félagsins á árinu
og kostaði sú viðgerð kr. 29 þús. og
til bryggjugerða á Kópaskeri og
Raufarhöfn lagði félagið 11 þús. kr.
Á fundinum var samþykkt að
kaupa jörðina Bakka í Keldu-
hverfi, en þar er jarðhiti og hafa
þar verið gerðar tilraunir með
jarðeplarækt, með ágætum á-
rangri. Daginn eftir aðalfundinn
gekkst menningarsjóöur kaupfé-
lagsins fyrir fjölbreyttri skemmti-
samkomu.
Prentsm. Edda h.f.
78